Það er dýrt að vera ég.

Vonandi á Ingibjörg eftir að rúlla upp komandi kosningum.  Þó hana vanti allan sjarma og virki stundum á mann eins og ljóta nornin í Galdrakallinum í Oz.  En það kemur varla að sök ef málefnin eru góð. 

Annars er bara allt gott af mér að frétta.  Vinnan er ennþá jafn leiðinleg og nýlega var ég sakaður um kynferðislegt áreiti.  En það var bara einn stór misskilningur sem leiðréttist þegar ég var búinn að borga stelpunni 100.000 kall.  Hún hætti við allt saman.

Ég var nýlega gerður að yfirmanni sorphirðudeildar.  Þetta er nú ekki merkilegt þar sem við kaupum alla þjónustu frá Gámaþjónustinni.  Held reyndar að þetta hafi verið djók hjá forstjóranum en ég fékk heilar 780 krónur í launahækkum.  Það er nú eitthvað á þessum síðustu og verstu tímum.

Gaf litla frænda mínum 1000 kall í afmælisgjöf þannig að 780 kallinn dugði skammt.  En ég gat nú ekki farið að gefa litla dýrinu minna.  Mér hefði sennilega ekki verið boðið aftur í afmælisveislur þar á bæ.

Reyndar eru þessar dýru fermingagjafir komnar út í tóma vitleysu.  Ég heyrði af einum sem fékk 7 milljón króna Porche jeppa frá pabba sínum.  Komon krakkinn er ekki nema 14 ára og langt í bílprófið.  Ég held að kirkjan verði að beita sér í þessu og stoppa svona rugl.  Er samt ekkert viss um hún vilji það.  Ef ormarnir fengju ekki svona fínar gjafir nenntu þeir sennilega ekki að ferma sig.

En þetta er orðið gott í bili, meira kannski síðar.

Kær kveðja,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 121971

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband