Leiðinlegar verslanir

Vonandi fara fleiri leiðinda verslanir á hausinn.  BT er eitthvað það leiðinlegasta fyrirbæri sem fundið hefur verið upp norðan Alpafjalla.  Algjörlega sálarlausar búðir með öllu.  Starfsfólkið oft á tíðum nýbyrjaðir fermingastrákar eða stelpur með attitjút.  BT var einu sinni góð búð með lág verð en það eru komnir áratugir síðan. 
mbl.is Viðræður um sölu á BT
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steini Thorst

Ert þú virkilega að gagnrýna starfsfólk fyrir attitjút? Ég held að þú ættir nú að endurskoða eigið attitjút ef þetta kætir þig og þú vonast til að fleiri verslanir fari á hausinn.

Þar fyrir utan segir þú á einum stað BT vera leiðinlegasta fyrirbæri sem fundið hefur verið upp en aðeins seinna hrósar þú BT fyrir það sem BT var einu sinni. Talar reyndar um að það séu áratugir síðan. En þér að segja rétt rúmur einn áratugur frá stofnun BT.

Steini Thorst, 1.11.2008 kl. 19:20

2 identicon

Færri verslanir þýðir minni samkeppni, minna vöruúrval og hærra verð. Það er mjög mikil skammsýni að segja að það sé eitthvað gott mál ef BT eða aðrar búðir hætta rekstri, þeir einu sem græða á því eru aðrar verslanir sem eru undr minni þrýstingi að bjóða upp á lág verð.

Jón (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 19:58

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Já, þetta er sennilega réttmæt athugasemd hjá Steina stuð.  BT hefur aldrei verið góð búð, ég var bara að reyna að vera smá jákvæður. 

Ég held að BT hafi sjaldan boðið góð verð á dóti.  Mér tókst nefnilega alltaf að finna betra verð annarstaðar.  Þjónustan var síðan á sama plani og í Coke sjálfsala.  Ég á bara engar góðar minningar frá BT sem viðskiptavinur. 

Björn Heiðdal, 1.11.2008 kl. 20:22

4 Smámynd: Steini Thorst

Ég er þér reyndar ósammála að BT hafi aldrei verið góð búð. Hún var það vissulega í eina tíð og var mjög vinsæl verslun. Vissulega rétt hjá þér að þar hefur breyting orðið á en staðreyndin er reyndar sú að ekki bara BT, heldur hefur ótrúlega stór hluti verslana og seljenda þjónustu hrunið í gæðum hvað þjónustu varðar, má ég nefna sérstaklega fataverslanir og veitingastaði. Ástæðan einfaldlega sú að offramboð hefur verið á atvinnu og þess vegna hafi valist í þessi störf of ungt fólk með mikinn skort á metnaði.   

Steini Thorst, 1.11.2008 kl. 21:37

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Reyndar held ég að Expert toppi BT hvað varðar vonda þjónustu á sínum tíma.  Fór þangað einu sinni til að kaupa fartölvu.  Engin var í búðinni nema ég og eitt par.  En það truflaði ekki sex starfsmenn sem stóðu í hnapp og sögðu sögur af leiðinlegum viðskiptavinum.  Ég stillti mér upp fyrir framan nefið á þeim og eftir nokkrar mínútur segir foringinn "hvað get ég gert fyrir þig".  Hann bað síðan einn af sex menningunum að aðstoða mig.  Sá flissaði og sagði að það væri ekki hans deild en hann gæti svo sem aðstoðað mig ef ég vildi.  Eftir smá spjall kom í ljós að tölvugaurinn var veikur og þessi væri að gera mér greiða með því aðstoða mig.  Þetta væri strangt tiltekið ekki í hans verkahring!

Stuttu seinna fór þessi furðulega búð á hausinn og engin skildi afhverju :) 

Björn Heiðdal, 1.11.2008 kl. 22:29

6 identicon

Einkennilegt hvað margar verslanir og fyrirtæki í afþreyingariðnaði eru að fara á hausinn,ég spyr á hvaða grundvelli hafa þessar verslanir verið reknar.

Raggi litli (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 00:16

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Raggi litli: á þeim grundvelli að allt of mikið af fólki hafi verið með allt of mikið af peningum á milli handanna í "góðærinu" og því eytt þeim í svona vitleysu eins og sífellt stærri flatskjái, tölvuleiki og annað sem skapar engan auð fyrir þjóðfélagið heldur gerir okkur aðeins fátækari á líkama og sál, svo ég hljómi nú eins og innblásinn marxisti! ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 2.11.2008 kl. 00:34

8 identicon

Ég hef alltaf upplifað annað en góða þjónustu þarna og finnst mjög leiðinlegt ef þetta fer á hliðina. Samkeppni er alltaf að hinu góða!

Ríkharður Jón (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 02:21

9 identicon

Efast um að nokkur sakni þess þótt þessi lítilfjörlega verslun fari !

Steinn (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 05:58

10 identicon

Hvað svo sem segja má um þjónustuna í BT, þá getur það ekki verið nokkrum manni til góðs leggist hún á hliðina.  BT hefur verið lang duglegasta verslunin í að halda uppi breiðu og góðu úrvali tölvuleikja, tel óhætt að fullyrða að hvergi sé úrvalið betra.  Verður að telja þeim það til tekna á þeim tímum þegar tölvuleikir eru að riðja sér til rúms sem afþreyging fjöldans.  Enda er fyrsta kynslóð unenda tölvuleikja nú á fertugsaldrinum.

Árni (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 07:16

11 identicon

Svo má ekki gleyma því að það eru hundruðir starfsmanna að missa vinnuna og ekki er auðvelt að fá nýja vinnu!

Charlotte (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 121747

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband