Núna fer þetta að koma.

Jæja kominn yfir 500 heimsókna múrinn.  Þetta gengur bara býsna vel hjá mér.  Ég þarf aðeins að fá 99.500 heimsóknir í viðbót til að ná takmarki mínu.  Lauslega áætlað ætti 100.000 gesturinn að heimsækja síðuna 19. janúar 2011.

Ég talaði við litla frænda minn,  hann gerði bara grín að þessu framtaki og sagðist vera búinn að fá mörg þúsund heimsóknir og hann væri sko bara sjö.  

Kannski verð ég að endurskoða efnistök síðunnar.  Setja inn fleiri myndir og djúsí linka.  Skapa minn eigin stíl sem hittir í mark.  Það virðist samt best að vera frægur og koma fram reglulega í sjónvarpi allra landsmanna.  

Eureka!  Breyti þessari síðu í hjálpartæki fyrir bloggfíkla sem vilja hætta.  Já há þetta er alveg pottþétt hugmynd. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

Þetta fer alltaf rólega af stað.  Síðan hlaða heimsóknirnar utan á sig eins og snjóbolti.  Ég fór yfir þessi mál á bloggsíðu minni fyrir nokkrum dögum,  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/?offset=20

Núna fæ ég yfirleitt um 3000 heimsóknir á viku.  Ég var ekki kominn með 600 heimsóknir fyrstu bloggvikuna eins og þú.  Mig minnir að þær hafi verið nær 200.  Þannig að startið hjá þér lofar góðu. 

Jens Guð, 20.3.2007 kl. 02:17

2 Smámynd: Sigurjón N. Jónsson

Ég var líka að byrja og langar til að fá fleiri inn á síðuna mína.  Kunniðið góð ráð?

Sigurjón N. Jónsson, 20.3.2007 kl. 04:16

3 Smámynd: Jens Guð

Það sem skiptir mestu máli er að fólk hafi gaman af að lesa þær færslur sem birtast á síðunni.  Þá er fólk tilbúið að tékka aftur á síðunni.  Þannig hlaða heimsóknir utan á sig.

Sömuleiðis er vænlegt að skilja eftir sig fingraför á síðum annarra.  Sérstaklega fólks með svipuð áhugamál og svipaðan stíl.  Lesendur þeirra eru líklegir til að tékka á þinni síðu. 

Gegnum gangandi er stuttur texti meira aðlaðandi en langlokur. 

Jens Guð, 20.3.2007 kl. 09:13

4 Smámynd: TómasHa

Mér sýnist Bjössi vera á réttri leið, kominn með nokkra bloggvini, athugasemdir eru líka að virka hjá ykkur, menn hljóta að þurfa að skrifa reglulega og skrifa eitthvað sem menn hafa áhuga á að lesa.

TómasHa, 20.3.2007 kl. 21:10

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Blogga Moggafréttir svínvirkar og vera vel virkur á öðrum síðum.  Helst bloggum sem eru vinsæl t.d. Ómar, Jónína, Sigmar.  Þetta virkar allavegal til að byrja með. 

Björn Heiðdal, 21.3.2007 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband