Ekki fleiri gagnaver, takk!

Það er komið allt of mikið af þessum gagnaverum.  Álver eru miklu betri valkostur og þau menga líka minna.  Þau skapa fleiri og betri störf ásamt því að borga hærri skatta í ríkissjóð sem ekki veitir af nú á þessum síðustu og verstu.

 


mbl.is Nýtt gullæði á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru einhver gagnaver komin yfir höfuð? Hvar eru þau þá?

Þetta gagnaver á Keflavíkurflugvelli er í eigu Björgólfs Þórs, þess hins sama og gat ekki staðið í skilum með afborganir á Landsbankanum. Þess hins sama og keypti Actavis á metfé, tók það af markaði og er fyrirtækið skuldsettasta fyrirtæki á Íslandi í dag. Líklega er það búið að hlaða svo miklum skuldum og kostnaði á sig að ekkert fæst fyrir það í dag umfram skuldir.

Það er nokkuð ljóst að Verne Global er fyrirtæki sem menn ættu að taka með miklum fyrirvara.

Síðan verða menn að skoða stefnu Samfylkingar. Álver á Bakka, í Helguvík, gagnaver hingað og þangað, kísilverksmiðjur, stækkun álvers í Straumsvík..... Allir sem hafa kynnt sér orkumál vita að það er ekki til næg raforka á Íslandi á næstu árum til að drífa þetta allt áfram. Jafnvel þó farið yrði í að virkja Gullfoss og Dettifoss, þá yrðu menn að velja og hafna.

Ég geri nú fastlega ráð fyrir að jafnvel heimskustu samfylkingarmenn myndu nú segja stopp þegar kæmi að Gullfossi og Dettifossi. Og þó, kannski væri það bara eins og að pota prikinu í óðan hund?

joi (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 12:12

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Æðisleg framtíðarsýn að binda alla orkuöflunarmöguleika þjóðarinnar í álverum...

Haraldur Rafn Ingvason, 10.10.2009 kl. 15:36

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Úr einu æði í annað æði. Dæmigert Ísland.

Finnur Bárðarson, 10.10.2009 kl. 17:37

4 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Ekki fleiri gagnaver takk, ekta dæmi um það þegar fólk með enga þekkingu á málunum er að tjá sig á blogginu. Það er ekkert gagnaver á Íslandi eins og staðan er í dag.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 10.10.2009 kl. 19:12

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Stóriðjustopp VG gengur ekki lengur.  Þjóðin verður að skíta í lófana og byrja að framkvæma.  Álver eru þær framkvæmdir sem skila mestu og þess vegna ætti ríkið að beita sér fyrir þeim.  Tvö álver í Helguvík og eitt í Reykjavík hið minnsta.

Björn Heiðdal, 10.10.2009 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband