14.11.2007 | 22:34
Hulunni svipt af blekkingum fjölmiðla. (partur eitt)
Ég verð bara að lýsa algjöru frati á vestræna fjölmiðla! Ekkert nema lygar og rangfærslur og síðan eitthvað um Britnu Spjérs. Fjölmiðlar virðast vera í vinnu fyrir ákveðin öfl sem vilja strá hatri, ótta og hlýðni við stjórnvöld yfir sofandi almenning. Lítið dæmi um þetta er textalínan sem er send út á Fox News frétta stöðinni. En þar stendur alltaf "aukið hættustig" svona rétt til að minna á að einhver yfirvofandi hætta sé fyrir hendi. Þó Fox News sé varla fréttastöð fyrir Íslendinga með yfir 5 í greindarvísitölu þá er hún í eiga Roberts Murdoch sem á t.d Sky News, NYtimes, Dow Jones, Times, Wall Street Journal og einhverja 200+ fjölmiðla út um allan heim. Og Íslendingar fá mikið af erlendum fréttum sínum frá þessum miðlum.
Robert þessi er nú líka besti vinur Tony Blair, George Bush og stríðsins gegn hryðjuverkum. En hvað skyldu nú öll 174 blöðin sem hann á hafa lagt til málana skömmu fyrir innrásina í Írak. Þau voru öll sammála að hún væri hið besta mál og hefði verulega góð áhrif á frið og framfarir í landinu. Já öll með tölu! Það voru sem sagt 174 ritstjórar sammála um góð áhrif innrásarinnar. Algjör tilviljun ef þú ert fimm ára og trúir ennþá á jólasveininn.
Hér er kominn skýringin á því afhverju þú færð alltaf sömu helv. fréttirnar á öllum stöðum og allir eru sammála um að stríð séu góð lausn á vandamálum. Hérna er líka skýringin á því afhverju þú færð aldrei að vita þegar stjórnvöld ljúga að þér. Menn komast til valda í gegnum fámennar klíkur sem ráða hvað þú sérð og heyrir. Stjórnmálamenn vinna kosningar með hjálp fjölmiðla sem síðan passa upp á sinn mann.
Sarkozy er nýjasta dæmið um þetta. Hann komst á toppinn með miklum stuðninga fjölmiðla sem hömpuðu honum sem einu von Frakklands. Bara Sarkozy gæti bjargað efnahag landsins og endurheimt gleymt stolt. Auðvitað vann Sarkozy kosningarnar því hinir frambjóðendurnir voru málaðir sem ónothæfir asnar í samanburðinum. Hvað gerði Sarkozy eftir glæsilegan sigur, jú hann flaug til Bandaríkjanna og þakkaði góðan stuðning. Ég er Sarkozy hin bandaríski og núna skulum við öll fara saman í stríð við Íran.
Núna er sami leikurinn leikinn og fyrir innrásina í Írak. Allir fjölmiðlar Murdoch keppast um að segja almenningi að það að ráðast ekki á Íran sé versti mögulegi leikurinn í stöðunni. Kannski ekki góður leikur en gæti hugsanlega lagað ástandið í Írak!! Svo eru hin ríkin í kringum Íran hrædd og munu styðja árás. Allt haft eftir ónafngreindum aröbum sem vilja líka frið og stöðugleika. Þessari atburðarás er stjórnað frá einu herbergi í öllum heiminum. Allt matað ofan í okkar eftir kúnstarinnar reglum. Ert þú líka svangur?
CNN ætlar að fjölga starfsmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- agny
- malacai
- kruttina
- axelthor
- duddi-bondi
- baldvinj
- bene
- kaffi
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- gattin
- baenamaer
- brandarar
- dora61
- ellyarmanns
- ea
- folkerfifl
- fridjon
- fridaeyland
- killjoker
- gislihjalmar
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- muggi69
- gudnym
- gullvagninn
- maeglika
- haukurn
- heidathord
- heimssyn
- gorgeir
- hordurj
- hrafnathing
- isleifure
- jensgud
- jonnnnni
- enoch
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- karisol
- krist
- kristinhrefna
- kjoneden
- minkurinn
- vonin
- maggib
- maggaelin
- vistarband
- marinogn
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- fullvalda
- seinars
- sigmarg
- siggisig
- sigurjonn
- sms
- soley
- steingerdur
- tomasha
- tommi
- vefritid
- vertu
- vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel mælt, Björn bróðir.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 10:21
Asskoti náðir þú að setja þetta vel fram.
Villi Asgeirsson, 24.11.2007 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.