10.10.2007 | 21:18
Opið bréf til Björns Inga Hrappssonar.
Kæri nafni,
Það dregur engin í efa þinn einlæga áhuga á að gera gott fyrir Reykvíkinga. Hvorki ég né mamma eða Siggi frændi höldum annað. En samt efast ég stundum eins og Júdas forðum. Hvers vegna ertu að skammta sjálfum þér peninga og völd út á einhverja 250 dauða Framsóknarmenn sem þú særður upp úr gröfum sínum í síðustu kosningum. Hefði ekki verið betra að leyfa þeim að liggja þangað til Guð kallaði þá til sín til að taka þátt í nýja konungsríkinu þar sem syndin er ekki til.
Það er synd að þú skulir feta í fótspor lærimeistara þíns Finns Ingólfssonar. Sá gróðapungur kann að taka peninga almennings og fara með heim. Þú heldur greinilega að góðir og grænir Framsóknarmenn eigi að haga sér eins og Finnur sem finnur alltaf peningana mína. Auðvitað eiga hjól atvinnulífsins að snúast en þú átt ekki að taka peningana mína ófrjálsri hendi. Hvort sem það er gert með hagsmuni þína eða vina þinna að leiðarljósi.
Vonandi náðu Kínverjarnir sem þú varst að heimsækja að koma vitinu fyrir þér. Væri nú ekki nær að taka sér Konfúsíus til fyrirmyndir frekar en Bjarnarbófana í Andrés Önd eða Finn Ingólfs.
Björn Ingi: Kauprétturinn var mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- agny
- malacai
- kruttina
- axelthor
- duddi-bondi
- baldvinj
- bene
- kaffi
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- gattin
- baenamaer
- brandarar
- dora61
- ellyarmanns
- ea
- folkerfifl
- fridjon
- fridaeyland
- killjoker
- gislihjalmar
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- muggi69
- gudnym
- gullvagninn
- maeglika
- haukurn
- heidathord
- heimssyn
- gorgeir
- hordurj
- hrafnathing
- isleifure
- jensgud
- jonnnnni
- enoch
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- karisol
- krist
- kristinhrefna
- kjoneden
- minkurinn
- vonin
- maggib
- maggaelin
- vistarband
- marinogn
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- fullvalda
- seinars
- sigmarg
- siggisig
- sigurjonn
- sms
- soley
- steingerdur
- tomasha
- tommi
- vefritid
- vertu
- vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef að maðurinn bara læsi blogg í staðinn fyrir að skrifa þau!
Ævar Rafn Kjartansson, 10.10.2007 kl. 21:22
Ég hef víst skrifað nafn Björns Inga Hrappssonar vitlaust. Hann er Hrafnsson og biðst ég velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Þau voru algert óviljaverk og tengjast ekkert innbyrðis deilum innan Framsóknarflokksins.
Björn Heiðdal, 10.10.2007 kl. 21:25
Ertu til í að útskýra aðeins nánar hvernig Björn Ingi hefur tekið peningana þína, þú nefnilega gleymir að minnast á það í þessum stórkostlega heimskulega pistli þínum.
Snæþór Halldórsson (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 23:34
Snæþór: Sé ekki að Björn Heiðdal skrifi heimskulega, hann skrifar af tilfinningu og sanngirni. Mér þykir líklegt að pistilhöfundur sé Reykvíkingur sem finnst Pilsnerframsóknarmaðurinn Björn Ingi hafa ráðskast þannig með fé borgarbúa að lendi í vasa sérvalinna einstaklinga, svo sem kosningastjóra síns. Ekki hefur verið minnst á þátt fyrrum ráðherra framsóknarmanna, Árna Magnússonar sem er yfirmaður hjá Glitni í jarðvarmanum. Þetta lyktar allt sum sé af gamla framsóknar-spillingar-pilleríinu sem enginn vill sjá lengur. En það er eins og með slíkt og lúsina - erfitt að uppræta hana.
Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 00:09
Við þökkum Snæþóri góða fyrirspurn. Snæþór heldur að kjörnir pólitíkusar búi til peningana sem þeir nota síðan til að borga sér laun fyrir allt ómakið. Snæþór heldur að allar nefndirnar sem Framsóknarflokkurinn hefur skipað í gegnum tíðina og hafa aldrei haldið fundi en kosta samt peninga séu að gera góða hluti. Hann heldur þá kannski að þær nefndir sem koma þó saman séu þá að gera eitthvað guðdómlegt.
Svo sakar nú aldrei að gera stuttan stans í Seðlabankanum og fá eftirlaun ofan á eftirlaun sem einhverjar skúringakerlingar og ég borga. En auðvitað er Snæþóri frjálst að halda að ég búi í Danmörku og borgi dönsku drottningunni alla mína skatta og gjöld.
Björn Heiðdal, 11.10.2007 kl. 00:23
Björn Heiðdal:
Nr. 1. Þú leggst svo lágt að uppnefna andstæðing þinn í þessum pistli. Það lýsir heimsku og rökþrota.
Nr. 2. Ég get ekki séð hvar fram kemur að ég telji að kjörnir fulltrúar búi til peninga. Hinsvegar segir þú að Björn Ingi sé að skammta sjálfum sér peninga, ég spyr því aftur, hvar og hvernig er hann að gera það?
Nr. 3. Allar nefndirnar sem Framsókn hefur stofnað og hafa aldrei haldið fundi. Vinsamlegast nefndu tvær.
Nr. 4. Þætti vænt um að þú svaraðir þessu án hroka og upphrópana, þ.e. ef þú getur.
Benóný Jónsson:
Nr. 1. Þú segir að Björn Heiðdal skrifi af sanngirni. Segðu mér, finnst þér það einhverntíman vera sanngirni ef menn leggjast svo lágt að uppnefna feður andstæðinga sinna?
Nr. 2. Ef þú stjórnaðir fyrirtæki. Hvort myndirðu ráða inn starfsmenn sem þú veist að hafa hæfileika, sem hafa staðið sig vel í öðrum störfum eða Dodda út í bæ? n.b. þá er atvinnuástand þannig í dag að úrvalsfólk er ekki bíðandi eftir nýjum störfum á hverju götuhorni.
Nr. 3. Hvað hefurðu fyrir þér í því að Árni Magnússon (nú starfsmaður í hlutafélagi) hafi eitthvað togað í spotta og jafnvel ef það hefur gerst, hvaða máli skiptir það og hver hefur tapað á því?
Nr. 4. Ég sé ekki betur en að þúð dettir líka í uppnefni líkt og Björn félagi þinn. Ég endurtek að slík eru meðul rökþrota manna.
Snæþór Halldórsson (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 09:38
Ég er algjörlega ráðþrota gagnvart "sukkinu" sem viðgengst á Íslandi. Framsóknarflokkurinn hefur verið duglegur og ekki látið sitt eftir liggja. Leitt hvað þú ert mikill efasemdamaður en það er ekki allt vænt sem vel er grænt sumt er vel myglað.
Varðandi rangfeðrun Björns Inga bið ég hann velvirðingar á því eins og sést ef þú hefur lesið færslu no.2.
Það er ágætt að Snærþór viti að Framsóknarflokkurinn eyði peningum en búi þá ekki til. Varðandi sjálfsskömtun Björns Inga bendi ég þér á launagreiðslur Reykjavíkurborgar. Það er ekki kalli kokkur sem ákveður hvað Björn hefur í laun heldur hann sjálfur og félagar hans.
Ef þú virkilega heldur að Framsóknarflokkurinn hafi aldrei átt þátt í að koma á fót nefndum eða ráðið til sín flokksgæðinga og látið ríkið borga brúsann. Og það án þess að ríkið hefði nokkra þörf á því. Áttu bara heima á annari plánettu en ég.
Það væri ágætt fyrir þig að lesa svör ráðherra við fyrirspurnum Jóhönnu og Ömma alþingismanns.
Björn Heiðdal, 11.10.2007 kl. 13:49
Björn, ertu kominn í þrot?
Þetta var nú ekki í fyrsta sinn sem þú ákvaðst að grípa til uppnefninga í rökþrota þínum.
Ég veit ekki betur en að það sé óháður Kjaradómur sem ákveður laun kjörinna fulltrúa svo sem borgarfulltrúa, dómara og alþingismanna. Ef svo er ekki þá hlýt ég að búa á rangri plánetu. Annars hefur framsóknarflokkurinn og síðasta ríkisstjórn búið til talsvert af peningum fyrir þetta þjóðfélag síðustu 12 árin eða svo með góðri stjórn á landinu.
Þú kastaðir fram þeirri fullyrðingu að flokkurinn hefði stofnað til fjölda nefnda sem aldrei hefðu fundað en nefndarmenn fengið laun, ég bað þig að nefna þó það væru nú ekki nema tvær slíkar þar sem þú greinilega þekktir til málsins. Það gastu þó ekki. Ég vænti þess þá að þú hafir verið að rugla.
Góðar stundir.
p.s. ég legg til að þú hugsir blogg þín betur, kannir betur staðreyndir mála og almennt lesir yfir bloggið allavega tvisvar áður en þú sendir þau út á opinberan vef.
Snæþór Halldórsson (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 14:34
Bara það að ég nefni ekki tvær nefndir sem ráðherra Framsóknar skipaði og gera lítið eða ekkert gagn og halda ekki fundi hefur ekkert með það að gera hvort þetta sé satt eða logið. Reyndar er þetta satt.
Björn Ingi er búinn að troða sér í allar nefndir og ráð á vegum borgarinnar og fær laun í samræmi við það ásamt fleirum. Hvort það kallist sjálftaka þegar Björn skipar vini og velunnara í stöður eða skítalykt skiptir ekki máli. Um það getum við verið sammála.
Ef þú heldur að Framsóknarflokkurinn beri ábyrgð á vaxta okrinu, hæsta bensínverði í heimi, dýrasta matnum, fallegasta kvennfólkinu og góða veðrinu í sumar þá ert þú ekki einn um það.
p.s. allar leiðréttingar eru vel þegnar en þú skalt alveg gleyma því að ég hætti að skrifa um skítalyktina í Framsóknarfjósinu þó ég sé hvorki innvígður né Frímúrari.
Björn Heiðdal, 11.10.2007 kl. 17:46
Björn, það er gaman að því að þú sért búinn að viðurkenna að að þú sért búinn rausa út í eitt um hluti sem þú veist ekkert um. Batnandi manni er best að lifa.
Snæþór Halldórsson (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 06:48
Björn, takk fyrir góða pistla þó ég skilji ekki alltaf hvað þú ert að meina. Vonandi færðu skóflu í jólagjöf til að moka út úr Framsóknarfjósinu eða ertu kannski of feitur til að standa í slíku.
Snæþór (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 13:38
Núna hafði ég fyrir því að innskrá mig hér í einum tilgangi.Ég nefnilega pirrast alltaf þegar framsóknarmenn fara í vörn og sjá ekkert óeðlilegt við einkavinavæðinguna sína. Þó að um sé að ræða kosningarstjóra sem kaupa land af ríkinuá smotterí af því sem þeim er svo greitt fyrir vatnsréttindin af Landsvirkjun eða af væntanlegum kauprétti þeirra af útópíu sem neytendur Okurveitunnar borga. Það er bara einn flokkur sem lyktar svona og hann heitir framsókn. Og enginn innanborðs virðist fatta að það sé neitt athugavert við spillinguna.
Ævar Rafn Kjartansson, 13.10.2007 kl. 01:37
Ég verð bara að taka undir með Ævari. Í Framsóknarflokkinn flykkjast þeir sem vilja komast að kjötkötlunum. Hugmyndafræði eða vilji til að bæta samfélagið er ekki til þar á bæ. Einn og einn gamall bóndi fær að fljóta með en þeim fer fækkandi. Björn Ingi á að sjálfsögðu að segja af sér og flytja til Kína. Þar eru tækifærin til að týnast í fólksmergðinni. Allir Framsóknarmenn og kjósendur þeirru gætu fengið vinnu á einum kínverskum MacDonnalds stað.
Björn Heiðdal, 13.10.2007 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.