Hvar er Hannes Smárason?

Afhverju er ekki Hannes Smárason þarna.  Hann gæti haldið fyrirlestur um íslenska efnahagsundrið og gott gengi FL Group.  Farið í saumana á gáfulegum fjárfestingum í AmAir og B&O ásamt því að kynna íslenska lambakjötið, besta kjöt í heimi.

En nú blasir við að verð á lambakjöti muni hækka vegna ákvarðanna sem eru teknar í reykfylltum bakherbergjum.  Þar eru líka teknar ákvarðanir um að koma íslenskum rafmagns- og hitaveitum í eigu fárra auðmanna, ekki endilega íslenskra.

Fyrst verður innlendum aðilum, ekki þó mér og þér, seldur hlutur ríkis og sveitarfélaga í veitunum.  Því næst þarf að hækka verðið á þjónustunni til að borga kaupinn.  Svo koma erlendir aðilar og kaupa sig inn í þessi alþjóðlegu félög.  Og þá þurfa Íslendingar að borga heimsverð á raforku og vatni!

Skiptir ekki máli hver framleiðslukostnaðurinn er því eigendur vilja ekki fá lakari ávöxtun á pundið sitt en þeir geta fengið annarstaðar.   


mbl.is Blikur og tækifæri rædd í Davos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek svo heilshuga undir með þér um orkumálin.  Þetta er verkefni sem við eigum að berjast fyrir, halda þessu í "almannaeign", og breyta þessu í félög til almannaheilla, það er að segja, það er ósiðlegt að þessi félög taki að sér skattheimtu umfram framleiðslukostnað á þeim vörum sem við búum til handa okkur sjálfum.

Þeir mega okra á auhringjunum, en almenningur á þessar veitur, og á rétt á orku seldri á kostnaðarverði.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband