21.5.2007 | 22:31
Eru Gyðingar í Ísrael gott eða vont fólk?
Sem áhugamaður um vatn og gott veður hefur Ísrael alltaf heillað mig. Þegar ég var lítill stóð ég í þeirri meiningu að Ísrael væri partur af Evrópu. Ætli ég hafi ekki fengið þessi hugmynd við að horfa á söngvakeppni Evrópska sjónvarpsstöðva. En dag einn þegar ég opnaði stóru landabréfabókina hans pabba komst ég að því að Ísrael var nú ekki alveg í hjarta Evrópu. Það voru meira að segja nokkur lönd sem stóðu okkur nær en ekki fengu að vera með í þessari spennandi keppni. Hvernig gat staðið á þessu. Ekki nóg með að Ísrael væri aðskilið frá Evrópu landfræðilega heldur bjó þar fólk sem átti meira sameiginlegt með Banaríkjamönnum og Íran en nokkurn tíma Svíþjóð eða Noregi.
En með árunum hef ég fengið það á tilfinninguna að samviskubit Þjóðverja sé sennilega ástæðan fyrir þessum mjög svo skringilega ráðahag. En hvort Ísrael eigi að vera partur af Júróvísion eða ekki er lítið mál miðað við hvað er að gerast þarna suður frá um þessar mundir. Svo virðist sem að áætlun Ísraels um að reka Arabana frá heimilum sínum gangi eitthvað illa eða a.m.k. taki lengri tíma en gott þykir. Nú kann vel að vera að það standi hvergi í stjórnarskrá Ísraelsríkis að reka eigi Arabana af þeirra landi en það er sú stefna sem ræður öllu í samskiptum þessara tveggja frændþjóða. Lítið dæmi um þessa stefnu eru árásir landtökumanna í Hebron á nágrana sína. Í þessu tiltekna dæmi sem ég er að hugsa um voru þeir að framkvæma ólöglega aðgerð samkvæmt því sem ráðamenn í Ísrael sögu. En það hafði ekkert að segja og hermennirnir sem voru með varðstöð 20 metra frá hlógu bara þegar einhver blaðamannaræfil spurði hvort þeir ætluðu ekki að skerast í leikinn.
En svona leikir eru víst daglegt brauð þar sem landtökugyðingar og Arabar búa saman. Arabarnir drepa einn og einn gyðing sem síðan senda börnin sín og stórfjölskylduna út að henda grjóti í hús Arabana. En það er víst mjög sjaldgæft að landtökugyðingar og Arabar búi hlið við hlið. Yfirleitt búa gyðingarnir í víggirtum hverfum sem minna helst á bandarískt úthverfi á Norður-Írlandi. Öll nútímaþægindi og sundlaugar eru handa landtökugyðingunum en nágrannar þeirra fá ekki einu sinni að bíta grasið fyrir utan gluggan þeirra. Því þar er svokallað öryggisvæði Ísraelska hersins. En Ísraelski herinn elskar alla menn og sérstaklega Palenstínuaraba.
Bæjarstjórinn í einni landtökubyggðinni sagði við blaðamann að allir Arabarnir ættu að fara frá Ísrael því nóg væri plássið annarstaðar. Það fylgdi reyndar ekki sögunni hvort þeir ættu að fara til Íraks og láta skjóta sig þar eða til Írans og bíða eftir loftáras. En allavega þá vildi bæjarstjórinn ekki hafa svona Araba í kringum sig. Hjón sem höfðu misst son í áras Araba voru spurð hvort þau gætu skilið tilfinningar nágranna sinna sem hefðu misst börn sín í árásum Ísraelska hersins. Svarið lét ekki á sér standa. Það var einfaldlega eitt stór nei. Gátu ekki skilið það því herinn væri að verja þegna sína og allt sem hann gerði væri þess vegna réttlætanlegt en Arabarnir hefðu barað verið að drepa til þess að drepa.
Spurning blaðamannsins var bara hvort hjónin gætu skilið tilfinningar nágranna sinna, hann var ekkert að reyna bera þessa hluti saman. En nei landtökugyðingarnir gátu ekki skilið hvernig fólkinu hinum megin við girðinguna leið. Þetta litla dæmi sýnir skýrt að gyðingarnir bera nákvæmlega enga virðingu fyrir Aröbum eða skoðunum þeirra. Fyrir þeim eru nágrannar þeirra ómerkilegri en geitur og fiðurfé. Þetta minnir mig á frétt sem ég sá í sjónvarpinu fyrir nokkru þegar Ísraelski herinn flutti landtökufólk frá Gasa. Síðan fylgdu myndavélarnar einni fjölskyldi eftir á nýjan stað sem nýbúið var að byggja handa þessu fólki. Konan var vel feit og hafði greinilega fengið of mikið að borða. Þegar hún var spurð hvort hún væri ekki ánægð með nýja húsið sagði hún að svo væri hreint ekki. Á gamla staðnum var hún með stórt einbýlishús en á þeim nýja þurfti hún að sætta sig við 100fm kofa. Síðan vantaði sundlaugina og garðurinn var alltof lítill. Eftir þessa upptalningu fór hún að gráta yfir óréttlæti heimsins. Það kom fram í fréttinni að hún hafði varla borgað krónu fyrir bæði húsin.
En svona frekja og vanþakklæti sem þessi kona sýndi er vandi Gyðinga og Ísraels í hnotskurn. Þeir telja sig eiga eitthvað án þess að hafa til þess unnið og ekkert er nógu gott fyir þá. Ekki man ég hvort þessi kona var nýflutt frá New York eða hafði búið allt sitt líf í Ísrael en fýlusvipnum gleymi ég aldrei þegar hún skammaðist yfir þvi að þurfa að búa í 100fm kofa án sundlaugar. Ég hefði ekkert á móti því að Geir Haarde reddaði mér einbýlishúsi með sundlaug og helst líka nýjan Lexus LS460 eða Ferrari. Vandi Gyðinga í Ísrael er að þeir vilja alltaf meira og meira. Ekkert er nógu gott fyrir þá, engin Arabi nógu góður til að tala við eða semja um eitt eða neitt. Allir geta átt sig og alveg sérstaklega þeir sem ekki eru sammála ásamt Norðmönnum.
Kosningasigur Hamas hentaði Ísrael mjög vel því þá gátu þeir stimplað alla Palenstínuaraba hryðjuverkamenn. Í framhaldinu heimtað að Vesturlönd settu viðskiptabann á helvítis múslimana og vegna þess að siðaðar þjóðir semja aldrei við hryðjuverkamenn þurftu þeir ekki að tala við þá. Í staðin var hægt að skjóta þá og nota jarðýtur. En svoleiðis aðgerðir eru skemmtilegri en langir samningafundir sem oft skila litlu. Nú er bara að sjá hvort betra sé að eiga óvini eða vini.
Haniyeh segir Hamas stefna á sigur eða píslarvætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:46 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- agny
- malacai
- kruttina
- axelthor
- duddi-bondi
- baldvinj
- bene
- kaffi
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- gattin
- baenamaer
- brandarar
- dora61
- ellyarmanns
- ea
- folkerfifl
- fridjon
- fridaeyland
- killjoker
- gislihjalmar
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- muggi69
- gudnym
- gullvagninn
- maeglika
- haukurn
- heidathord
- heimssyn
- gorgeir
- hordurj
- hrafnathing
- isleifure
- jensgud
- jonnnnni
- enoch
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- karisol
- krist
- kristinhrefna
- kjoneden
- minkurinn
- vonin
- maggib
- maggaelin
- vistarband
- marinogn
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- fullvalda
- seinars
- sigmarg
- siggisig
- sigurjonn
- sms
- soley
- steingerdur
- tomasha
- tommi
- vefritid
- vertu
- vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka áhugaverða lesningu.
Heiða Þórðar, 28.5.2007 kl. 12:26
Það er alltaf gott að hafa rétt fyrir sér en stundum geta báðir aðilar haft á réttu að standa. Kærleikurinn er ekki fólginn í ofbeldi en eitt sem er alveg víst að ofbeldi getur af sér meira ofbeldi. Fullorðnir á Íslandi hafa áhyggjur af ofbeldisfullum tölvuleikjum og benda á fjölgun grófra líkamsmeiðinga sér til stuðnings. Hvað halda hugsandi menn að lætin í Írak og nágrenni leiði af sér. Prúð og stillt börn?
Björn Heiðdal, 31.5.2007 kl. 20:57
Góður pistill hjá þér. Kveðjur
Margrét St Hafsteinsdóttir, 3.6.2007 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.