Kæri Gísli Marteinn



Til hamingju með opnun kosningaskrifstofunnar. Ég er stoltur af þessu brölti
hjá þér og tel þig eiga fullt erindi úr imbakassanum og beint í
borgarstjórastólinn. Þó þú sért blautur á bakvið eyrun og illar raddir segja
að Hannes Hólmsteinn sleiki þau. Þá veit ég að það
gerir hann til þess að þú getir hlustað betur á okkur borgarbúana.

Mér fannst virkilega gott það sem þú sagðir í útvarpinu um daginn. Auðvitað
skiptir það ekki öllu máli hvað við mennirnir sóðum mikið út úr því að allir "
"vísindamenn" eru ekki sammála um einhverja "skaðsemi". Ennþá betra er að
eftir svona milljón ár verður allt sem minnir á okkar stuttu veru hér komið
undir hraun og vatn. Og þá skiptir ósonlagið ekki máli heldur því mannkynið
verður dautt.

Taktu ekki mark á vondu blaðamönnunum sem drógu heiðarleika þinn í efa. Þú
veist betur, með hreint sakavottorð og allt. Ef þú hefðir vísvitandi stolið
eða drepið óvart kjósanda horfir málið allt öðruvísi við. Reyndar eru fleiri
þjófar, lygarar og rugludallar í Sjálfstæðisflokknum en öðrum flokkum en líka
flest góðhjörtuð góðmennin. Og það fer ekki milli mála hvorum hópnum þú
tilheyrir.

Reyndar er ég pínulítið ósáttur við hvað þú hefur litla reynslu úr
atvinnulífinu en auðvitað er alltaf gott að hafa flogið til Sádi Arabíu. Maður
sem getur borið út póstinn í öllum veðrum og á réttum tíma verður ekki í neinum
vandræðum að labba í kringum höfða með erlenda gesti. En samt.

Mömmu finnst þú voða sætur en það er nú ekki alveg að marka. Henni finnst ég
sætastur í öllum heiminum þrátt fyrir kartöflu nefið, stóru eyrun, tannleysi og
þrjá skalla bletti. En hvað með það, gangi þér bara vel.

Kveðja,
gamli góði Bjössi 

mbl.is Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins funda með stjórnum Sjálfstæðisfélaganna á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Til hamingju!  Þetta er örugglega kvikindislegasta blogg sem ég hef lesið!  Hrein snilld!

Auðun Gíslason, 18.10.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband