Færsluflokkur: Kvikmyndir

Tom Krús er einn af betri leikurum samtímans.

Ég hef alltaf haldið mikið upp á Tom Cruise síðan hann birtist okkur á hvíta tjaldinu í kvikmyndinnilestat Legend.  Cocktail var full blaut fyrir minn smekk en sem betur fer hef ég lært að meta vín og brennivín síðan þá.  Tommi sýndi síðan algjöra meistaratakta í eðalræmunni Top Gun.  Sú ræmi kom honum á kortið sem alvöru ástarpung með flott karmellubros.  Í þessari alveg meiriháttar frábæru eðalmynd um flugkappa sem bjargar heiminum sýnir Tómas hvað hann er fjölhæfur leikari.  Hann túlkar flugkappann bæði sem mikinn ofurhuga sem getur allt og líka ofurviðkvæman strákpjakk sem vill bara sjúga brjóstin á mömmu sinni.  En þar sem mamma er ekki á svæðinu nær hann sér í aðeins minni brjóst sem gera samt sama gagnið.

Í ræmunni Rain Man frá árinu 1988 sýnir Tómas enn og aftur hvað hann kann.  Þar leikur hann lítinn mann sem finnur ennþá minni mann sem hefur óvenjulega hæfileika.  Þeir halda síðan á vit ævintýra í svallborginni Las Vegas en á leiðinni þangað gerist margt skemmtilegt sem reynir á þolrif Tomma litla.  Ég hélt reyndar alltaf að Tom Cruise væri sá þroskahefti og Dustin Hoffman þessi venjulegi.  Bara smá misskilningur sem var nýlega leiðréttur þegar ég sá myndina aftur.  En þetta sýnir vel hvað Tómas er alveg magnaður leikari og maður veit aldrei í hvorum rassvasanum maður hefur hann.

rain manTalandi um rassa en þá hafa þær raddir heyrst frá Hollywood að Tommi sé hommi.  Ekki veit ég hvað er satt í því en í næstu ræmu lék Tommi mann sem hafði misst tillann í stríðinu í Víetnam.  Lamaður fyrir neðan mitti og í hjólastól eða skríðandi á gólfinu sýnir Tómas hvað lífið getur verið ömurlegt.  Hermaður sem búinn er að gera sitt gagn og allir hata.  Skyldi nokkurn tíma verða gerð svona mynd um stríðið í Írak?

Næsta mynd sem ég man eftir er sú guðdómlega ræma, Viðtal við vampíru.  En þar leikur Krúsi gamla vampíru sem fær sér samferðafélaga í formi Brad Pitts.  Þeir ferðast um heiminn og drekka blóð af bestu lyst.  Persónu Brad Pitts gengur eitthvað illa að aðlagast þessu nýja lífi þannig að hann lætur duga að sjúga blóð úr rottum en Tommi drekkur sitt mannablóð.  Margir vildu meina að þessi mynd væri laumuþrillir um ástarsamband tveggja homma og benda á atriðið þar sem Tommi sýgur blóð úr hálsi Brad Pitts.  Ég verð bara að vera algjörlega ósammála.  Það væri miklu hommalegra ef Tommi biti Brad í rassinn eða klofið.

Árið 2002 leikur Tómas í myndinni Minority Report á móti Max von Sydow.  Hvað sem stærðarhlutföllum milli þessara tveggja leikara líður þá stóð Tom Cruise upp úr fjöldanum.  Bar höfuð og herðar yfir aðra leikara í þessari mynd.  Max von Sydow er ekki óvanur að láta minni menn stela senunni af sér.  Silvester Stallone gerði gott betur í ræmunni Judge Dredd.  Þó Tommi nái aldrei þeim hæðum sem Stallone hefur náð í leik sínum þá kemst hann nokkuð nálægt því í þessari mynd.  Minority Report segir frá því þegar ríkisvaldið veit hvað þegnarnir hugsa áður en þeir sjálfir vita það.  Síðan er það hlutverk manna eins og Tom Cruise að koma í veg fyrir að fólk framkvæmi hugsanir sínar ef þær eru glæpsamlegar.

Nú er bara að vona að Tommi haldi áfram að stela senunni og gera syndsamlega góðar myndir.

Legend 

 

 

 

 


mbl.is Tom Cruise fer í sloppinn hans Hefners
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband