20.9.2008 | 07:04
Ísland vs Albanía
Íslendingar eru ekki ennþá búnir að fatta hvað 40% gegnisfelling þýðir í raun. Þeir trúa því að þeir séu ríkastir allra og hamingjusamastir miðað við höfðatölu. Verðlag á Íslandi fer að nálgast fátækustu lönd Evrópu en við fáum ekki að njóta þess.
Hvað varð um alla peningana sem bankastrákarnir tóku að láni. Fóru þeir til byggja falleg hús eða glæsibyggingar. Voru þeir notaðir til að bæta samgöngur eða malbika Vestfirði. Fóru þeir kannski í að koma á fót alþjóðlegri fjármálamiðstöð á Íslandi???
Svarið við öllum þessum spurningum er eitt stór NEI. Það situr ekkert eftir þetta peningaævintýr nema ljótir kassar, svartir eða bárujárnsklæddir, og partýsögur með Elton John. Datt engum í hug að efla innviði þjóðfélagsins með enhverjum hætti. Auðvitað á Jón Ásgeir og hinn vitlisingurinn með skrítna nafnið ekki að byggja spítala eða reka þá. En þeir mættu nú alveg hafa smíðað falleg hús eða sett á laggirnar hátæknifyrirtæki fyrir íslenska tölvunörda og fjórtán skúringakerlingar.
Það sem öllum þessum útrásarkjánum tókst að gera var að tapa peningum. Svo þarf ég að borga brúsann og drekka ógeðisdrykkinn í leiðinni.
![]() |
Krónan glæðir áhuga ferðamanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2008 | 09:59
Nýtt nafn, Hafskip?
![]() |
Stórt og mikið áfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.8.2008 | 09:07
Hverjir eiga Lýsingu
![]() |
Lamaður bóndi sviptur sérbúnum vélum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.8.2008 | 08:29
IKEA 60% ódýrara í Bretlandi.
Íslendingar láta okra á sér endalaust. Í fyrra var ég að skoða eldhúsinnréttingar. Ég skoðaði m.a. IKEA og leist nokkuð vel á. Þetta voru kannski ekki flottustu innréttingarnar en ein týpan leit vel út og var ódyrari en allt annað sem í boði var hérlendis. En hvað skyldi svona innrétting hafa kostað í Bretlandi? Jú, nákvæmlega eins innrétting var 60% ódýrari.
Er bara ekki allt í lagi með Íslendinga. Verðlag hér er 60% hærra en í Bretlandi en launin eru sennilega ekki 60% hærri. Svo skoðaði ég líka ítalskar innréttingar. Þar var sama ruglið upp á teningnum. Lítið fyrirtæki í Garðabæ var með þær innréttingar. Eigandinn montaði sig af því að geta boðið ísskapa, eldavélar o.s.fr. með í heildarpakka á mun lægra verði en t.d. Húsasmiðjan og BYKO. En hvað átti mín eldhúsinnrétting að kosta. Jú, svona eina og hálfa milljón til tvær.
Ég sagði bara eins og var að ég tímdi ekki að borga hærra fermetraverð fyrir eldhúsinnréttinguna en fyrir íbúðina. Honum fannst það ekkert skrýtið og við kvöddumst í mestu vinsemd. Þetta var samt algjört djók því til að sýna mér allar þær týpur og útfærslur sem ítalski framleiðandin bauð upp á fékk ég að skoða myndabók með ráðlögðu útsöluverði í Evrum. Þar kostuðu innréttingarnar bara 400-600 þúsund krónur.
Auðvitað kostar eitthvað að flytja þetta dót inn og verðin voru tveggja ára gömul. En það er nákvæmlega engin áhætta af þessum viðskipum. Það er engin lagerkostnaður eða neitt. Bara senda fax og eitt símtal. En svona er græðgin í dag og þetta er ekki versta dæmið.
![]() |
Ikea hækkar verð um fimmtung að meðaltali |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.8.2008 | 19:25
Það er gott að græða.
Það er gott að græða sagði kerlingin í Keflavík. Hvað meinarðu, sagði ég ákveðið. Jú það er gott að græða landið. Grænt land er nefnilega fagurt land. Ég var innilega sammála þeirri gömlu og fékk mér eina kleinu í nesti um leið og ég kvaddi hana.
Sú gamla hefði verið hrifin af Icelandair og þessum riffla flutningum. Þarna var Iceland-air greinilega að hjálpa til við uppgræðslu Georgíu. Sem Íslendingur er ég afskaplega stoltur af þessu framlagi. Jafnvel meira stoltur en fyrir silfurfjársjóðinn sem strákarnir okkar fundu í Kína.
En hvers vegna leyfði Bandaríkjastjórn Georgíumönnum að ráðast á Rússa. Þennan punkt vantar alveg í fréttina. Það er nánast útilokað að Bush og Dick hafi ekki verið með í ráðum. Sendandi vopn og sérfræðinga í hundraða tali til Georgíu.
![]() |
Flutti vopn til Georgíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.8.2008 | 22:04
Búss kennir Pútin
Samkvæmt ýmsum fréttum voru það Bandaríkin og Ísrael sem þjálfuðu Georgíska herinn. Þetta stríð virðist því vera leikþáttur settur saman af Búss forseta og Pútin starfsbróður hans í Rússlandi. Síðan græða Ísraelsk og bandarísk einkafyrirtæki á öllu saman.
Sjá góða grein um Ísraelsku hliðina á þessu máli hér.
![]() |
Bush aðvarar Rússa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.8.2008 | 10:13
Góðar minningar
Sorglegt að horfa upp á eina skemmtilegustu búð bæjarins loka. Ég skal fúslega viðurkenna að hafa sjaldan verslað þarna en þeim mun oftar keyrt framhjá. Fyrir síðustu jól kom ég þarna inn og ætlaði að kaupa spil í jólagjöf handa frænda mínum. Ég var að hugsa um eitthvað strategiskt spil sem nokkrir gætu spilað saman.
Þegar inn var komið sá ég að nýir eigendur höfðu gert nokkrar "endurbætur". Það var búið að gera heiðarlega tilraun til að stækka minnstu búð bæjarins. Ég hugsaði með mér að þetta væri kannski ekki svo vitlaus hugmynd. En útfærslan var afar slök. Í staðin fyrir að halda í hefðina og láta fjölbreytt vöruúrvalið njóta sína þá höfðu nýju eigendurnir breytt búðinni í búð sem selur allar gerðir af nákvæmlega eins púslum frá sama framleiðanda. Síðan var búið að losa sig við allt safnaradótið og henda öllum spilum fyrir eldri en 4-6 ára í ruslið.
Ég man eftir viðtali við Magna fyrir nokkrum árum í útvarpinu. Þar sagði hann frá skemmtilegum uppákomum og hvernig hann skipti um voruúrval eftir árstíðum. Fyrir jól voru spil og jólagjafir í fyrirrúmi. Á haustin og eftir jól, frímerki eða safnaradót og yfir sumarið allskonar minjadót fyrir túrhesta. Það fylgdi líka með í frásögninni hvað mikill tími fór í þetta.
Nýju eigendurnir hafa sennilega haldið að þau þyrftu ekki að hafa neitt fyrir þessu. Taka bara smá bankalán á okurvöxtum og breyta búðinni í eina hilluröð af púslum eins og maður sér í Hagkaup. Þvílík mistök og skemmdarverk. Ólafi F. borgarstjóra hefði verið nær að friða þessa búð og Magna kaupmann heldur einhver hræðilega ljót hús sem allir vilja rífa.
Það sem gerði þessa búð ómissandi var vöruúrvalið og smæðin ásamt Magna og frú. Hvort nýju eigendurnir fóru hausinn eða vildu bara hafa meiri tíma til að púsla heima hjá sér veit ég ekki. En besta jólaminningin mín er einmitt tengd þessari búð. Við bræðurnir fórum í bæinn á Þorláksmessu og keyptum okkur Axis and Allies spilið. Síðan var spilað öll jólin til klukkan fjögur á nóttinni.
Eftir smá stund inni þessari nýju Magnabúð hrökklaðist ég út með fangið tómt og enga jólagjöf handa frænda mínum. Síðan sagði ég öllum sem ég hitti hversu illa mér litist á þessa búð. Þannig að kannski er þetta mér að kenna!
![]() |
Magni hættir verslunarrekstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.7.2008 | 20:11
Obama er hræðilegur
Meira djókið að Obama verði eitthvað skárri en Bush og félagar. Hann mun fylgja sömu stefnu og Bush. Berjast gegn "hryðjuverkum" og sprengja fjarlægar þjóðir til hlýðni. Fólk sem heldur að það ríki lýðræði og frelsi í landi hinna frjálsu er sennilega dópistar eða sofandi húsmæður í Vesturbænum. Það flokkast ekki undir lýðræði þegar bara tveir flokkar fá að bjóða sig fram í kosningum. Lýðræði og rússneskar kosningar eru ekki það sama. Lýðræði og bandarískar kosningar eru ekki það sama. Á sama tíma og fjölmiðlar í Evrópu og USA hneykslast á framkomu rússneskra stjórnvalda við Garrí Kasparov er ekkert minnst á ólýðræðislegt fyrirkomulag kosninga í Bandaríkjunum og víða í Evrópu þ.m.t. Íslandi.
![]() |
Mun berjast gegn hryðjuverkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.7.2008 | 08:55
Reva rafmagnsbílar.
Ég gerði mig líklegan til að spyrja yfirperlukafarann, Braga Þór, um ágæti þessara rafmagnsbíla sem hann er að flytja inn. Þó fátt sé um svör ennþá og ekkert um spurningar þá hef ég komist að eftirfarandi. Miðað við 300 km asktur á mánuði er ódyrara að keyra um á Lexus LS430 sem er 8 cyl, 290 hestafla stór smábíll. Sem sagt allt tal um ódýrari rekstur á rafmagnsbílum er tóm steypa. Reyndar ef þú keyrir 100.000 km á ári þá dæmið allt öðruvísi en ég efa að þessir Reva bílar dugi svo lengi.
Það er ódýrara að keyra og borga bensín á dýran lúxusbíl frá Japan en ódýrt "bílahjól" frá Indlandi. Það er varla hægt að kalla þennan Reva bíl, bíl. Svo er verðið algjör steypa. 2.500.000 krónur með öllu sem er ekki ódýrt né heillandi verð fyrir fátækar námsmeyjar í Vesturbænum. Jón Ásgeir mundi ekki einu sinni tíma þessu.
![]() |
Minnkandi bensínsala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.7.2008 | 20:18
Það er ljótt að stela!
Það er ljótt að stela sleikjó af smábarni en voða fínt að stela auðævum heillar þjóðar. Rússneski auðjöfurinn sem ætlar að heiðra Ísland með nærveru sinni hefur viðurkennt að hafa mútað mönnum til að komast yfir auð Rússlands á sínum tíma. Hann hefur að eigin sögn þurft að múta og borga álíka innréttuðum mönnum fleiri milljarða. Allt til að fá Sovésk ríkisfyrirtæki á slikk í stjórnartíð Boris Jeltsínar.
Ef einhver heldur að þessi kappi hafi bara verið svona duglegur og kunnað á reiknivél. Skora ég á viðkomandi að útskýra mál sitt.
![]() |
Abramovítsj í heimsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
kruttina
-
axelthor
-
duddi-bondi
-
baldvinj
-
bene
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
bleikaeldingin
-
gattin
-
baenamaer
-
brandarar
-
dora61
-
ellyarmanns
-
ea
-
folkerfifl
-
fridjon
-
fridaeyland
-
killjoker
-
gislihjalmar
-
gudni-is
-
vglilja
-
gummisteingrims
-
muggi69
-
gudnym
-
gullvagninn
-
maeglika
-
haukurn
-
heidathord
-
heimssyn
-
gorgeir
-
hordurj
-
hrafnathing
-
isleifure
-
jensgud
-
jonnnnni
-
enoch
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
hugsadu
-
katrinsnaeholm
-
karisol
-
krist
-
kristinhrefna
-
kjoneden
-
minkurinn
-
vonin
-
maggib
-
maggaelin
-
vistarband
-
marinogn
-
omarragnarsson
-
huldumenn
-
palmig
-
fullvalda
-
seinars
-
sigmarg
-
siggisig
-
sigurjonn
-
sms
-
soley
-
steingerdur
-
tomasha
-
tommi
-
vefritid
-
vertu
-
vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar