22.9.2007 | 08:37
Umræðan um Evru á villigötum.
Nú keppast bankarnir og áhugamenn um skriffinskuna í Brussel að sanfæra almenning um að evran sé málið. Ekki vantar lætin en menn passa sig á að bara tala um jákvæðu þættina. Margir júrusinnar halda því fram og halda kannski sjálfir að verð á matvöru lækki við upptöku júru. Hvaða rök eru fyrir þessu? Hjá Ítölum hækkaði allt verðlag og matur líka við upptöku evrunnar. Hér eru evróvísionsinnar komnir í hrópandi mótsögn við sjálfa sig. Verðhækkun er slæm en ekki góð fyrir mig og þig.
Björgvin G. virðist gera lítið með þau rök að sjálfstæður íslenskur seðlabanki sé nauðsynlegur til að hafa hemil á íslenskum hagsveiflum. Verðbólga og atvinnuleysi sé best ef það er komið frá meginlandi Evrópu og það helst mikið af því. Það vantar líka alveg hjá vinum júrunnar að viðskipti Íslands fara fram í pundum, yenum og dollurum ekkert síður en evrunni. Hvaða gengisflökt er þá verið að koma í veg fyrir?
Einu rökin sem halda vatni eru að bankarnir og stórfyrirtæki þurfa ekki að umreikna evrur í krónur við gerð efnahagsreikninga. Það er nú allt og sumt.
Beinn ávinningur 70 milljarðar á ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- agny
- malacai
- kruttina
- axelthor
- duddi-bondi
- baldvinj
- bene
- kaffi
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- gattin
- baenamaer
- brandarar
- dora61
- ellyarmanns
- ea
- folkerfifl
- fridjon
- fridaeyland
- killjoker
- gislihjalmar
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- muggi69
- gudnym
- gullvagninn
- maeglika
- haukurn
- heidathord
- heimssyn
- gorgeir
- hordurj
- hrafnathing
- isleifure
- jensgud
- jonnnnni
- enoch
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- karisol
- krist
- kristinhrefna
- kjoneden
- minkurinn
- vonin
- maggib
- maggaelin
- vistarband
- marinogn
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- fullvalda
- seinars
- sigmarg
- siggisig
- sigurjonn
- sms
- soley
- steingerdur
- tomasha
- tommi
- vefritid
- vertu
- vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 121971
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Björn, hvernig finnst þér það ganga hjá Seðlabankanum að hafa hemil á þennslunni með hæstu stýrivöxtum í heimi? Ehhh þetta þrælvirkar ekki satt???
Jakob Friðriksson (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 12:03
Þessi um ræða er á villigötum og það virðist enginn óháður aðili geta sett fram kosti og galla við Evruna.
Þess umræða Björgvins um Evruna er vægast sagt lituð og tekur mið að núverandi efnahagsástandi sem er vægast sagt sérstakt.
En það er alveg á hreinu að með upptöku Evrunnar væri miklu meiri stöðuleiki í efnahagskerfinu.
Einar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 12:26
Ósköp er leiðinleg svona þröngsýni.
Sammála síðustu ræðumönnum en kæri starfsmannastjóri. Evran er ekki allsherjar lausn. En í okkar tilviki er hún kærkomin. Það "ríkir" hávaxtaumhverfi á íslenskum peningamarkaði í dag sem laðar að peningamenn og aðra gróðapunga til að ávaxta pund sitt á nærri 15% vöxtum með gengisáhættu sem er lítil meðan eftirspurn eftir krónunni er fyrir hendi. Þegar markmiðum er náð leysa þeir út hagnaðinn og þá mun krónan falla. Seðlabankinn mun ekki eiga neitt í slíka hrinu þegar hún fer af stað fyrir alvöru en meðan veisluhöldin standa yfir og nóg er á borðum er möguleiki á verulegri ávöxtun fyrir hendi. Það er stór hluti svokallaðra fjárfesta og nýríkra auðjöfra á Íslandi sem stundar erlendar lántökur á lágum vöxtum sem þeir svo gíra upp í álitlegar upphæðir sem hlaupa jafnvel á hundruðum milljóna en ávöxtun slíkra upphæða hvort sem er á hlutabréfum eða gengisávöxtun krónunnar hefur skilað mörgum "fjársnillinginum" álitlegu lausafé eins og bílaeign landsmanna og fasteignaverð ber glöggt vitni.
15% ávöxtun á 1000 milljónir eru 150 milljónir. Þannig að slík ávöxtun er jú engir smámunir. Taktu lán í jenum á milljarð ef einhver vill lána þér og borgaðu ö,3% í vexti af því en haltu eftir restinni og þú þarft aldrei að vinna meir. En áhættan er jú sú að þú gætir orðið gjaldþrota því að ef gengið fellur ertu í djúpum... nema þú eigir þeim mun meiri innistæðu til að vega upp á móti tapinu eða standa af þér kólgusjóinn meðan á móti blæs. Á hverju heldur þú að bankarnir séu að græða?
Það er því deginum ljósara að krónan er hin albesta mjólkurkýr sem Íslenskt hagkerfi hefur alið í fjósi sjálfstæðisflokksins til þessa. Næsta útspil er að selja orkuveiturnar og þá er Ísland orðið eins og monopoly spilið. Sá sem á allt getur lifað góðu lífi og hirt eignirnar af hinum sem sitja eftir með sárt ennið.
Ágætu mörlandar. Verði ykkur að góðu.
G. Gunnarsson
Guðjón Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 20:16
Það eru ekki almennileg rök að Ísland sé lítið land með fáa íbúa! Þá getum við bara farið að tala ensku eða kínversku og sparið ennþá meiri pening. Peninga sem mætti nota til að bæta skóla og fækka á biðlistum.
Ástæðan fyrir því að við höfum það svona fjandi gott er íslenska krónan. Án hennar verðum við bara eins og lítið þorp í Evrópu. Hver eru viðurlögin við landráði?
Björn Heiðdal, 23.9.2007 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.