17.1.2008 | 22:39
Mamma og karlinn í tunglinu.
Ég er svo heppinn að eiga mömmu en þetta eru forréttindi sem allir hafa a.m.k. upplifað einu sinni ef ekki oftar. Stundum fer hún alveg svakalega í mínar fínustu taugar og jafnvel vinstra nýrað. Hún á það til að rífast og skammast við fólk útaf engu. Sem betur fer er hún alveg sérlega ljúf og hjálpsöm þegar kemur að öllum samskiptum við fjölskyldu sína. Hún lætur bara svona við fólk sem hún þekkir lítið eða ekkert.
Í litlu rjómaverksmiðjunni sem hún á og rekur kom viðskiptavinur til hennar. Hann var bara að kaupa sinn rjóma og í tilefni jólanna mætti kappinn með After Eight súkkulaði til að gefa sætu stelpunni sem afgreiðir hann oftast. En mamma stóð vaktina að þessu sinni og eitthvað gekk henni illa að skafa nægilega mikinn rjóma handa honum. En þegar hún kemur loksins fram með rjómann byrjar hún að ausa yfir vesalings manninn skömmum.
Hvernig honum detti í hug að kaupa svona mikinn rjóma rétt fyrir jólinn og verðið sem hann fái sé alltof lágt. Hún bara geti ekki staðið í þessu fyrir svona lítinn pening og það þurfi að borga öllum jólabónus og yfirvinnu. Síðan kostar líka rafmagnið og hitinn ásamt húsaleigunni eitthvað. Ekki séu umbúðirnar ókeypis o.s.fr. Mamma gamla lætur dæluna ganga yfir kúnnann sem kom með After Eight í góðar 6 eða 7 mínótur.
Sem betur fer varð ég ekki vitni að þessu. En mamma lætur ekki duga að hrella einhverja viðskiptavini sem sæta stelpan er vön að afgreiða. Hún hjólar reglulega í starfsfólkið sem býr til rjómann. Skammar það og hvessir sig þannig að hörðustu harðjaxlar skjálfa á beinunum. Litlar stelpur fara að gráta og þarf oftar en ekki að hugga þær fram á nótt. Afleiðingar af þessu eru mun meiri starfsmannavelta og lélegur mórall svona a.m.k. vikuna eftir köstin.
Já þetta eru einhver köst sem mamma fær og þarf að fá útrás fyrir. Ég hef oft talað við hana út af þessu og alltaf fer hún í vörn og neitar staðfastlega að hafa æst sig og skammast. Hún segir einfaldlega að fólk bara misskilji sig. Röddin hennar sé bara í svona æstri tóntegund og einhverjar fleira álíka lélegar afsakanir. Síðan skammar hún mig fyrir að skamma hana og segir að ég sé ekki fullkominn sjálfur.
Það er rétt hjá henni en kemur málinu ekkert við. Stundum viðurkennir hún að hafa brunað á jarðýtu yfir strikið og upp á bak á viðkomandi manneskju þó ekki með þessu orðum og hún viti að hún eigi ekki að sinna starfsmannamálum. En aldrei tekst henni að laga þetta og nýjar tilefnislausar skammarræður hrannast upp í fjallháa hauga. Ég veit ekki hvað gera skal en eftir síðasta ævintýrið fékk ég mig full saddan og lét hana heyra það. Hún móðgaðist og sagðist ætla að hætta að mæta í vinnuna og það þýddi ekkert fyrir mig að hringja í sig ef vantað starfsfólk.
En ekki stóð hún við þetta og var búin að gleyma öllu daginn eftir. Sem er gott því ekki vill maður lifa í fortíðinni. Ég held að þessi köst sem mamma fær séu arfur frá ömmu sem er ættuð að Vestan. Þaðan komi þessi geðvonsku gen sem hafa leikið systur hennar miklu verr en hana sjálfa. Þó mamma sé slæm og taki hlutum illa sem venjulegt fólk getur haldið ró sinni yfir þá eru systur hennar töluvert verri.
Önnur, sem er öryrki á Flórída og keyrir um á 7 milljón króna Lexus, á það til að stela peningum af börnunum sínum ásamt því að neita að tala við þau. Svona ástand kallar á sálfræðinga og hópþerapíu. Börnin sem öll eru vel gift læknum og viðskiptafræðingum líður auðvitað illa fyrir vikið. En það er alveg sama hvað reynt er alltaf þarf systir mömmu að sýna börnum sínum og öðru fólki óþverraskap af verstu sort.
Hin systirin stendur í þeirri trú að hún hafi alltaf rétt fyrir sér ásamt frekju sem helst mætti líkja við eldgosi úr Heklu eða Kötlu. Hún er almennileg við mann alveg þangað til hennar skoðanir og þínar fara ekki alveg saman. Þá skaltu passa þig og búa þig undir óveður sem getur varað í mörg ár ef ekki mannsaldra. En það er einmitt það sem gerðist þegar pabbi þeirra lá á banabeðinu illa haldinn af Alsheimer. Þá fór systurnar að rífast um allt erfðagóssið sem telst nú varla til mikilla auðæfa en geta borgað einhver sumarhús handa öryrkjum á Flórída og 10 nýja Lexusa.
Til að gera langa og mjög vitlausa sögu aðeins styttri skulum við segja að öll jólaboð séu haldin með breyttu sniði.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:43 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- agny
- malacai
- kruttina
- axelthor
- duddi-bondi
- baldvinj
- bene
- kaffi
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- gattin
- baenamaer
- brandarar
- dora61
- ellyarmanns
- ea
- folkerfifl
- fridjon
- fridaeyland
- killjoker
- gislihjalmar
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- muggi69
- gudnym
- gullvagninn
- maeglika
- haukurn
- heidathord
- heimssyn
- gorgeir
- hordurj
- hrafnathing
- isleifure
- jensgud
- jonnnnni
- enoch
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- karisol
- krist
- kristinhrefna
- kjoneden
- minkurinn
- vonin
- maggib
- maggaelin
- vistarband
- marinogn
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- fullvalda
- seinars
- sigmarg
- siggisig
- sigurjonn
- sms
- soley
- steingerdur
- tomasha
- tommi
- vefritid
- vertu
- vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 121987
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert flottur í skáldskapnum, ágæti vinur. Því miður er þetta allt til hjá okkur, í mismunandi þykkum skömmtum, en við erum sálarlaus, búin að missa sjónir á raunverulegum auðæfum, höldum að peningar séu raunveruleg verðmæti, komi í stað fjölskyldu, vináttu og mannlegra samskipta, séu jafnvel bara guð sjálfur, guðlegt gildi, þeir ríku eru hinir gáfuðu, þeir sem litið er upp til, þeir sem fólk vill líkjast.... oj bjakk.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 10:23
Ef þetta væri nú bara skáldskapur :) Ég held að fólk, a.m.k. sumir séu á þeirri skoðun að peningar séu betri en góð samskipti við fólk. Nýjasta dæmið er gamli skólastjórinn í Verzló sem notar löglegt trix til að sleppa við greiðlu á 15m króna skuld. Hvaða skilaboð er hann að senda til fyrrum nemenda sinna?
Þessi gaur fór einu sinni næstum yfirum þegar frændi minn og sonur Jóns Ólafssonar og fleiri voru að drekka áfengi í skólanum. Það var haldin einræða með öllum skólanum og línurnar lagðar fyrir okkur unga fólkið. Skamm, skamm og allt það.
Alveg ótrúlegt að hann skuli síðan beinlínis stela peningum af viðskiptafélögum þó með bankatrixi. Ekki var þetta kennt í Verzlunarskóla Ísland svo mikið er víst. En svona er þetta bara, græði og óþverraskapur ræður ríkjum.
Afleiðingar græðgisvæðingarinnar eru Bónus, Bónus og Bónus síðan Bakarameistarinn, Bakarameistarinn og Bakarameistarinn oj.
Björn Heiðdal, 19.1.2008 kl. 10:40
Vá, hafði ekki heyrt þessa sögu af skólastjóranum... en það er rétt, peningar eru orðnir mun meira virði en réttlæti, mannorð skerðist svo sem ekki við þetta, frekar að orðspor hans vaxi, rétt eins og kapparnir í Íslendingasögum urðu bara því meiri kappar sem þeir hjuggu fleiri þræla og minnimáttar, af því þeir liggja vel við höggi.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.