Færsluflokkur: Bloggar
5.10.2009 | 19:35
Norræn velferðarstjórn með ESB ívafi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2009 | 21:59
Ungir jafnaðarmenn ljúga!
Unga fólkið í Samfylkingunni lofar hvort öðru bættum lífskjörum ef þjóðin gengur í ESB. Vel launaðir starfsmenn sambandsins hvísla þessu rugli í eyru óharðnaðra unglinga. En staðreyndin er einfaldlega að ESB með sitt þunglamalega embættismannakerfi virkar sem dragbítur á framfarir. Nú er búið að klára úr nammipokanum og ef Ísland gengur í ESB þurfum við að borga með okkur tugi milljarða á hverju einasta ári. Hvernig það bætir lífskjör og lækkar matarverð er venjulegu fólki óskiljanlegt.
Annað dæmi um lygar UJ eru einhver mannréttindaákvæði sem ESB heldur víst á lofti í samskiptum sínum við fátæk Afríkuríki. En við nánari skoðun getur ESB fellt þau úr gildi á ófriðartímum og ef hryðjuverk verða framin í aðildarlandi. Þá má skjóta og drepa mótmælendur ef þeir haga sér ekki samkvæmt vilja stjórnvalda í hverju landi fyrir sig. Með nýjum Lissbon sáttmála er dauðarefsing lögleidd í ESB þrátt fyrir gefin loforð um annað.
![]() |
Aukinn þrýstingur á Tékklandsforseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2009 | 11:21
Rússahatari kemst til valda!
Samkvæmt því sem kom fram á fyrirlestri Webster Tarpley er tímabil 9.11 búið. Í staðin fáum við eitthvað miklu verra og hættulegra. Neo-connarnir í Bush ríkisstjórninni voru með Ísrael á heilanum. Þeirra heimur var Ísrael og löndin í kring. Í augum Obama eða réttara sagt læriföður hans, Zbigniew Kazimierz Brzezinski, er allur heimurinn undir og Rússland alveg sérstaklega. Brzezinski hatar nefnilega Rússland og Pútín.
Nýlega sagði Brzezinski að ef Ísrael reyndi að ráðast á Íran ættu Bandaríkin að skjóta flaugar þeirra niður. Hann vill nota Íran gegn Rússlandi og árás á Íran græfi undan því plani hjá honum. Hann er líka að reyna að splundra Pakistan í sömu erindagjörðum og gera Kínverjum grikk. Því þeir þurfa Olíu og leiðsla í gegnum Pakistan leysti þeirra vandamál að miklu leyti.
Tarpley gerði því líka í skóna að Georgía yrði fljótlega komin í Nató. Það þýddi bara eitt ef Sakasvili réðist aftur á Rússana. Ísland væri orðin aðili að stríði gegn Rússlandi og mögulega upphafið af WWIII. Þannig í staðin fyrir styrjöld í Mið-Austurlöndum fengjum við stríð við Rússana. En þessi Brzezinski mun vera á móti beinni þátttöku USA í stríðum við andstæðinga sína. Hann notar frekar aðrar þjóðir til þess.
Hann er t.d. maðurinn sem bjó til Talibanana og segist hafa komið Sovétríkjunum fyrir kattarnef með nánast engum tilkostnaði. Hann skipulagði líka fall keisarans í Íran og kom Kohmeini til valda. Hér er því kominn maður sem stærri og kannski hættulegri hugmyndir en rúmuðust inn í kollinum á Bush og félögum.
![]() |
Eftirlitsmenn SÞ til Írans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2009 | 23:26
Svín í ESB drullu.
Svo virðist sem unga fólkið í stjórnmálaflokkunum sé eins og svín í drullu. Elski ekkert meira en að velta sér upp úr henni og sjá ekki skítinn á eigin rassgati. Anna Pála Sverrisdóttir er ágætt dæmi því hún heldur að ESB sé lausn á vandamálum. En hvað segja Ungir jafnaðarmenn um kosti aðildar Íslands. (Tekið úr bæklingi UJ)
- Ferðafrelsi.
- Opið land.
- Alþjóðasamstarf.
- Mannréttindi.
- Miklu lægra matarverð.
- Lýðræði hins daglega lífs.
- Auðlindir þjóðarinnar komist aftur í eigu þjóðarinnar.
Ekki spyrja mig hvernig ESB eykur lýðræði, ferðafrelsi, lægra matarverð og tryggir eignarhald ríkisins á t.d. óveiddum fiski í sjónum. Svör óskast!
![]() |
Kreppan eins og prump í eilífðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.10.2009 | 21:54
Dollarinn hrynur samkvæmt sérfræðingum.
Ráðgjafar Obama í efnahagsmálum eru höfundar vandræðanna. Almenningi er lofað lausn og betri tíð með blóm í haga. Sjáið alla grænu sprotana sem teygja sig í átt til himins. Kreppan klárast á seinni hluta ársins 2010 sagði nýi íslenski seðlabankastjórinn. Hann var náttúrlega að enduróma bandaríska starfsbróður sinn. En hvar eru þessir nýju grænu sprotar.
Heimsviðskipti hafa dregist saman um 30%. Þúsundir flutningaskipa liggja undan ströndu Singapore og bíða eftir grænu sprotunum. 50-70% allra fyrirtækja eiga það á hættu að verða gjaldþrota á næstu tveimur árum. Skriðan er byrjuð en hvað gerir ríkisstjórn Obama. Réttir hún t.d. Californiu, áttunda stærsta hagkerfi heims, hjálparhönd. Aðstoðar hún bílaiðnaðinn eða lítil og meðalstór framleiðslufyrirtæki. Svar er eitt stórt NEI. Stjórn Obama dælir fjármunum í banka enda ekki skrítið þegar ráðgjafalisti Obama er skoðaður.
Larry Summers er nú helsti ráðgjafa forsetan í efnahagsmálum. Hann var forseti Harvard og tapaði 1/3 af fjármunum skólans í áhættusömum afleiðuviðskiptum. Hann er líka höfundur orðanna "I've always thought that under-populated countries in Africa are vastly underpolluted." Timothy Geithner er annar bankamaðurinn sem forsetinn réð til að "bjarga" málunum. Timothy var bankastjóri Seðlabanka New York. Sá til þess að Lehman bankanum var ekki bjargað. Til þeirra atburða rekja margir fall íslenska bankakerfisins. Hann sveik líka undan skatti sem virðist hafa gert útslagið um ráðningu hans.
En hvers vegna telja margir að dollarinn hrynji. Ástæðan er einföld, afleiður. Ráðgjafar Obama vinna í raun fyrir fjármálastofnanir á Wall Street en ekki kjósendur. Þessar stofnanir sitja á heilu fjöllunum af fjármálagjörningum sem Obama ætlar að borga með skattpeningum. Prenta peninga handa vinum sínum sem fellir dollarann og koma almenningi á vonarvol í leiðinni. Íslenska leiðinn sinnum hundrað eða hvað?
![]() |
Sterkan dollara og sveigjanlegt júan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.10.2009 | 00:09
Prump og pappír.
Fyrir hrunið vildu ráðamenn gera Ísland að einhverskonar Liechtenstein/Tortólu norðursins. Hagkerfið átti að snúast um bankaprump og seðlaprentun. Verðmætin voru í loftinu eins og ráðherrann sagði eitt sinn sofandi við konuna sína. Næsta þriðjudag á ríkisstjórnarfundi var samþykkt að búa til verðmæti úr engu. Ef við trúum því nógu heitt þá verðum við bara rík var skráð í fundargerðarbók Stjórnarráðsins. Davíð, Geir og Halldór hoppuðu hæð sína á þverveginn og lofuðu þá snilli sem kom fram í draumnum.
![]() |
Fundað með stjórnarandstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2009 | 09:02
Hverjir stjórna ESB í raun?
Margir héldu að ESB væri samstarfsvettvangur sjálfstæðra þjóða og framlag Íslands yrði gáfaðir enskumælandi embættismenn. En nei, Bretarnir vilja okkur ekki, Hollendingarnir vilja okkur ekki, Svíarnir vilja okkur ekki, engin vill okkur! Við höfum nefnilega ekkert fram að færa sem sjálfstæð þjóð.
En ef við komum skríðandi, hálfdauð og með buxurnar á hælunum eru allir tilbúnir að skera okkur í smá bita og skipta á milli sín. Sjálfstæð og vel girt þjóð er vandamál fyrir framkvæmdastjórnina. Vandamál sem þarf að leysa!
![]() |
Þá eruð þið bara vandamál fyrir framkvæmdastjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.9.2009 | 18:01
Beinn kostnaður við aðild yfir 300 milljarðar!!
Samkvæmt samanburðarrannsóknum gætu Íslendingar þurft að greiða yfir 300 milljarða á sex ára tímabili í sjóði ESB. Það gera yfir 180.000 krónur á hvert einasta mannsbarn árlega. Sjá nánar hér.
![]() |
Spurningalisti ESB ekki þýddur á íslensku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2009 | 10:07
Mannúðarstarf?

![]() |
Æfing sprengjusérfræðinga á gamla varnarsvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
kruttina
-
axelthor
-
duddi-bondi
-
baldvinj
-
bene
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
bleikaeldingin
-
gattin
-
baenamaer
-
brandarar
-
dora61
-
ellyarmanns
-
ea
-
folkerfifl
-
fridjon
-
fridaeyland
-
killjoker
-
gislihjalmar
-
gudni-is
-
vglilja
-
gummisteingrims
-
muggi69
-
gudnym
-
gullvagninn
-
maeglika
-
haukurn
-
heidathord
-
heimssyn
-
gorgeir
-
hordurj
-
hrafnathing
-
isleifure
-
jensgud
-
jonnnnni
-
enoch
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
hugsadu
-
katrinsnaeholm
-
karisol
-
krist
-
kristinhrefna
-
kjoneden
-
minkurinn
-
vonin
-
maggib
-
maggaelin
-
vistarband
-
marinogn
-
omarragnarsson
-
huldumenn
-
palmig
-
fullvalda
-
seinars
-
sigmarg
-
siggisig
-
sigurjonn
-
sms
-
soley
-
steingerdur
-
tomasha
-
tommi
-
vefritid
-
vertu
-
vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar