Alveg skelfileg þróun.

Það er tóm vitleysa að framleiða svona bíla á Íslandi.  Vinnulaun eru há, það þarf að flytja öll hráefni inn og síðan er orka af skornum skammti.  Ef velja þarf á milli álvera eða bílaframleiðslu hljóta allir að sjá hvílík heimska bílarnir eru.  Meira ál og minna kál, takk fyrir!
mbl.is Indverskir rafbílar hugsanlega settir saman hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslendingar að verða ódýrara vinnuafl en indverjar. Sjjjiitt

HGRET (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 17:19

2 identicon

Láttu ekki svona - veistu ekki hvað er hægt að ná miklum skattpeningum í svona verkefni sem er síðan sett viljandi á hausinn? Hefurðu ekkert fylgst með hvernig íslensk fyrirtæki eru rekin?

Jón (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 17:19

3 identicon

Í hvað heldur þú eiginlega að álið sé notað?

Gunnar C (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 18:45

4 Smámynd: Einar Steinsson

Bílar hafa áður verið settir saman á Íslandi. það hefur væntanlega verið einhver tíman í kringum 1980 að það var talsvert flutt af japönskum Hino vörubílum til landsins í pörtum og þeir settir saman hérna.

Annars er ástæðan fyrir þessum áformum væntanlega tvíþætt, annarsvegar að spara flutningskostnað og hitt er að ef bílarnir eru settir saman innan Evrópska efnahagssvæðisins þá eru gjöld lægri. Japanskir bílaframleiðendur hafa lengi verið með verksmiðjur í Evrópu, t.d. eru Toyota með verksmiðjur í Bretlandi og Nissan bæði þar og á Spáni. Það er fullt af fólki á Íslandi sem ekur stolt um á vandaða "Japanska" bílnum sínum en hefur ekki hugmynd um að hann er settur saman af Bretum eða Spánverjum.

Einar Steinsson, 12.11.2009 kl. 19:04

5 Smámynd: Einar Steinsson

Annars skulum við vona að þessi nýji Reva sé skár hannaður heldur en þeir eldri. Þeir eru það litlir og léttir að þeir eru undanþegnir hefðbundnum árekstraprófunum og reglum um öryggi. Þeir hafa samt verið teknir í árekstrapróf og útkoman hefur verið vægast sagt skelfileg.

Framleiðendur eru að halda því fram að þessi nýji hafi verið endurhannaður með öryggi í huga og vonandi er það rétt.

Einar Steinsson, 12.11.2009 kl. 19:13

6 identicon

Æ, þessir nýju eru kannski með einn eða tvo loftpúða, en þeir eru ábyggilega alveg jafn illa settir saman. Indverjar eru með álíka gæðastjórnun og Kínverjar (-:

Jón (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 19:23

7 identicon

Er þá ekki bara okkar hlutverk að bæta þessi gæði varðandi ódýrara vinnuafl þá held ég að þarna sé farið að skipta meira máli skattalegt hagræði varðandi verð á bílnum það eru tollar og fleira og það er ekki eins og svona bílar séu bara skrúfaðir saman með höndum og skrúfjárni

Halldór (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 121704

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband