Ljót hús og álver

Hvaða snillingur stendur á bakvið öll ljótu og litlausu húsin sem byggð hafa verið.  Gráir kassar og endalaust malbik með slaufum og hringtorgum til að komast heim til sín.  Mín kenning er sú að verktakarnir hafi notað sömu teikninguna fyrir vinnuskúrana og íbúðarhúsnæðið.

Það virðist vera í tísku nú um þessar mundir að hafa allt grátt og litlaust.  Helst líka lélegt og illa smíðað og ekki skemmir fyrir ef plássið nýtist illa.  Flest nýtt íbúðarhúsnæði sem byggt hefur verið á undanförnum 5 árum er bara ljótt og illa hannað.  120fm 5 herbergja íbúð og stofan er 3*5m!

Framtíðarsýn ráðamanna okkar er frekar döpur.  Ljót hús og álver til að vinna í.  Burt með alla nýsköpun og hátækni við viljum álver og pólska Íslendinga til að vinna í þeim.  

Ég ætla að kjósa Framsókn og Sjálfstæðiflokkinn.  Fleiri álver og ljót hús, takk fyrir. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er því miður staðreyn og ekki bara framtúíðarsýn..þegar maður keyrir framhjá nýju byggðinni í hafnarfirði í hrauninu með álverið hinu megin vegar og verksmiju rog iðnaðarhverfi hinu megin...gráir kassar, gráar verksmiðjur líður manni eins og maður sé kominn í eitthvert ömurlegt iðnaðarhverfi í austantjaldslandi fyrir nokkrum áratugum. Agalega ljótt...ómanneskjulegt og hart. Þarf ekki að fara að hugsa út fyrir boxin í öllum merkingum þess orðs???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.3.2007 kl. 21:43

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég held að skýringin á þessu öllu sé einfaldlega græðgi.

Björn Heiðdal, 24.3.2007 kl. 22:16

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Græðgi og smekkleysi held ég að séu þarna aðal þættirnir.  Merkilegt hvað við Íslendingar hrönnum upp miklu af ljótum húsum sem eru byggð eftir teikningum arkitekta. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2007 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband