10.1.2010 | 17:06
RÚV með skelfilega siðgæðisvitund
Í fréttatíma RÚV var rætt við Aðalstein Leifsson háskólakennara og sérfræðing í samningatækni. Hann hélt því blákalt fram að afleiðingar höfnunar Icesave laganna í lýðræðislegri þjóðaratkvæðagreiðslu yrðu vægast sagt skelfilegar. Ekki kom fram í viðtalinu hverjar þessar "skelfilegu" afleiðingar yrðu en það verður væntanlega næsta frétt á morgun. Aðalsteinn sagði líka að Ísland hefði gert gríðarleg mistök í öllu samningaferlinu en tók skýrt fram að ástæðulaust væri að leita sökudólga heldur halda áfram á sömu braut. Máli sínu til stuðnings tók Aðalsteinn fram að tíminn ynni með Bretum og Hollendingum og öll bið af hálfu Íslands veikti málstað þjóðarinnar án þess að tilgreina það sérstaklega í hverju það fælist.
Það sem fréttastofa RÚV tilgreinir ekki en varpar réttu ljósi á ómálefnalegan málflutning Aðalsteins eru störf hans fyrir Samfylkinguna. Hann hefur t.d. setið í Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar og verið sérlegur ráðgjafi Ingibjargar Sólrúnar. Í þessu rétta ljósi ber að skoða málflutning Aðalsteins í fréttatíma RÚV. En hvað segir Aðalsteinn um samningatækni á vef Háskóla Reykjavíkur þann 3.9.2007.
" Ef þú hefur þann veikleika að þora ekki að horfast í augu við bílasala og bjóða 700 þúsund í bíl sem á að kosta 1.200 þúsund samkvæmt verðmiðanum, verður þér lítið ágengt. Hið sama á við ef þú verður ástfangin af einum bíl og borgar uppsett verð fremur en að bjóða í nokkra bíla,"
Þá vitum við það. Þegar Aðalsteinn er ekki að leika fréttafulltrúa Samfylkingarinnar eða starfsmann ESB þá segir hann ýmislegt að viti.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- agny
- malacai
- kruttina
- axelthor
- duddi-bondi
- baldvinj
- bene
- kaffi
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- gattin
- baenamaer
- brandarar
- dora61
- ellyarmanns
- ea
- folkerfifl
- fridjon
- fridaeyland
- killjoker
- gislihjalmar
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- muggi69
- gudnym
- gullvagninn
- maeglika
- haukurn
- heidathord
- heimssyn
- gorgeir
- hordurj
- hrafnathing
- isleifure
- jensgud
- jonnnnni
- enoch
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- karisol
- krist
- kristinhrefna
- kjoneden
- minkurinn
- vonin
- maggib
- maggaelin
- vistarband
- marinogn
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- fullvalda
- seinars
- sigmarg
- siggisig
- sigurjonn
- sms
- soley
- steingerdur
- tomasha
- tommi
- vefritid
- vertu
- vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 121987
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Næst legg ég til að RÚV fái einhvern hlutlausan t.d. Hannes Hólmstein til að segja sitt álit á Davíð Oddssyni og Icesave.
Björn Heiðdal, 10.1.2010 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.