1.5.2007 | 13:48
Má Rove ekki hrækja?
Samkvæmt fréttinni frussaði Rove bara smávegis á ennið hjá þessum fallega söngfugli. Einu sinni fór ég í bíó og lenti fyrir aftan Björk Guðmundsdóttur. Sem er nú varla í frásögur færandi nema hvað ég hló svo mikið að blautt poppið þaut í allar áttir en þó alveg sérstaklega beint í hárið á söngkonunni. Sem betur fer tók hún ekki eftir þessu og engin leiðindi urðu i kjölfarið. En ég hef nánast hætt að fara á kvikmyndir svona til að verða mér ekki til skammar eða valda óþarfa uppnámi.
Ég er algjörlega á móti því að fólk keyri bíla eftir stífa drykkju hvort sem stunduð er í heimahúsum eða á skemmtistöðum. En ég sé ekkert að því að keyra bíl eftir einn lítinn bjór. Það er nefnilega alveg svakalega leiðinlegt að keyra ófullur. Einn bjór gerir aksturinn líka snúnari þannig að maður neyðist til að hafa alla athygli á veginum. Ef bjór gerir fólk óhæft til að stjórna ökutæki ætti líka að banna öll samtöl við bílstjóra og reykingar.
Fólkið í vinnunni er alveg búið að venjast bjórdrykkju minni. Allir löngu hættir að kvarta og koma athugasemdum á framfæri við yfirmanninn. Enda er ég miklu skemmtilegri eftir einn og stundum tvo bjóra. Samstarsfólk mitt áttaði sig á þessu þegar ég mætti bjórlaus í vinnuna í síðustu viku. Allir héldu að ég væri veikur og sumir gengu svo langt að gera því í skóna að ég væri með alvarlegan sjúkdóm. Sem betur fer var þetta bara einn dagur. Í dag gengur allt vel og vinnufélögunum þykir vænt um mig.
En ég get nú varla sagt það sama um stjórnmálamenn og flokka þessa lands. Hvað hafa þeir gert fyrir mig síðustu fjögur árin. Þeir styrktu að vísu Birgið um nokkuð margar milljónir og fengu gott klámmyndband til að horfa á í staðin. Síðan gáfu þeir gervilimi til Íraks og hjálpuðu börnunum sem þeim fannst í lagi að sprengja. Sendu íslenska kvennakyns ökumenn til Sádi Arabíu á ökunámskeið. Ekki má gleyma stuðningi við dreifingu klasasprengja yfir Líbanon. En sú aðgerð Ísraels eykur sölu á íslenskum gervilimum. Ok, ok þeim þykir víst vænt um mig.
Rove sagður hafa hrækt á Sheryl Crow | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- agny
- malacai
- kruttina
- axelthor
- duddi-bondi
- baldvinj
- bene
- kaffi
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- gattin
- baenamaer
- brandarar
- dora61
- ellyarmanns
- ea
- folkerfifl
- fridjon
- fridaeyland
- killjoker
- gislihjalmar
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- muggi69
- gudnym
- gullvagninn
- maeglika
- haukurn
- heidathord
- heimssyn
- gorgeir
- hordurj
- hrafnathing
- isleifure
- jensgud
- jonnnnni
- enoch
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- karisol
- krist
- kristinhrefna
- kjoneden
- minkurinn
- vonin
- maggib
- maggaelin
- vistarband
- marinogn
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- fullvalda
- seinars
- sigmarg
- siggisig
- sigurjonn
- sms
- soley
- steingerdur
- tomasha
- tommi
- vefritid
- vertu
- vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún reyndi víst að snerta handlegginn á honum og hann brást illa við. Það er vel skiljanlegt því að hún notar víst bara eitt blað til að skeina sig með. Ég myndi allavega ekki vilja að hún væri að þukla á mér!
Einar (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 14:58
Það getur skeð hjá fólki að þegar það þarf að leggja mikla áherslu á málfar og að ekki fari framhjá við mælendur hvað verið er að meyna að óvart losni smá munvatn og frusist áfram án þess að valda svo meiri skaða nema ef þarf að hreynsa sjóngleraugu og annað sem fólk kann að hafa í andlitinu til að bæta lífsgæðin eins og þau geta birst í daglegu ammstri hjá vinnusömu fólki þegar það er að sinna daglegu starfi á hverjum tíma. Það er hætt að trúa því þegar verið er að beita lævíslegum áraróðri til að fá fólk að halda að fólk sem er að gera heimin betri en hann kann að verða fyrir okkur og því að halda aftur af frammþróun okkar og annarra sem stuðla að slíkum breytingum eins og við Sjálfstæðismenn erum nú að gera fram að kostningardeginum.
Sigurjón N. Jónsson, 1.5.2007 kl. 17:02
Ég skil bara alveg hvert þú ert að fara þó ekki mjög langt, Sigurjón. Ísland og íslenski Sjálfstæðisflokkurinn þarf á þínum kröftum að halda. Ef ég fengi að ráða myndi ég ráði þig til að ráða hæfa en þó ekki alveg óhæfa menn til að vinna fyrir flokkinn. Megi Guð blessa þig og þína visku.
Björn Heiðdal, 1.5.2007 kl. 18:14
Þaka þér fyrir stuðningin sem ég hef fundið hjá mörgum sem hafa haft samband við mig núna sem og áður en þú lést þinn stuðning í ljósi við mig. Ég hef ýhugað lengi að fara í frammboð og mun jafnvel láta til skara skrýða nú næst þegar tækifæri gefst því það vantar fólk sem talar máli sem lansbygðin þarf að hafa til að verja sín mál og stöðuna núna þegar það virðist eins og kommonistar séu að reyna að ná valdi á hugsun fólks til að stoppa framfaramálin sem eru öllum til framdráttar!
Sigurjón N. Jónsson, 1.5.2007 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.