Ekki lemja Ómar!

Kæru bloggvinir,

Þetta er nokkuð skondið mál og dómurinn ekki í samræmi við tilefnið að mínu mati.  Hverjum hefði dottið  í hug að þessi frekar saklausa færsla Gauksins, miðað við allt annað sem viðgengst hér á blogsíðum netsins, gæfi tilefni til kæru.   Allavega ekki mér og þaðan af síður að kæran leiddi til dóms og greiðslu 500.000 kr sektar.

Eftir lestur dómsins fæ ég það á tilfinninguna að Gaukur hafi stórlega móðgast þegar Ómar gerði grín að ummælum formanns VG um netlögguna góðu.  Passa upp á hvað sé sagt og ritskoða allt klám og fleira gagnlegt.  Ómar tók að sér að vera talsmaður netverja sem vilja sitt klám og dónaskap óritskoðað.  Ómar fór mikinn á tímabili og tókst með naumindum að forða okkur frá ritskoðunarlöggunni ógurlegu.

En ekki voru netverjar lengi í paradís.  Það kom í ljós að Ómar var ekki sauður í sauðagæru heldur netlöggan hans Steingríms J. fullsköpuð.  Úgabúga sagði Ómar, ekki gleyma að ég er líka talsmaður El-Salvador.  En það virðist hafi farið fyrir brjóstin á dómaranum að Gaukur kallaði talsmann þessa fallega ríkis í Suður-Ameríku rasista.  Sem er að vissu leyti skiljanlegt.  Þetta hefði nefnilega getað kostað Ómar embættistitillinn.

Í huga dómarans mátti Ómar hins vegar vera talsamður hvaða glæpamanna sem er.  Og því voru honum ekki dæmdar bætur fyrir þau ummæli.  Sennilega vegna þess að glæpamenn eru ekkert voðalega vandlátir á starfsfólk sitt og litlar likur á að Ómar missti vinnuna. 

Það má taka undir með dómaranum að kalla talsmann erlendra fyrirtækja rasista geti skoðað atvinnumögulega viðkomandi.  En ekki fæ ég með nokkru móti skilið þessa upphæð sem Gaukur á að borga. Ef Gaukur hefði drukkið sig fullan og síðan lamið Ómar við hentugt tækifæri niðri í bæ. Hefði það sennilega kostað hann miklu minna.

 

 

 


mbl.is Sekur um meiðyrði á bloggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Það er bara verið að þrengja að okkur.  Skref fyrir skref.  Taka peningana okkar, málfrelsið, vatnið og síðan á að skattleggja loftið.  Engin furða að Björn Bjarna vilji koma upp 1000 manna óeirðasveit.  Hann veit hvað koma skal.

Björn Heiðdal, 26.2.2008 kl. 23:48

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Þetta er verulega ritskoðuð færsla af minni hálfu.  Sameiginlegt hugarfóstur afturhaldskommatittana í VG og fasistana í X-D svínvirkar.  Sjálfsritskoðun kostar ekki pening og gefur mönnum falskar hugmyndir í hvernig þjóðfélagi við lifum í.

Ef ef einnhver þorir ekki lengur að kalla mig rasista hér á mbl.is er ekki hægt að tala um málfrelsi.  Það er munur á að kalla fólk illum nöfnum hér mbl.is og síðan stunda skipulagða ófrægingarherferð með öllum tiltækum ráðum gagnvart t.d. frambjóðanda til Alþingis.

Björn Heiðdal, 27.2.2008 kl. 07:36

3 identicon

Talandi um ritskoðun, var að heyra viðtal við ritstjóra mannlífs þar sem fjallað var um fjölmiðlafrumvarpið sem aldrei var lagt fram, það er að segja, prufuútgáfu 1, sem virðist hafa innihaldið takmarkanir á prentfrelsi.  Ritstjóri sagði menn ekki þora að tjá sig undir nafni af því þeir eru hræddir.  Davíð hafi verið einræðisherra í þeim skilningi að þeir fundir sem hann sat, voru með fáum undantekningum einstefnufundir.

Manni finnst fjölmiðlar hér ekki fjalla mikið um efni útfyrir skilgreinda línu réttrúnaðar, en það er greinilegt að sum öfl telja kórinn falskann og það þurfi að skipta út eða reka einhverjar raddirnar. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 08:47

4 Smámynd: Jonni

Þessi dómur er hreint ótrúlegur og ef Hæstiréttur staðfestir hann detta mér allar dauðar lýs úr höfði. Ég renndi yfir dóminn og ég gat ekki betur séð en að niðurstaðan væri að ekki mætti kalla mann rasista, jafnvel þó sérfræðingur teldi orðið ekki þurfa þýða neitt meira en "hleypidómafull persóna". Þetta er slys og það getur ekki verið að hæstiréttur staðfesti þetta. Annars er ég farinn.

Jonni, 27.2.2008 kl. 12:07

5 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

D listinn er kommunista flokkur, fólk þarf að hætta að ljúga að sér að hann sé "hægri" flokkur.

Alexander Kristófer Gústafsson, 27.2.2008 kl. 14:43

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Mér finnst þetta lítið snúast um tjáningarfrelsi en meira um hversu viðkvæmir menn geta verið fyrir sjálfum sér. Flestir hefðu yppt öxlum og látið þar við sitja. Ég man eftir dómi sem féll gegn blaðamanni fyrir nokkrum árum þar sem prestur taldi á sig ráðist í krafti stöðu sinnar sem embættismanns og hann fékk dæmdar milljónabætur. Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum.

Steingerður Steinarsdóttir, 29.2.2008 kl. 13:50

7 Smámynd: Björn Heiðdal

Ekki botna ég alveg í þessum dómi.  Hvorki Ómar né dómarinn virðast rökstyðja sínar upphæðir.  Ómar sýnir ekki fram á neitt tjón og dómaranum finnst þetta bara vera hæfilegt.   Í þeim málarekstri sem ég hef staðið í fyrir Hérðasdómi  þurfta að sýna fram á tjón til að geta gert einhverja kröfu um bætur.  Það væri fróðlegt að sjá þau gögn sem Ómar lagði fram.

Björn Heiðdal, 29.2.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 121971

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband