Ísland fyrir Íslendinga.

Ég er ekki kynþáttahatari heldur þvert á móti fylgjandi innfluttningi á Íslendingum made in China, Vietnam, USA og öðrum löndum.  Mín sýn á landið mitt og samborgara mótast af umburðarlyndi, umhyggju og frelsi til orða og athafna.  En ég vil búa í landi þar sem fólk skilur hvort annað og þess vegna verða innflytjendur að læra íslensku.

Án tungumáls eru þeir dæmdir í láglaunastörf og til lakari lífskjara.  Hér er auðvitað frekja mín að ná hámarki.  Gera bara kröfur til innflytjenda en ekki t.d. stjórnmálamanna eða þeirra sem koma fram í fjölmiðlum reglulega til að tjá sig.  Þeir verða auðvitað að tala skiljanlegt mannamál.  Hvað þýðir á íslensku að "efnahagsáætlun stjórnvalda sé í uppnámi".  Skilur þú það.  En hvað með orðin "stöðugleikasáttmáli" , eða "velferðarbrú".

Getur verið að sjónvarpsfólkið noti vísvitandi orð sem ekki nokkur skilur.  Er tilgangurinn að bulla og blekkja sófafólkið.  Hin sofandi almenning sem hlustar á fallegu orðin í sjónvarpinu en er engu nær.  Skilur hreinlega ekki um hvað er verið að ræða.  Kannski er þetta allt misskilningur hjá mér og ég er innflytjandinn sem kann ekki tungumálið.  Ekkert skilur og dæmdur til fátæktar um aldur og ævi.

Áramót 2009

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband