Færsluflokkur: Evrópumál

Framtíðarsýn sjáanda 2010

Gerald Celente hefur verið óþreytandi að greina stefnur og strauma síðan 1980.  En það ár stofnaði hann The Trends Research Institute sem gefur út ársfjórðungslega tímaritið The Trends Journal.  Í nýjasta hefti blaðsins greinir Gerald eftirfarandi stefnur fyrir árið 2010.

Algjört hrun efnahagskerfisins.

Hér er verið að spá fyrir hruni efnahagskerfis Bandaríkjanna.  Gerald spáði að þetta myndi gerast á árinu 2009 en ótrúlegur fjáraustur ríkisins í botnlausa hít Wall Street (lesist bankaeigendur) frestaði algjöru hruni um eitt ár eða svo.  Allt tal um græna sprota og batnandi markaði er bara sjónvarpstal í la la landi.

Hryðjuverk.

Gerald lofar hryðjuverkum og bendir á "lone wolf, self-radicalized gunmen" máli sínu til stuðnings.  Áralangt stríð í Írak, Afganistan og nú Pakistan hafi magnað upp hatur á árásarþjóðunum upp í slíkar hæðir að hefnd og hryðjuverk séu óumflýjanleg.

Þú ert ekki velkominn hér.

Á árinu 2010 munum við sjá nýjar pólítískar hreyfingar í USA og Evrópu sem eru á móti innflytjendum.  Í Evrópu verður það óttinn við múslima en í Bandaríkjunum fá aumingja Mexíkanarnir að kenna á því.

Fallegir hlutir sem ekki kosta mikið.

Á sama tíma og aðgengi fólks að peningum minnkar fæðist ein áhrifamesta stefna næstu ára.  Stefna sem Gerald kallar "Elegance".  Hún byrjar í tískuheiminum og teygir sig víða eftir það.  Hér á Íslandi er hægt að benda á lopapeysuæðið sem part af þessu.  Fólk framleiðir föt og fallega hluti sem það selur hvort öðru á lægra verði en hlutir eftir fræga hönnuði kosta.

Í undanförnum blöðum hefur Gerald spáð fyrir skattaóeirðum, matarskorti á heimilum og hærri glæpatíðni.  Ekki hefur hann breytt um skoðun og í þessu tölublaði talar hann um fólk sem vaknar upp af værum blundi án peninga og atvinnulaust.  Allir þeir sem trúðu á kerfið en gera það ekki lengur reyna að bjarga sér svo þeir þurfi ekki að sofa á götunni.  Fólk finnur leiðir til að spila á kerfið.

Herra Celente hefur ekki neina yfirnáttúrulega hæfileika til að sjá fyrir strauma og stefnur.  Hann segist notast við fjölmiðla og ýmsar aðrar leiðir til að spá í framtíðina.  Hann sá fyrir hrunið á Wall Street árið 1987, fall Sovétríkjanna,  fjármálakreppuna 1997 í Asíu, svínaflensuna og nú síðast bankahrunið 2008.  Í nánustu framtíð sér hann uppgang fasima í USA, mataróeirðir og skattauppreisnir ásamt WWIII.  Nú er bara að hlakka til og bíða.

 

 

 

 


Alveg skelfileg þróun.

Það er tóm vitleysa að framleiða svona bíla á Íslandi.  Vinnulaun eru há, það þarf að flytja öll hráefni inn og síðan er orka af skornum skammti.  Ef velja þarf á milli álvera eða bílaframleiðslu hljóta allir að sjá hvílík heimska bílarnir eru.  Meira ál og minna kál, takk fyrir!
mbl.is Indverskir rafbílar hugsanlega settir saman hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhverjar blaðsíður vantar í fjármálaráðherrann.

Í viðtali við mbl.is viðurkenndi íslenski fjármálaráðherrann að það vanti nokkrar blaðsíður í hann.  Þegar gengið var á ráðherrann neitaði hann þeim orðrómi að það væru líka lausar skrúfur í honum.  Hann bað þjóðina lengi að lifa því hún væri langlíf og íslenska vatnið væri einnig hollt og gott.
mbl.is Ekki öll gögn komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband