4.5.2007 | 21:57
Ég er á góðri leið með að klúðra þessu.
Vikan er búin að vera býsna góð. Þrátt fyrir hjónaskilnað, veikindi og bílavesen hefur þetta gengið alveg ágætlega. Vinnudagurinn líður hraðar með hverjum deginum svo hratt að mér finnst varla taka því að vakna. En svona þankagangur er upphafið af endalokunum og gengur ekki hjá vel hraustum einstaklingi sem fólk stólar á.
Ég er maðurinn á bakvið tjöldin ef svo má að orði komast og alveg ómissandi á vinnustaðnum. Rétt eftir að ég vakna og áður en ég fer í vinnuna kveiki ég á sólinni. Yfirleitt tekst það svona skammlaust en í gær svaf ég yfir mig. Það kom ekki að sök því hún fór sjálf á loft eins og af gömlum vana. En í staðin kviknaði aldrei almennilega á mér því ekki nóg með sofa yfir mig þá var líka sprungið á bílnum.
Það gekk ekkert að setja varadekkið undir eðalvagninn. Þrátt fyrir stanslaust puð í fjörutíu mínótur náði ég bara að losa 2 bolta af fjórum og einn var síðan týndur. Ég sem hélt að það væru bara gamlar kellingar sem gætu ekki skipt um dekk. En ég er hugrakkur ungur maður og tel mig vera bara í nokkuð góðum félagsskap með gömlu konunum. Þær eru nefnilega þrátt fyrir allt skárri en gömlu kallarnir með hattana.
Svo var einn Pólverjinn í vinnunni að skilja. Karlinn hennar er víst voða frekur og leiðinlegur. Hann hugsar bara um sjálfan sig og ætlast til þess að eiginkonan stjani í kringum sig. Vinnur síðan allan sólahringinn en kemur þó heim í þjónustuhléum. Svona til að tékka hvort kerla sé að fara sér og börnunum að voða. Hann setur þeim líka línurnar og lemur í borðið annað slagið enda ekki annað hægt ef hann ætlar sér að vera alvöru húsbóndi á heimilinu.
En það gengur illa að skilja pólskuna og enskan sem þessir Pólverjar tala er varla boðleg utan Póllands. Svo ég er ekki með það á hreinu afhverju þessir duglegu Pólverjar eru að skilja. Einn hjónaskilnaður er létt grín í samanburði við bráðdrepandi veikindi. Kona nokkur í vinnunni þarf að leggjast undir hnífinn og láta fjarlægja æxli á vondum stað. Sem betur fer er gott fólk sem getur leyst hana af á meðan.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- agny
- malacai
- kruttina
- axelthor
- duddi-bondi
- baldvinj
- bene
- kaffi
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- gattin
- baenamaer
- brandarar
- dora61
- ellyarmanns
- ea
- folkerfifl
- fridjon
- fridaeyland
- killjoker
- gislihjalmar
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- muggi69
- gudnym
- gullvagninn
- maeglika
- haukurn
- heidathord
- heimssyn
- gorgeir
- hordurj
- hrafnathing
- isleifure
- jensgud
- jonnnnni
- enoch
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- karisol
- krist
- kristinhrefna
- kjoneden
- minkurinn
- vonin
- maggib
- maggaelin
- vistarband
- marinogn
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- fullvalda
- seinars
- sigmarg
- siggisig
- sigurjonn
- sms
- soley
- steingerdur
- tomasha
- tommi
- vefritid
- vertu
- vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 121971
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Pistlarnir þínir eru hreint ótrúlega skemmtilegir Gálga húmorinn blómstrar og ég fylgist með. Kveðjur
Margrét St Hafsteinsdóttir, 5.5.2007 kl. 01:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.