Ritskoðun eða stjórnun?

Eins og kemur fram í þessari grein þá hefur MBL enga hugmynd um hvað frjáls og óháð skoðanaskipti þýða.  Mogginn heldur því fram að það sé ekki ritskoðun að loka á alla blogga vegna dónaskapar fárra.  Að bera svona rugl fram fyrir sjónir venjulegs fólks ber vott um alvarlega ritskoðunaráráttu. 

Í gegnum tíðina hafa stjórnendur mbl.is verið duglegir að loka á dóna og þá sem leyfa sér að fara út fyrir efnið.  Það hefur verið kallað að loka á blogg vegna fjölda kvartana.  Hvort sem þær kvartanir hafi verið 1 eða 100.  Þessi afstaða hefur verið skiljanleg og auðskilin fyrir einfeldinga eins og mig. 

Mogginn hefur líka lokað fyrir blogg um dánarfréttir og ýmsar persónulegar fréttir.  Væntanlega af virðingu fyrir aðstandenum o.s.fr.  En í dag er þetta ekki nóg.  Nú vill mbl.is líka loka á ALLA blogga um  tilteknar pólitískar fréttir.  Fréttir sem stjórnendur mbl.is vilja ráða hvernig eru matreiddar ofan í lesendur!

 


mbl.is Umræðuhættir á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Ingadóttir

Ég skil fullkomlega vel að þó svo að bloggfærslan sé alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspegli ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins, þá vilji þeir ekki hýsa þann viðbjóð sem sumir láta út úr sér.

Pólitísk umræða verður oft að vera hvöss og það er óhjákvæmilegt að einhverjir móðgist eða að fólk verði jafnvel sárt. En þegar fólk notar moggabloggið til að gera grín af manni í öndunarvél eða hóta að berja einstaklinga, er verið að eyðileggja þetta fína kerfi, sem moggabloggið er, og vettvang okkar til þess að tjá okkur um málefni líðandi stundar.

Margrét Ingadóttir, 5.1.2009 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband