Færsluflokkur: Íþróttir

KR Survival

Haft var samband við mig fyrir nokkrum vikum og ég beðinn um að framleiða sjónvarpsþætti í anda Survival seríunnar.  Efni þáttana skyldi vera leitin að næsta þjálfara KR.  Eins og gefur að skilja mátti ég ekki upplýsa efni samtalsins en með ráðningu Loga Ólafssonar í dag er get ég upplýst um efni þáttanna.

Undirbúningur seríunnar er vel á veg kominn og margir góðir menn og konur standa að þessari framleiðslu.  í fyrsta þætti verða kynntir sjö einstaklingar sem gera tilkall til þess að verða ráðnir þjálfari knattspyrnuliðs KR á næsta leiktímabili.  Um er að ræða marga frægustu róna bæjarins og var sett sem skilyrði fyrir þátttöku lágmark 20 ár á götunni og 2 ára vist á Litla-Hrauni, þó ekki samfelld.

Lalli hefur gefið grænt ljós á þáttöku sína ásamt Sigga sæta og Dodda dropa.  Árni Johnsen kemur líka til greina sem einn af þessum sjö en samningaviðræður ganga ákaflega illa.  Hugmyndin að þessari þáttaröð kviknaði þegar einhver sagði við mig að hver sem er gæti þjálfað KR með sama árangri og Teitur.  Ég var ekki sammála og sagði að flestir gætu gert betur og fyrir lægri laun.  

Sökum tengsla minna við stjórn KR frétti einhver af þessari hugmynd minni sem síðan skilaði sér í umræddu símtali.  Allir rónarnir fá að stýra KR likinu í eina umferð og þeir sem standa  sig verst hellast úr lestinni eða ætti ég að segja flöskunni.  Í lokinn stendur einn eftir sem sigurvegari og fær hann að launum fimm ára þjálfunar samning ásamt mat og hreinum fötum.

Til að halda spennunni í hámarki verður ekki gefið upp hvort Logi Ólafsson sé einn af þessum sjö.

 

  roni

 

 

 


mbl.is Teitur rekinn - Logi stjórnar KR út leiktíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tiger klikkaði.

Tiger Woods átti alla möguleika á að vinna Masterinn í ár en guðirnir voru honum erfiðir.  Zach Johnson var duglegri að biðja til guðs en Tiger og því fór sem fór.tiger  Svo er möguleiki að Tiger hafi saknað sænsku eiginkonunnar sinnar.

Annars er Tiger þekkur fyrir að vera spar á peninga.  Ein sagan segir að á veitingastað nokkrum hafi Tiger tippsað þjóninn 5 dollara en munað síðan að hann var búinn að tippsa hann áður.  Tiger náði í peninginn til baka og stakk í veskið sitt.


mbl.is Zach Johnson sigraði á Mastersmótinu í golfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband