Til hamingju Ísland.

saddamMikið svakalega var ég stoltur þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn ákváðu að styðja innrásina í Írak.  Loksins eitthvað spennandi í sjónvarpinu síðan 1991 og við litla Ísland gerendur.  Framlag okkar var nú ekki sérstaklega mikið bara nokkur hundruð milljónir.  Það fæst varla nothæft klóset í nýja Tónlistarhúsið fyrir þann pening.  En öll framlög voru vel þegin svo má ekki gleyma Íslendingunum sem voru næstum búnir að finna öll gereyðingavopnin.

Mér finnst full ástæða til að þakka núverandi stjórn með þessa vel heppnuðu innrás.  Geir Hilmar Haarde og Björn Bjarnason fá alveg sérstakar hamingju óskir í tilefni dagsins.  Svo vil ég líka þakka Þorgerði Katrínu fyrir hennar störf í þágu látinna barna í Írak.  Hennar stuðningur hefur svo sannarlega glatt margar sálir.

Við skulum vona að allir Írakar kunni að meta þennan glaðning og gefi okkur svipaða gjöf þegar fram líða stundir.  Samkvæmt mínum heimildum hafa Írakar það miklu betra en þegar Saddam var við völd.  Nú eru t.d. yfir tvær milljónir Íraka að leggja land undir fót og skoða heiminn.  Eins og allir vita fylgja miklar tekjur ferðamönnum og sérstaklega frá ríkum löndum.  Hérna er tækifæri fyrir íslenskar ferðaskrifstofur og Jónína Bjartmars gæti boðið nokkrum Írökum íslenskan ríkisborgararétt svona til að sýna að litur Framsóknar er grænn en ekki blóðrauður.

 

 


mbl.is Þess minnst að Saddam Hussein hefði orðið sjötugur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Góður!   Hræsnin er alráðandi í politík. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 29.4.2007 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband