Kemur Sarkozy til Íslands?

Sarkozy er geðillur og skapstór.  Hann er vanur að ganga á dyr ef honum líkar ekki eitthvað.  Sem getur nú verið ansi margt í hans tilfelli.  Hvernig Frökkum datt í hug að kjósa þennan fljóthuga, skapstóra og geðilla mann er mér hulin ráðgáta.  Zarkozy kallar sig Ameríkana en finnst síðan í lagi að ráðast á fréttamenn, taka ljósmyndavélar af ljósmyndurum, rífa kjaft við blaðamenn, henda fréttakonu út og margt fleira í þeim dúr.  Svona myndi ekki nokkur bandarískur stjórnmálamaður láta!  En það er nú málið með Sarkozy að hann veit að fólkið sem kaus hann, kaus ekki persónuna Sarkosy heldur einhverja tálsýn um betra og sterkara Frakkland.  Eitthvað bull sem hann og valdamiklir vinir hans matreiddu ofan í svanga frakka. 

En auðvitað er þetta bara bull.  Sarkozy er kominn til að gera þá ríku ríkari og fátæku fátækari.  Síðan ætlar hann með bandarísku vinum sínum að koma Evrópu út í miðjan Persaflóan blóðugur upp fyrir axlir og skellihlæjandi.  Verði okkur að góðu. 


mbl.is Frakklandsforseta ákaft fagnað á Bandaríkjaþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð bara að kvóta Kóhenn. 

Everybody knows that the dice are loaded
Everybody rolls with their fingers crossed
Everybody knows that the war is over
Everybody knows the good guys lost
Everybody knows the fight was fixed
The poor stay poor, the rich get rich
That's how it goes
Everybody knows

Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 121943

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband