Ólína Þorvarðardóttir, grínisti eða hryðjuverkakona?

Í nýlegri bloggfærslu sagði Ólína Þorvarðardóttir eftirfarandi:

Stjórnarandstæðingar virðast hafa náð þeim merka árangri í þessu máli að trylla almenning úr hræðslu. Ábyrgur málflutningur eða hitt þó heldur. Í því ljósi er athyglisvert að rifja upp málflutning eins þeirra, Bjarna Benediktssonar, fyrir fáeinum mánuðum síðan, þegar hann talaði fyrir samkomulagi af þessu tagi í þinginu, eins og bent hefur verið á (hér). Það er ekki að sjá að hér tali einn og sami maðurinn.

Nú er látið í veðri vaka að stjórnvöld hafi skrifað undir samning sem muni koma þjóðinni á vonarvöl. Kjörin sem okkur bjóðist í þessum samningi séu afleit, og við munum aldrei geta risið undir þessu. Allt er þetta rangt.

Í samningnum felst að við getum hvenær sem er fengið að greiða þetta lán upp - og það getum við ef okkur býðst annað hagstæðara lán.  Auk þess gefst okkur greiðslufrestur fyrstu sjö árin - og það munar um minna í þeim þrengingum sem þjóðin gengur í gegnum nú.

 

Ólína virðist halda að fólkið í landinu séu bjánar hvort það sé vegna þess að hún komst á þing eða þekki margt fólk skal ósagt látið.  En hún stendur samt í þeirri trú að almenningur taki mark á Sjálfstæðisflokknum þegar hann er í stjórnarandstöðu.  Bjarni Ben. geti upp á sitt einsdæmi "tryllt almenning úr hræðslu."  

Ólína er líka svo klár að halda að hægt sé að taka endalaust lán til að borga gömlu lánin og blæs á áhyggjur þeirra sem telja á þjóðarbúið geti ekki greitt afborganir og vexti af Ice-save skuldunum.  Við þurfum sko ekkert að borga fyrstu sjö árin segir hún brosandi.   

Rekur Ólína heimilið sitt með lánum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Nei nei,Ólína er snillingur í fjármálum,enda rekur hún mjög gott heimili og fallegt,hún hlýtur að mega vera með skoðanir,án þess að verða kölluð hryðjuverkakona,sem hún er nú alls ekki,jú hún er með góðan húmor,og það er af því góða,ég held nú Björn,að það séu nú mjög margir sem taka mark á sjálfstæðisflokknum,ekki veit ég nú hvar þú hefur þetta,að engin taki mark á þeim,??ja þá ertu ekki í sama landi og ég,en eitt er víst Ólína heldur ekki að landsmenn séu bjánar,en sem betur fer,mega menn hafa skoðanir,þótt ég sé ekki sammála þér,þá dettur mér ekki í hug,að kalla þig bjána,nei það væri ekki gott fyrir þessa frábæru þjóð,ef allir væru sammála,þá hefði þú Björn minn ekkert til að gagnrýna,en svona er nú lífið,og það er frábært að fá Ólínu á þing,ég er mjög sáttur við það,þó ég sé al farið á móti þessari ríkisstjórn,skattapíningarstjórn,sem tók því miður ranga ákvörðun,hvernig ætti að vinna sig úr þessum efnahagsmálum,það voru mun betri leið sem sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkur vildu fara,og mun árangurslegri,þá á ég mitt góða fólk í öllum flokkum,helst hefði ég viljað kjósa persónur,en ekki flokka. kær kveðja. konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 7.6.2009 kl. 18:20

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Það er ekki hægt að verja þennan gjörning, punktur!  Ólína reynir það og tekst illa til.  Hún er hreinlega ekki með réttu ráði þegar hún kennir Bjarna Ben. um óánægju fólks með þennan "góða" samning.  Allt annað sem hún segir um þennan samning dæmir sig síðan sjálft. 

Ég veit að hún og Bjarni eru í sama liðinu, á móti almenningi.  Þessu liði sem Bjarni er búinn að trylla.  

Björn Heiðdal, 7.6.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 121733

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband