Íslenskir Talibanar.

Jæja núna er ég loksins að verða alvöru bloggari.  Eftir margar heiðarlegar tilraunir til að komast á bannlista hjá ýmsum moggablogurum hefur það tekist.  Sérstaklega hef ég reynt að kanna þanþolið hjá fulltrúum okkar uppáhalds stjórnmálaflokka.

Sjálfstæðismenn hafa lent ílla í því.  Hjá nokkrum hef ég hraunað yfir Davíð Oddsson, stefnu flokksins o.s.fr.  Ég sparaði ekki stóru orðin og í einu tilfelli þar sem síðuhöfundur tók fram að engin dónaskapur væri leyfður setti ég comment með yfir 50 persónulegum fúkyrðum.  En allt kom fyrir ekki sjálfstæðir Sjálfstæðismenn hafa ekki ennþá sett mig á svarta listann.

Frjálslyndir hafa líka fengið að kenna á mér.  Þá Magga og Jón lögmann hef ég ýtrekað lamið í hausinn með grófum fúkyrðum og dónaskap.  Báðum hef líkt við Hitler og hreindýraskít.  En allt kemur fyrir ekki þeir eru greinilega desperat og vilja ekki fæla mig frá flokknum.

Framsóknarmenn hafa líka fengið nokkrar gusur.  Ég hef passað að gera bara grín að útliti þeirra og formanni.  Þeir hafa allir með tölu tekið þessu létt og kunnað að meta skítkastið.  Enda í sömu stöðu of Frjálslyndir mega ekki við að fæla fleiri kjósendur frá sér.  Þeir brosa framan í mig núna en eftir kosningar fæ ég örugglega þetta borgað margfalt til baka.

Samfylkingin og dverganir sjö hafa heldur betur lent ílla í því.  Þegar ég heimsæki blogsíður stuðningsfólks hennar vanda ég mig alveg sérstaklega.  Gleymi aldrei að hreyta nokkrum vel völdum ónotum í Ingibjörgu og hennar vini.  Þrátt fyrir margar og ítarlega tilraunir til að fá mig bannaðan hefur það alls ekki tekist.  Hér hef ég orðið fyrir vonbrigðum enda hvernig ætlar þessi flokkur að standa í lappirnar þegar ESB byrjar að vaða yfir okkur.

burka-sexyVinstri grænir hafa nánast alveg sloppið við innlit frá mér þar sem ég hélt að þeir væru umburðalyndastir allra.  Frjálsar ástir, Falum gong, Ísland úr NATO herinn burt, öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir o.s.fr.  En ooboj ooboj hafði ég rangt fyrir mér.  Það þurfti bara þrjú innlit og engan dónaskap til að komast á svarta listann hjá MANNRÉTTINDA fulltrúa VG.  Nokkuð ljóst að löggi og netlöggan hans eru ekkert grín.

Eftir þessa yfirferð er ljóst að allir stjórnmálaflokkarnir bera virðingu fyrir skoðunum og dónaskap annara nema Vinstri grænir.  Í því ljósi fá þeir hin eftirsóttu íslensku Talibanaverðlun.  Sem verða hér eftir veitt mánaðarlega öllum Moggablogurum sem takmarka málfrelsið og annað dónatal.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Mjög athyglisvert en þó ekki. Vinstri-grænir eru nefnilega örgustu sósíalitar þar
sem vinstrisinnaðir róttæklingar taka sér bólfestu. Á slíkum bæum er skoðanafrelsi
ekki liðið hvað þá  önnur mannréttindi. Umhverfisvernd er bara feluslæða líkt og
Talibanar nota... 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.4.2007 kl. 15:24

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Er ekki Sóley í Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar?

Björn Heiðdal, 22.4.2007 kl. 15:35

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ætlarðu semsagt að skila auðu Björn?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.4.2007 kl. 19:32

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Iss við VG eru bara forsjál.  Það heitir að skjóta fyrst og spyrja svo

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2007 kl. 20:44

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Ómar Ragnarsson er mikill sprellikall.  Ætli ég verði ekki bara að kjósa hann eða skila auðu.  Já þetta er rétt hjá þér Jenný.  Skjóta fyrst og spyrja svo sparar tíma og fyrirhöfn.

Björn Heiðdal, 22.4.2007 kl. 21:42

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Skemmtileg útlistun á flokkunum Björn, góð fannst mér myndin sem fylgir greininni. Hahahahaha ! En æeg segi eins og þú, í eins litkausri flóru eins og nú stendur til boða þá er erfitt að velja einn vitleysing fram yfir annan.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.4.2007 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband