Björn Bjarnason eða Össur?

Aldrei hefur Sjálfstæðisflokkurinn boðið mér í Húsdýragarðinn.  Eina sem hann hefur gert fyrir mig er að Björn Bjarnason bauð mér á Litla Hraun.  Ég var fljótur að afþakka þau leiðindi.  Þurfti reyndar að borga ónefndum lögfræðingi væna summu undir borðið en það var vel þess virði.  Hef reyndar heyrt að maturinn sé alveg ágætur en má ég frekar biðja um Vín og skel eða Holtið.

Kvöld eitt fyrir nokkrum árum horfði ég á Batman og fékk þessa eitursnjöllu hugmynd.  Berjast gegn glæpum og óréttlæti í Reykjavík.  Mamma saumaði á mig grænan Batman búning sem var nú ekki alveg rétti liturinn en þetta var eina efnið sem hún átti.  Ég horfði framhjá þessu smáatriði og kallaði mig Froggy the crimefighter.12.08.2005_bjorn_bjarnason_1

Fór síðan beint upp í Öskjuhlíð og faldi mig þar bakvið stóran stein.  Eftir góða stund hafði ég ekki orðið var við neinn glæp.  Hafði reyndar séð tvo skeggjaða karlmenn láta vel hvor að öðrum en það er víst alveg leyfilegt.  Eftir þetta litlausa ævintýri fór ég heim.  Stytti mér leið í gegnum nokkra bakgarða bæði til að fólk sæi mig ekki í þessum asnalega búning og til að athuga hvort fólk væri að fremja glæpi heima hjá sér.

Eftir að hafa legið á nokkrum gluggum sá ég eldri hjón sem létu vel hvort að öðru.  Maðurinn var kviknakinn fyrir utan glansandi hermannahjálm og verkfærabelti utan um sig miðjan.  Konan var handjárnuð við rúmið og gretti sig ógurlega.  Þegar leikar stóðu sem hæst var ég snúinn niður í grasið og tveir lögregluþjónar drógu mig inn í bílinn sinn.

Eftir þessa lífreynslu þó hún sé ekki alveg rétt munuð hjá mér ætla ég aldrei að kjósa Björn Bjarnason eða Sjálfstæðisflokkinn.  Össur og Solla fá mitt atkvæði, kannski.

 

 

 


mbl.is Samfylkingin býður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Það er viturlegt að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn og enn gáfulegra að kjósa Samfylkinguna

Páll Jóhannesson, 21.4.2007 kl. 16:55

2 Smámynd: Linda

  var ég búin að segja þér hvað mér þykur gaman af skrifum þínum, ef ekki  consider your self told.  Ég mun auðvitað ekki kjósa sjálfstæðisflokkinn, hann sukkar feitt(eins og gáfaðir táningar segja) Ekki heldur VG vegna Ögmundar hann er með fórdóma og Gyðinga hatur, svo hvað er eftir ég held bara Samfó, enn vá maður er hægt kjósa fram hjá Ingu Sól, hún sveik okkur í borgarstjórna og nú vill hún fara grúska með þjóðina..umm   sorry verður e.t.v. strikað yfir hana, eða má það ekki..æi..

Linda, 21.4.2007 kl. 17:49

3 Smámynd: Sigurjón N. Jónsson

Frelsi einstaklinngsinns er afar mikilvægt til að þjóðfélagsheildin fái að þróast til réttar áttar um alla framtíð.  Þess vegna er mikilvægt að lögreglann sé vel á varðbergi ef sjálfskypaðir einstaklingar fara á kreyk og ætlast til að heiðfirðir borgarar sjái þeim fyrir afþreiingu á obinberum vettvangi landsins.  Fyrir slíkt athæfi á að liggja mjög þung refsing og allt að því dómsdómur frá hæsta dómstóli lanzins.  Það er mikilvægt að fólk fái frelzi til að æfa sig undir mizmunandi kríngumstæðum fyrir atburði eins og brúðkaup og önnur alvarlegri áföll í lífshlaupinu sínu svo ekki bjáti á þegar á þarf að grípa í lífsins ólgu sjó framtíðardraumanna.  Þess vegna er afar mikilvægt að fólk hugsi sinn hug vel og átti sig á afleiðingum þess að kjósa vitlaust fólk á öðrum listum en eru nú í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem nú er einn flokkur lanzins að berjast fyrir frelsi lanzmanna eins og þeir leggja sig úti í Guðsgrænni náttúrunni sjálfum sér og öðru fólki til mikillar gleði og yndisauka að öllu leyti hvaðan sem litið er á athævið.  Við megum ekki tapa því mikla sjálfstæði sem nú er búið að skapa okkur með samþykkt EFA samningsins sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt mikla áherslu á í gegnum kjörtímabilin en ef hans niti ekki vel við þá væri hætta á að Framsóknarflokkurinn myndi geta látið sér eflast ásmegurinn og þeir því stækkað langt umfram kosningafylgið eins og það endurspeglast þegar talið er upp úr kjörkassanum.  Slíkt mindi hæglega geta minnkað framþróun og valdið því að stopp yrði á vegi mikilla framfaraverkefna sem nú er barist fyrir eins og eflingu atvinnutækifæra alls landsmannsins og breikkun brúa þar sem hætta er á að slys geti myndast vegna skindilegra og óhagstæðra atvika í dagsins önn og miklu amstri sem nútímamaðurinn þarf að búa við upp á hvern hversdag eftir að sólin rís.  Þess vegna er mikilvægt að hugleiða vel í upphafi að endirinn er ekki alltaf sagna bestur nema þar fari saman bæði gæva og gjörvileiki þeirra sem stjórna landmálinu af festu og einurð.  Til þess er bara Sjálfstæðisflokkinum treistandi nú eins og staðan er í dag.

Sigurjón N. Jónsson, 21.4.2007 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 121987

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband