Hannes Hólmsteinn stendur á bak við þetta!

Nú fær Hannes Hólmsteinn langþráðan draum uppfylltan þegar Alþjóða gjaldeyrissjóðurin kemur í heimsókn og tekur yfir stjórn Íslands.  Hannes mun sjálfsagt verða fyrstur til að girða niður um sig og móttaka gleðina.  Gleðióp Hannesar munu halda vöku fyrir litlum börnum um ókomin ár og kannski enn lengur.  Vextir verða hækkaðir til að sjúga peninga frá almenningi og borga skuldir Björgólfs og Jóns Ásgeirs.  Íslenska skólakerfinu verður breytt og börnum eingöngu kennt að lesa leiðbeiningar og skrifa nafnið sitt.  Því hvað meira þarf íslenska þjóðin að kunna ef hún verður öll látin vinna í álverum eða vera heima atvinnulaus. 

Nokkuð ljóst er að IMF stendur á bak við þetta plott.  Plott sem feldi alla íslensku bankana á einni viku eða svo.  Nú segja allir seðlabankar að Ísland verði að þiggja yfirstjórn IMF til að þeir geti séð sér fært að lengja í hengingarólinni.  Taka fleiri lán en ekki endilega til að borga fyrir innflutning á fleiri Jeppum og Elton John.  Nei, nei, til að borga þeim erlendu bankastofnunum sem Björgólfur og Jón fengu lán hjá.  Þessir peningar fara ekki í mat eða nauðþurftir handa Íslendingum heldur verða þeir millifærðir milli erlendra banka og hafa aldrei neina viðkomu á Íslandi.

Síðan þurfa Íslendingar að borga fyrir þessi lán sem ekki eru ætluð okkur á neinn hátt með fullum vöxtum.  Margir kannast við Shock and Awe herferð Davíðs og Rumsfeld á saklausa íbúa Bagdad hér um árið.  IMF ætlar að beita okkar sömu aðferð og hefur greinilega gefið sér góðan tíma til að undirbúa hana sem best.   Vextir verða hækkaðir, skólar lagðir niður, sjúkt og aldrað fólk verður látið deyja drottni sínum, kvótinn seldur Alcoa, vatnið selt Rio Tinto, jarðhitinn seldur Bjarna Ármanssyni og Hannesi Smánarsyni. 

Verði ykkur að góðu kæru lömbin mín,  flest lömb enda í sláturhúsinu ásamt forystusauðunum.

 

lamb_crop2_06

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Þeir felldu bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þýðir ekkert að vera með of miklar einfaldanir. Rætur vandans liggja í regluverki eftirlitsstofnana vestan hafs og austan, og í lágum vöxtum, lausung og lánaþenslu eftir áhyggjur og þrengingar eftir hrun tvíburaturnanna. Bent hefur verið á að ofvöxtur bankanna hér heima byggðist á þeim reglum sem gilda á evrópska efnahagssvæðinu - og að allir þeir stjórnmálamenn, með Jón Baldvin í fararbroddi, sem samþykktu samninginn um evrópska efnahagssvæðið bera hér höfuðábyrgð. Stjórnendur einkavæddu bankanna fóru sér svo greinilega of geyst og voru seinir að bregðast við athugasemdum um fyrirkomulag sparnaðarreikninga í Bretlandi (hefðu átt að stofna dótturfélag þar í staðinn fyrir útibú). Það er líka rétt að forystumenn seðlabanka í Bretlandi, ECB og Bandaríkjanna, auk tiltekinna Norðurlandabanka - ekki allra - voru okkur fremur erfiðir. Það verður að líta á heildina - kerfið sem Jón Baldvin og fleiri skópu - ásamt því hvernig menn nýttu sér kerfið.

Teddi (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 16:07

2 identicon

.

það skortir ekki sérfræðingana, eins og Tedda, kannski vann hann hjá einni af greiningadeildunum, en hefur nú tíma til að segja bloggurum til í villu sinni.

en þú hefur auðvitað rétt fyrir þér, Björn bróðir, og þó það sé fyndið að lesa bloggið þitt, þá er raunveruleikinn ansi, ... hrár, þessa dagana.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 19:38

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það eru allir sekir í þessum málum, nema kannski helst fólk eins og ég og maðurinn á götunni, höfum aldrei fengið að ráða neinu og eigum engar eignir sem máli skipta. Ég er nú nokkuð viss um að það er til fleira fólk eins og við hérna á Íslandi þó við séum ekki á forsíðum dagblaðanna á degi hverjum.

Burtséð frá allri tortryggni og samsæriskenningum gagnvart IMF, þá hlýtur að vera full ástæða til að taka með fyrirvara því sem þaðan kemur. Þetta er stofnun sem við (kannski sem betur fer) þekkjum voða lítið til og því eðlilegt í núverandi óvissuástandi að fólki finnist erfitt að treysta einhverri útlenskri skammstöfun. Það sem yrði kannski frekar til að efla tiltrú fólks á örlögum landsins væri ef hér yrði skipt algerlega um stjórnendur, bæði í pólitík, peningamálum sem og fyrirtækjarekstri.

Ég veit að við erum að tala um róttækar breytingar, en sorrý, ykkar kynslóð sem hafið ráðið hér frá því ég man eftir, þið eruð búin að skíta svo feitt upp á bak að ef þið ætlist til þess að við börnin ykkar og barnabörn eigum að sjá um skeininguna um aldur og ævi þá hljótum við um leið að eiga núna tilkall til stöðu skiptaráðanda og fjárhagslegra forræðismanna, ekki þið! Annars verður einfaldlega bara gerð bylting í þessu landi, á þessum tímapunkti stefnir ekki í neitt annað því miður. Réttast væri kannski bara að svipta ykkur sjálfræði eða hvað, til hvers er annars verið að loka geðsjúklinga inni á sjúkrastofnunum þegar það virðist vera nóg pláss fyrir þá í Seðlabankanum?

P.S. Bráðskemmtileg færsla hjá þér Björn!

Guðmundur Ásgeirsson, 18.10.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband