Seldi Geir Ísland fyrir vini sína?

Geir Haarde seldi Ísland þ.e.a.s. fólkið og auðlindirnar svo vinir hans gætu tekið þátt í Matadorspili elítunnar.  Geir og vinir stálu peningum frá fólki í Hollandi og Bretlandi.  Fjárhæðum sem voru margföld íslensk fjárlög.  Allt með vitund og leyfi stjórnvalda í þessum tveimur löndum.  Því Geir var búinn að lofa að borga þessar upphæðir til baka.  

Þetta Icesave leikrit var sett á svið til að koma þjófnaðinum í löglegan búning.  Björgólfur tók við aurnum.  Sumt fór í hans vasa en annað fengu eigendur Íslandsbanka og Kaupþings.  Margir fengu aur til að leika sér með.  M.a. þeir sem settu löginn og áttu að framfylgja þeim.  

Björgólfur yngri tilheyrir alþjóða elítunni.  Hann fékk leyfi hjá Geir að veðsetja íslensku þjóðina.  Þjóð sem er svo vitlaus að hún heldur að þetta hafi verið klúður.  Sér ekki snilldina í þessum þjófnaði og heldur áfram að versla við Nova og Bónus.  

Ég nenni eiginlega ekki að skrifa meira um þetta.  Ætla frekar að fá mér einn McDonalds með Diet Coke og horfa á Jackass 2.  Nýja Ísland here I come.


mbl.is Rætt við matsfyrirtækin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband