Satan sjálfur ekki Björgólfur álfur

Ég hélt að Björgólfur væri Jesú Kristur endurfæddur en það var rangt mat, kolrangt.  Hann er miklu frekar satan sjálfur í líki brosandi milljarðamærings.  Virkar pínu feiminn sökum málróms en er í raun jarðýta sem valtar yfir allt og alla. 

Sennilegt er að Landsbankinn, banki tveggja landsmanna, hefði ekki fengið að stela hollenskum og breskum peningum nema sökum Björgólfs.  Hann hafði það traust og þann velvilja stjórnvalda sem til þurfti.  Með leynisamninga upp á vasann þar sem íslensk stjórnvöld skuldbundu sig til að borga allt Icesave tilbaka var leikur einn að stela.

Algjör snilld!
mbl.is Sögðu ríkið ábyrgjast Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður spyr sig!! hvað þarf til að eigur þessara manna séu frystar eða kyrrsettar?? Hvað þarf til að þetta fólk verð hreinlega sett í steininn?? Svo fá þessir menn bara að leika sér áfram eins og ekkert hafi komið fyrir. Fynst öllum það eðlilegt að einn þessara manna (að minsta kosti) sé svo að taka margra tuga milljóna lán hjá sínum einkalífeyrissjóð (sjá sjóður ætti réttast að fara beint í skuldirnar okkar). Lán sem hann þarf ekki að borga fyrr en sennilega um það leyti sem hann getur farið að taka úr þessum sama sjóði??? Allt bara eðlilegt og fínt segja sumir lögmenn??? Ég átta mig ekki á þessu láni en finst það samt eitthvað loðið. Annars fynst mér fyrrum aðalmenn Landsbankans hafa farið ofboðslega ílla með öll okkur hin (alla landsmenn) og ættu allir að vera fyrir longu komnir á bak við "lás og slá". Fáránlegt að fáeinir yfirmenn í einum banka hafi getað komið okkur í þessa stöðu og virðast allir vera lausir allra mála (væntanlega með milljónatugi í bónusa fyrir vikið).

Kjarri.

Kjarri (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband