Áhugaverðustu blogverjar Moggans.

Guð almáttugur og Mogginn hafa búið til þennan magnaða skoðavettvang.  Blogverjar Moggans endurspegla lífið í landinu og það sem þar gerist.  Allir eru byrjaðir að bloga á Mogga.  Ömmur, afar, dónar, rónar, fyllibyttur, blekbyttur, ástríðu stjórnmálamenn og hinsegin.

Tomasha er sennilega sá afkastamesti miðað við færslufjölda.  Í dag skrifaði hann t.d. 21 færslu áður enn hann fór að sofa.  Stíll Tómasar er stuttur en segir allt sem segja þarf.  Reyndar læðist að mér sá grunur eftir lesturinn að Tómas þessi sé í Sjálfstæðisflokknum.  Það er nú reyndar ekki ein af dauðasyndunum sjö hér í Moggalandi.

Jenfo er ekki í Sjálfstæðisflokknum.  Stíll hennar er persónulegur og auðlesinn.  Síðan inniheldur bæði skrif um daglegt líf höndar en þó mest comment á fréttir.

Fridjon skrifar um sitt nýja líf í USA, fróðleg lesning.

Kleopatra commentar lítið á fréttir en skrifar þeim mun meira um sjálfa sig.  Fín lesning fyrir verðandi einstæðar mæður með smá vandamál.

Talandi um vandamál hér er sennilega persónulegasta síðan sem ég hef fundið á Moggalandi.  

Hlini er með bestu hárgreiðsluna af öllum Mogga blogurum.  En lestur síðunnar kannski bara fyrir harða aðdáendur.

Velstyran er náttúrulega alveg einstök.  Skrifar um stjórnmál og fleira.  Er samt meiri blogspot blogari.

Jonvalurjensson er sá allra skemmtilegasti Mogga blogari sem ég hef rekist á.  Stútfullur af fróðleik og réttum skoðunum.  Honum er allt heilagt þegar kemur að trúmálum og hómósexualistum og öðru góðu fólki.  Hann leggur mikla vinnu í heimildir og svarar öllum sem virða reglurnar hans.  Ritskoðar spjallþræði sína til að vernda lesendur frá illum áhrifum og dónaskap.

Eddabjork Greinilega mest fyrir hana sjálfa og vinafólk.  

duasembloggarekki  er vinkona Eddubjork og kýs eitthvað allt annað en Sjálfstæðisflokkinn.  Þessi blogari sannar en og aftur hvað Moggablogið er fjölbreytt.

Prakkarinn er með bestu andlitsmyndina.  Það er eitthvað prakkaralegt við þetta fés.

Peturty er alvöru kommi eða marxisti.  Veit reyndar ekki hver er munurinn á þessum hugtökum. En hvað um það þessum kalli leiðist ekki að skrifa.

Jensgud er mikill brandarakall og gervigrasafræðingur.  Svo er hann líka áhugamaður um Útvarp Sögu. 

Hoskuldur er latur að bloga en alltaf gott að kannast við starfsmenn Moggans. 

Ekki má gleyma einum t0lvunörd eða svo.  Kari-hardarson bloggar um tölvur og allt sem honum fynnst skrýtið og skemmtilegt.

 

 

 

Þessi listi er rétt að byrja. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Ég á erfitt með að gera upp hug minn hvort að kaldhæðni stjórni þessum skrifum um Jón Val.

Ómar Örn Hauksson, 27.3.2007 kl. 12:34

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég skil ekki afhverju Jón Valur tók þín comment út af síðunni sinni.  Þú verður bara að vera sammála honum næst og notast við heimildir. 

Björn Heiðdal, 27.3.2007 kl. 15:17

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hafðu þetta comment hans í eintölu, Björn. Hitt commentið hans situr ósnert á síðu minni, en þetta síðara talaði mjög dæmandi til mín og kvað mig hata homma og lesbíur, sem er alls ekki rétt, og þar að auki samrýmdist það ekki skilmálum um innlegg á vefsíðu mína (sem tekin eru þar fram efst í vinstra horni). -- Þakka þér annars pistilinn, Björn, og heimsóknir á síðu mína.

Jón Valur Jensson, 27.3.2007 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband