Er Garrí Kasparov nýnasisti?

Ég veit ekkert um það en ef stjórnvöld telja að þau þurfi að stoppa Kasparov hljóta þau að hafa góða ástæðu.  Ef hann var að óhlýðnast yfirvöldum getur það varla verið til eftirbreytni eða hvað.  Hvað ef ég skipulegði mótmæli fyrir framan Alþingi og lögreglan segði að ég mætti mótmæla öllu sem ég vildi upp á Akranesi eða í Grafarvogi.  En fyrir framan Alþingi mætti ég ekki vera með læti.  Ef ég síðan tæki ekki mark á yfirvöldum og mótmælti samt fyrir framan Alþingi.  Síðan væri ég tekin fastur fyrir að sinna ekki tilmælum lögreglu.  Væri líklegt að bandaríski sendiherran á Íslandi færi að mótmæla þessu.  Varla og sennilega væri hann sá sem reddaði íslensku lögreglunni þjálfun í hópstjórnun eða hvað það nú heitir þegar lögregla lemur saklausa borgara og gefur þeim táragas að borða.

france_riots_4_5


mbl.is Bandaríkin gagnrýna Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur sennilega ekki tekið eftir því en Vladimir Putin hefur jafnt og þétt verið að taka sér alræðisvald í Rússlandi og barið niður alla andstöðu við þessi áform sín í krafti lögregluvalds.  Kasparóv er á móti því að Rússland færist aftur til þess skipulags sem hélt aftur af framþróun landsins í fjölda áratuga.

Ottó Michelsen (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 01:49

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Er einhver munur á USA og Rússlandi í dag.  Hann er minni en þú heldur og allt tal um frelsi fjölmiðla á Vesturlöndum er tómt bull.  Í Bandaríkjunum eru bara örfáar fjölmiðlasamsteypur sem eiga alla stóru fjölmiðlana.  Allar fréttir eru keimlíkar og mataðar eins ofan í sofandi almenning. 

Hvað eru t.d. margir forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum sem fá sjónvarpstíma.  Þeir eru bara tveir í hvert skipti.  Einn frá demókrötum og annar frá republikönum.  Jú alveg rétt svo fékk Ross Peró að vera með öll til mikillar gleði.  Kallar einhver það lýðræði og frelsi þegar það eru bara tveir frambjóðendur sem þorri almennings fær að sjá og heyra í.

Ég kalla svona einokun eða í besta falli enga samkeppni.  Það er álíka mikið lýðræði í Kína.  Þar koma að vísu miklu fleiri að vali á forseta í hvert skipti en sú litla staðreynd fer fram hjá okkur hér á Íslandi.  USA er bara enn einn tilraunin til að skapa fólki frelsi frá yfirvöldum en sú tilraun er brátt á enda.  Það er ekki nema svona 10 ár eftir af þeim Bandaríkjum sem við þekkjum. 

Hvað tekur við er sennilega lögregluríki með miðstjórnarvald eins og við þekkjum frá Kúbu eða að USA leysist upp í frumeindir.  Sama þróun er að verða í Evrópu, þar sem EU verður brátt ríkjasamband með öflugri miðstjórn og forseta.  Forseta sem hefur ákvörðunarvald ef öll ríkin koma sér ekki saman um eitthvað mál. 

Björn Heiðdal, 26.11.2007 kl. 12:44

3 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Nýnasistar í Rússlandi eru látnir vera mikið til og komast þeir upp með ótrlegstu glæpi því lögreglan virðist hafa samúð með málstað þeirra.

Alexander Kristófer Gústafsson, 27.11.2007 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 121971

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband