Opið bréf til George Bush.

Kæri Bush

Mér þykir alveg svakalega vænt um þig og þú ert alveg frábær.  Hvernig þú stendur þig í stykkinu og passar upp á bandarískan almenning er alveg til fyrirmyndar.  Mikið vildi ég óska að þú kenndir Birni Bjarnasyni hvernig á að koma upp gagnabönkum og eftirlitskerfum til að passa upp á frelsið sem okkur er svo öllum dýrmætt.  

En frelsi, fegurð og mannréttindi eru jú einmitt kjarninn í stefnu þinni í öllum málum.  Stríð til að frelsa kúgað fólk, stríð til að gera fólk fallegra og fleiri stríð til að tryggja að allir hafi sömu mannréttindi hvar sem er í heiminum.  

Hvort við erum hvít, svört, gyðingar, múslimar eða bara frá besta landi í heimi, Íslandi, þá eiga allir rétt á dvöl í bandarísku fangelsi.  Allir eiga rétt á líkamsleit og læknisskoðun við komuna til Bandaríkjanna.  Allir eiga líka rétt á yfirheyrslum á sínu eigin tungumáli.  Allt þetta hefur þú barist fyrir frá fyrsta degi.

Fyrir hönd íslensku þjóðarinnar vil ég þakka þér fyrir allt þetta góða sem þú hefur gefið okkur í skóinn.  Ég vil þakka þér fyrir að hafa ekki ráðist inn í landið okkar fyrir mistök og fölsuð sönnunargögn.  Þetta með írak er náttúrlega bara smá æfing fyrir það sem koma skal en ég lofa að segja ekki neinum frá því.

Þín leyndarmál eru í öruggum höndum hjá mér.  Ég lofa að segja ekki neinum frá því að þú og vinir þínir vilja draga úr borgaralegum réttindum.  Efla njósnir með almennum borgurum og ráða óhæfa kunningja í öll opinber embætti sem losna.  Skerða ferðafrelsi með hertum lögum og drápum á saklausum borgurum óvart.  Allt þetta og meira til þarf engin að frétta.

Ég vona bara að þú aðstoðir Björn okkar Bjarnason til að koma upp almennilegu eftirlitskerfi hér á Íslandi svo við getum passað upp á okkur sjálf.  Við vitum nefnilega ekki hvernig best er að berjast við þessa hryðjuverkamenn sem eru víst á leiðinni í þessum töluðum orðum.  En svona íslensk leyniþjónusta með Stasi/CIA gagnabanka gæti hjálpað okkur mikið. 

Við gætum haldið utan um alla sem fá vafasamar bækur lánaðar á bókasöfnum.  Séð hverjir eru ósammála stjórnvöldum og hvað þeir borða.  Síðan gæti greiningardeild ríkisins látið starfsbræður sína í þínu landi vita og svo mætti bara handtaka þessa hryðjuverkjamenn og senda þá úr landi til Kúbu í sólina.  En eins og þú veist eða veist ekki þá dreymir alla Íslendinga um að komast í sólina ólíkt arabískum starfsbræðum sínum.

 

Kær Kveðja,

Björn 


mbl.is Mál Erlu til rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband