Verðugt verkefni fyrir Ísland.

Vestur Sahara er hentugt verkefni fyrir íslensku utanríkisþjónustuna.  Landið er bara tæplega tankbillþrisvar sinnum stærra en Ísland og þar búa um 350.000 manns.  Landsvæðið var áður fyrr nýlenda Spánar en síðan 1975 hafa heimamenn barist við Marokkó um yfirráð og síðan 1991 hefur vopnahlé verið í gildi.  Marokkó ræður yfir mest öllu landssvæðinu en fyrrum íbúar sem ekki sættu sig við yfirráð kóngsins flúðu yfir til Alsír.  Þar eru nokkrar stórar flóttamannabúðir sem Polisario Front stjórnar.

Flóttamannabúðirnar eru einangraðar sem lýsir sér best í því að það þarf að flytja allt vatn með tankbílum.  Hér er komið hið fullkomna verkefni fyrir Valgerði ráðherra og hennar mjúku línur.  Ísland getur gefið bíla og kannski borað eftir vatni til að hjálpa þessu flóttafólki.

Ef okkur líkar síðan við þetta fólk getum við hjálpað því að ná landinu sínu til baka.  Sagt Marokkó stríð á hendur og sent íslensku friðarhermennina á vettvang.  Fyrst þurfum við reyndar að klára stríðið í Afganistan og Írak.

  

 


mbl.is Marokkó leggur til að kosið verði um sjálfsstjórn í Vestur Sahara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það gæti orðið vandræðalegt fyrir Íslensk stjórnvöld að rétta Vestur-Sahara hjálparhönd í formi þróunaraðstoðar með hægri hendinni á meðan þjóðin er í raun arðrænd með hinni vinstri. Hvers vegna er það svo?

Jú íslenskt útgerðarfélag, Sjólaskip er með samninga við Marokkó um stórfelldar veiðar í landhelgi Vestur-Sahara. Eftirsóttasti aflinn er hinn verðmæti hestamakríll og er hann að finna í ríkulegum mæli á þessum slóðum. Meðaflinn er líka verðmæti, m.a. makríll og nokkrar túnfisktegundir. Þessar veiðar íslendinga eru sem þyrnir í augum Polisario hreyfingarinnar og hafa þeir m.a. bent á það við íslensk stjórnvöld. Þessar veiðar eru mjög ábatasamar fyrir útgerðina, enda fer hljótt um þessi mál hér á landi. Til að minnka kostnað enn meira eru verksmiðju- og flutningaskip Sjólaskipa skrásett í Belize. Vitað er að fleiri íslensk útgerðarfyrirtæki hafa sýnt þessum veiðum mikinn áhuga, skemmst er að minnast áforma Granda hf um að hefja samskonar útgerð með flaggskipi íslenska fiskveiðiflotans Engey RE-1, sem er einmitt systurskip þriggja verksmiðjutogara Sjólaskipa. Þetta varð samt ekki reyndin hjá Granda hf, en það er nú önnur saga.

Ég hef fylgst nokkuð með þróuninni í Vestur Sahara eins og þú, ástæða þess er saga þessarar þjóðar og einstök ákvörðun baráttusamtaka þeirra að hafna vopnaðri baráttu til skamms tíma a.m.k.

Mín skoðun er sú að Ísland eigi, miklu fremur en að taka undir með Marokkómönnum, að viðurkenna sjálfstæði þessarar einstöku þjóðar sem orðið hefur að þola svo margt. Þetta eigum við að gera upp á okkar einsdæmi - líkt og Íslendingar gerðu þegar við fyrst þjóða viðurkenndum Litháen sem sjálfstætt og fullvalda ríki í samfélagi þjóðanna. 

Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 23:48

2 identicon

Ef við erum að græða fullt af peningum þá er engin ástæða til að breyta um stefnu.  En það væri í lagi að senda nokkra gamla mjólkurbíla til að hjálpa flóttamönnunum.

Guðmundur (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 10:52

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir launfyndinn pistil

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.4.2007 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband