Vændi og íslenska leiðin.

Eftir að hafa þrætt ýmis kvennablog um vændi og fylgst með umræðunni í fjölmiðlum hef ég komist að einu merkilegu.  Ekki einn kjaftur talar um að hjálpa aumingja mönnunum sem sækjast í vændi.  Það þarf ekki að hjálpa þessum köllum.  Helst bara senda þá í yfirfull fangelsi og kenna þeim lexíu þar.

Hjá þessum konum vottar ekki fyrir samúð eða hjálpsemi við þessa karla.  Manna sem ráða ekki við kynhvötina og fá lítið eða ekkert heima hjá sér og sumir njóta þessa að drottna yfir konum og kannski niðurlægja þær.

Katrín Anna  er ein þessara kvenna.  Henni fynnst sænska leiðin eitthvað spennandi.  Á blogsíðu sinni vitnar hún í rannsókn eftir Sven Axel Månsson.  Samkvæmt niðurstöðum hans eru karlar sem sækjast í vændi aðallega "taparar" sem eiga erfitt að fá konur nema borga þeim og síðan einhverjir klám og ofbeldisfíklar.

Samkvæmt þessu er alveg augljóst að stóra vandamálið sem þarf að leysa er löngun karla í kynlíf með konum, öðrum mönnum eða hverju því sem ekki þarf að hrista.  Ef löngun karla í kynlíf gufar upp hættir vændið.   Þetta hljóta allir að sjá.  Nú er bara að biðja Katrínu og hennar stöllur að beina umræðunni í réttan farveg.

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heyrðu þetta var frábær punktur hjá þér

Heiða Þórðar, 28.3.2007 kl. 22:54

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Spurning um að beina þessum eymingjans mönnum bara til þín...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 28.3.2007 kl. 22:56

3 identicon

Ekki get ég sagt að mér finnist þetta "frábær punktur hjá þér" eins og Heiða tekur til orða. Kynlífsfíkn er jú að sönnu raunverulegt vandamál og kallar á meðferð eins og allar aðrar fíknir. En staðreyndin er sú að viðskiptamenn vændiskvenna eru síður en svo allir kynlífsfíklar. Samkvæmt könnunum eru þeir jafn mismunandi og fiskurinn í sjónum. Og eins og ég er fylgjandi því að hjálpa öllum sem glíma við fíknir finnst mér að við megum þó ekki afsaka of mikið af löstum mannanna með þessari útskýringu. Sumir af þessum körlum eiga ekki við fíkn að stríða og bera hreinlega enga virðingu fyrir konum.  "Ef löngun karla í kynlíf gufar upp hættir vændið" segir þú í færslunni. Löngun karla í kynlíf mun aldrei gufa upp - hún er hluti af eðli mannsins, gerð til þess að viðhalda stofninum.

Ásta Sóley (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 09:18

4 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég þakka þér kærlega fyrir innleggið Katrín.  Já auðvitað væri ég til í að hjálpa körlum með vandamál og fá smá styrk frá Ríkinu. 

Björn Heiðdal, 29.3.2007 kl. 10:24

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert úti að róa Björn í þessu máli.  Er ekki sniðugt að forgangsraða málum. Er tímabært að hafa áhyggjur af mönnum sem kaupa vændi af fúsum og frjálsum?

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.3.2007 kl. 09:32

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Sumar konur vilja gera kaup karla á vændi ólöglegt.  Það muni draga úr eftirspurninni.  Þessu er ég sammála nema mér finnst refsigleði ekki eftirsóknaverð sem slík.  Miklu frekar á að hjálpa þessum körlum eftir öðrum leiðum.  Auðvitað vil ég líka hjálpa konum sem leiðast út í vændi.  Ég stend ekki í þeirri trú að hórur vilji selja sig ef þær gætu fengið meiri pening annarstaðar.

Svo er hægt að vera fylgjandi frelsi til að selja líkama sinn en á móti þrælahaldi.  Það er engin þversögn í því.  Til að hafa eitt á hreinu þá er ég  ekki fylgjandi vændi, lauslæti, fóstureyðingum, hjónaskilnuðum, frjamhjáhaldi o.s.fr. en mér kemur það bara ekkert við hvort aðrir stundi þetta heima hjá sér. 

Það á ekki að banna sykurát en leyfa sykurinn þú bannar bæði til að ná hámarks árangri.  Það sýna rannsóknir.

Björn Heiðdal, 30.3.2007 kl. 11:33

7 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Hvað skyldi Meistari Þórbergur segja um þessa diskússjón. Hann fékk jú

að gjöra hitt fyrir túkall, undir vegg við kapelluna í Suðurgötu kirkjugarði,

hjá einni fröken af nesinu.

Leifur Þorsteinsson, 2.4.2007 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband