Ísland í ESB og allt lagast!

Íslenskir ESB bullarar fara hamförum í fjölmiðlum þessa dagana.  Jón Ásgeir er nýjasta dæmið um þetta en hann nefnir ekki nein rök fyrir því að ganga í ESB.  Segir bara að við þurfum þess til að allt lagist.  Var Jón ekki að halda dýrasta og flottasta brúðkaup Íslandssögunnar svo varla er hann á flæðiskeri staddur með peninga.  Peningana mína því ég hef tekið þátt í íslenska Bónus/Hagkaups okrinu.  Þú grillar ekki bónusgrísinn hann grillar þig og Hagkaup þar sem Íslendingum finnst dýrast að versla. 

En svona hljóma slagorð þessara verslanna sem Jón Ásgeir á í mínum eyrum.  Hann getur bara vel lækkað verðið á matvöru án þess að ganga í ESB.  Það er bara lítið sem ekkert fengið með ESB aðild sem við höfum ekki nú þegar í gegnum EES.  Íslenskir ráðherrar fá fleiri tækifæri til að hitta Evrópska starfsbræður sína en þá er allur ávinningurinn upp talinn.  Hvorki veðrið né verðið batnar og við fáum álíka mikið vægi í ákvörðunum sambandsins og Grænlendingar á danska þinginu! 

Svo þegar búið verður að afnema neitunarvald einstakra þjóða, koma á fót forsetaembætti, sameiginlegum her og utanríkisstefnu getum við pakkað fullveldi okkar niður í skúffu eða bara sturtað í klósettið ásamt vænum skammti af skeinipappír.


mbl.is Skuldaálag úr takti við raunverulega stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Vel mælt

Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.2.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband