Mitt dónabréf til Inga.

Þrátt fyrir nafnarugling þá er ég ekki gengin í eða úr Framsóknarflokknum.  Um daginn fór ég niðri í bæ til gæða mér á einni bæjarinsbestu.  En áður en ég komst þangað var ég stoppaður af gömlum karli sem hafði greinilega sopið fjöruna og allt kálið með.  Honum fannst ég vera eitthvað sauðalegur því hann sagði við mig "þið Framsóknarmenn eru bara sauðir í sauðagæru.  Stórhættulegir andskotar sem stelið öllu steini léttara.  Svo kunnið þið varla mannasiði og rekið rýtinga í bakið á samstarfsfólki.  Það var ljótt hvernig þið fóruð með hann Villa minn og lítið hafið þið gert fyrir gamla karla eins og mig."

Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið því ég er ekki framsóknarmaður heldur gallharður fótgönguliðsmaður Björns Bjarnasonar aka Bruce Willis.  En karlinn lét ekki segjast og lét bjórdæluna ganga, djöfulsins hitt og djöfulsins þetta með ykkur framsóknarmenn. "Ég reyndi að flytja inn tvær stelpur frá Filipseyjum til að skeina mér í ellinni en viti menn það mátti ég ekki."  Þessi harmleikur var víst mér framsóknarmanninum að kenna. 

Þegar ég benti honum á að ef hann hefði nú bara kosið Jónínu BjartmarZ þá væri ekki mikið mál að redda þessu með litlu stelpurnar.  Ekki var hann nú sáttur með þessi svör og kýldi mig alveg kaldann beint í götuna.  "Hafðu þetta ófétans framsóknarpungurinn þinn."    

 


mbl.is Björn Ingi úr Framsóknarflokki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.1.2008 kl. 12:37

2 Smámynd: Fríða Eyland

Fríða Eyland, 22.1.2008 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband