Færsluflokkur: Menning og listir
7.2.2009 | 05:04
Leifur töfratyppi
Gamli maðurinn þokaðist hægt niður heimkeyrsluna til að taka á móti nýju eiginkonunni frá fjarlæga landinu. Hún var dökk yfirlitum og alls ekki ólík myndinni sem hún hafði sent honum fyrir stuttu. Nefið var eins og flöt pönnukaka með smá vörtu. Það var eins og guðirnir hefðu gefið því epískt yfirbragð svo að engin gleymdi andlitinu á Adoru Svitak. Í fyrndinni fyrir svo óralöngu hafði Adora Svitak verið barnastjarna og látið ljóst sitt skína en ekki í dag.
Bærinn hjá Leifi en svo hét gamli maðurinn var ekki fögur bygging. Kannski hafði þetta einhverntíma verið reisulegur bær en sú tíð er löngu liðin. Leifur var bóndi af gamla skólanum. Til að halda á sér hita í mesta skammdeginu hafði hann átta rollur í betri stofunni. Þar fengu þær að jappla á sínu heyi í friði fyrir hinum rollunum sem Leifur geymdi í útihúsinu. Þessar átta rollur voru hans ær og kýr ef svo má segja. Ekki það að þetta væri neinar kýr eða afbrigðilegar rollur heldur þótti Leifi óskaplega vænt um þær.
Á sunnudögum voru bakaðar pönnukökur með öllu tilheyrandi. Eitt af því sem Leifi líkaði hvað best við sveitina var hversu stutt var í allt sem skipti máli. Eggin fékk hann úr hænunum sem áttu heima í eldhúsinu undir vaskinum. Mjólkina úr Báru belju sem hafði eignað sér baðherbergið. Sú staðsetning skapaði ákveðin vandamál fyrir Leif. Hann var nefnilega hættur að baða sig nema fyrir brúðkaup og jarðarfarir í sveitinni.
28.4.2008 | 21:04
Ég elska þig Sóley.
Þegar ég mætti þér á leiðinni í Bónus og þú brostir ögn asnalega þó ekki til mín. Það var þá sem ást kviknaði í brjóstum mínum. Enda hafa allar kökurnar hlaðið nokkrum aukakílóum utan á mig. En þú horfðir fram hjá því öllu. Þú sást bara það sem þú vildir sjá. Það var eins og þú horfðir inni í mig og sæir hvaða mann ég hef raunverulega að geyma. Ekki þennan sem vill keyra yfir gamalmenni og mála bæinn bláan. Heldur litla sæta strákinn sem vill öllum vel og gefur fátæku fólki peninga.
Þú varst í grárri kápu sem passaði einstaklega vel við hárgreiðsluna. Baugarnir undir augunum minntu á undirskálar ef hreinlega ekki morgunverðarskálar með smá leifum af cocopuffs og mjólk. Án þeirra værir þú eins og Gísli Marteinn, bara í kjól og með sítt hár. Ég hætti að hugsa og hjartað tók kipp. Eitt slag, tvö slög og þrjú slög. Það var að líða yfir mig. Ég datt í götuna og þú labbaðir framhjá án þess að líta við. Fólk öskraði; Guð minn góður,hann er dáinn. En þú hélst þínu striki, hertir örlítið á þér til að komast á fund.
Þú hafðir opnað hjarta mitt og vissir að ekkert mundi stoppa það. Ekki einu sinni kosningaósigur né skemmdir rúlluskautar með gati. Sjálfsöryggið geislaði af þér þegar sjúkrabíllinn keyrði fram hjá. Þú varst búin að gleyma okkar stuttu kynnum. Inn um vinstra eyrað og út um það hægra eða er það kannski öfugt hjá fólki sem er vinstrisinnað. Ég sakna þín Sóley og mun aldrei gleyma okkar stuttu kynnum.
Sóley: Borgarstjóri afhjúpar skilningsleysi sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt 29.4.2008 kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.9.2007 | 08:37
Umræðan um Evru á villigötum.
Nú keppast bankarnir og áhugamenn um skriffinskuna í Brussel að sanfæra almenning um að evran sé málið. Ekki vantar lætin en menn passa sig á að bara tala um jákvæðu þættina. Margir júrusinnar halda því fram og halda kannski sjálfir að verð á matvöru lækki við upptöku júru. Hvaða rök eru fyrir þessu? Hjá Ítölum hækkaði allt verðlag og matur líka við upptöku evrunnar. Hér eru evróvísionsinnar komnir í hrópandi mótsögn við sjálfa sig. Verðhækkun er slæm en ekki góð fyrir mig og þig.
Björgvin G. virðist gera lítið með þau rök að sjálfstæður íslenskur seðlabanki sé nauðsynlegur til að hafa hemil á íslenskum hagsveiflum. Verðbólga og atvinnuleysi sé best ef það er komið frá meginlandi Evrópu og það helst mikið af því. Það vantar líka alveg hjá vinum júrunnar að viðskipti Íslands fara fram í pundum, yenum og dollurum ekkert síður en evrunni. Hvaða gengisflökt er þá verið að koma í veg fyrir?
Einu rökin sem halda vatni eru að bankarnir og stórfyrirtæki þurfa ekki að umreikna evrur í krónur við gerð efnahagsreikninga. Það er nú allt og sumt.
Beinn ávinningur 70 milljarðar á ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- agny
- malacai
- kruttina
- axelthor
- duddi-bondi
- baldvinj
- bene
- kaffi
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- gattin
- baenamaer
- brandarar
- dora61
- ellyarmanns
- ea
- folkerfifl
- fridjon
- fridaeyland
- killjoker
- gislihjalmar
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- muggi69
- gudnym
- gullvagninn
- maeglika
- haukurn
- heidathord
- heimssyn
- gorgeir
- hordurj
- hrafnathing
- isleifure
- jensgud
- jonnnnni
- enoch
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- karisol
- krist
- kristinhrefna
- kjoneden
- minkurinn
- vonin
- maggib
- maggaelin
- vistarband
- marinogn
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- fullvalda
- seinars
- sigmarg
- siggisig
- sigurjonn
- sms
- soley
- steingerdur
- tomasha
- tommi
- vefritid
- vertu
- vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar