Dómsdagur nálgast, hvað verður um Jón Ásgeir?

Ekki ætla ég að gera lítið úr raunum hellabúanna.  Það dettur mér bara alls ekki í hug en þeirra bíður sæluvist á himnum.  Því sælir eru fátækir og fara beint til himna en ríkt fólk á ekki séns.  Þeirra bíður eilífð vist í helvíti þar sem hverirnir frjósa og Finnur Ingólfsson sér um allt skemmtanahald.  Helvíti er vondur staður og allt annað er miklu betra.  Hvernig skyldi nú standa á því að margt ríkt fólk keppist nú við að lengja lífdaga sína með heilsuátaki, hollu mataræði og gjöfum til vísindamanna sem lengja lífdaga rotta og annara kvikinda. 

Við sem minna eigum þurfum ekki að óttast helvíti því okkar er mátturinn og dýrðin.  Eilíf himnavist er skammt undan og því skulum við segja upp vinnu okkar, slá lán og lifa eins og milljarðamæringar fram á næsta vor.  Söfnum skuldum, sukkum og höldum flottari veislur en Jón Ásgeir þanning verðum við alveg gulltryggð með himnavist.  Amen.

cndebs119

 


mbl.is Dómsdagssöfnuður bíður eftir heimsendi ofan í helli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér dettur helst í hug að hann muni spila undir á orgel í showinu hjá Finni

Gullvagninn (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 07:42

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Alveg örugglega.

Björn Heiðdal, 20.11.2007 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 121987

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband