Færsluflokkur: Vefurinn
29.4.2008 | 22:09
Dagbókin mánudagur, 28.4.2008
Vaknaði snemma til að senda Birni Bjarnasyni tölvupóst. "Helvítis dóninn þinn og drullusokkur. Megi hundrað pestir drepa þig og alla þína fjölskyldu." Þegar hér var komið sögu og fúkyrðaflaumurinn rétt að byrja hringdi síminn. Eftir stutt samtal hélt ég áfram og sá að þetta var alltof dónaleg byrjun á afmælisboðskorti mínu. Ég breyttu þessu í eftirfarandi. "Kæri Björn, þér er hér með boðið í afmælisveislu mína. Mamma er búin að baka fjórar stórar kökur og eina litla. Mér þætti vænt um að þú og konan gætu komið. Afmælisgjafir vinsamlegast afþakkaðar en ef þú endilega vilt máttu gefa upphæð að eigin vali í söfnunarsjóð langveikra barna."
Svo sendi ég bréfið með því að ýta á ENTIR. Var mættur í vinnuna korter fyrir átta. Verkefni dagsins leystust fljótt og vel. Nýi strákurinn frá Slóvakíu lofar góðu en þar sem hann talar hvorki íslensku né ensku gengu samskiptin brösulega. Ég lék fyrir hann allt sem skipti máli og hann svaraði YES, Yes. Þegar heim var komið fór ég rakleiðis í tölvuna. Björn hafði svarað boðsbréfi mínu. "Ég veit ekki afhverju þú ert að senda mér boðskort í afmælisveislu þína. Mér vitanlega höfum við aldrei hist né þekkjumst nokkuð. Ég verð að afþakka þetta boð og vona að veislan þín bíði ekki stórskaða fyrir vikið. "
Mér leið illa yfir höfnun Bjössa. Ég var búinn að gera mér miklar vonir um að hann kæmi og héldi uppi stuðinu. En hann hlaut að hafa öðrum hnöppum að hneppa. Leit svo á www.bjorn.is og sá þá nokkur bréf sem hann hafði líka fengið. Bréfin voru mjög dónaleg og ekkert sérstaklega vel skrifuð. Eitt bréfið hljóðaði svona:
Þú sem dómsmálaráðherra berð ótakmarkaða 'ABYRGÐ á lögregluaðgerum á suðurlandsvegi um klukkan 11 í morgun sjáðu sóma þinn i því að reka þessa lögreglumenn sem gáfu skipun um þessar aðgerðir.
EINIG SKALT ÞÚ SEGJA AF ÞÉR EMBÆTTI NÚ ÞEGAR!!!
Hilmar Bjarnason 050459-2179
Ég bara átti ekki til orð yfir þessu bréfi. Ef maðurinn heldur að Björn vilji frekar segja af sér en koma í afmælið mitt er hann greinilega ekki alveg í lagi.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2007 | 20:39
Núna fer þetta að koma.
Jæja kominn yfir 500 heimsókna múrinn. Þetta gengur bara býsna vel hjá mér. Ég þarf aðeins að fá 99.500 heimsóknir í viðbót til að ná takmarki mínu. Lauslega áætlað ætti 100.000 gesturinn að heimsækja síðuna 19. janúar 2011.
Ég talaði við litla frænda minn, hann gerði bara grín að þessu framtaki og sagðist vera búinn að fá mörg þúsund heimsóknir og hann væri sko bara sjö.
Kannski verð ég að endurskoða efnistök síðunnar. Setja inn fleiri myndir og djúsí linka. Skapa minn eigin stíl sem hittir í mark. Það virðist samt best að vera frægur og koma fram reglulega í sjónvarpi allra landsmanna.
Eureka! Breyti þessari síðu í hjálpartæki fyrir bloggfíkla sem vilja hætta. Já há þetta er alveg pottþétt hugmynd.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- agny
- malacai
- kruttina
- axelthor
- duddi-bondi
- baldvinj
- bene
- kaffi
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- gattin
- baenamaer
- brandarar
- dora61
- ellyarmanns
- ea
- folkerfifl
- fridjon
- fridaeyland
- killjoker
- gislihjalmar
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- muggi69
- gudnym
- gullvagninn
- maeglika
- haukurn
- heidathord
- heimssyn
- gorgeir
- hordurj
- hrafnathing
- isleifure
- jensgud
- jonnnnni
- enoch
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- karisol
- krist
- kristinhrefna
- kjoneden
- minkurinn
- vonin
- maggib
- maggaelin
- vistarband
- marinogn
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- fullvalda
- seinars
- sigmarg
- siggisig
- sigurjonn
- sms
- soley
- steingerdur
- tomasha
- tommi
- vefritid
- vertu
- vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 121987
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar