Unga fólkið í dag.

Í dag var góður dagur til að gera eitthvað.  Ég vaknaði fullur eftirvæntingar og ljómaði allur þegar ég sá sólina skína bjart inn um vinalega stofugluggann.  Ekki var eftir neina að bíða svo ég skrapp í stuttbuxurnar og bar á mig sólarvörn númer 14.  En ekki var ég búinn að vera lengi í sólbaði þegar síminn hringdi.  Í tólinu var greinilega ung en þó reynslumikil stúlka sem spurði hvort hún mætti leggja fyrir mig nokkrar spurningar sem ég þyrfti þó ekki að svara frekar en ég vildi.

Það er ekki hverjum degi sem ung en þó reynslumikil stúlka truflar mig í sólbaði svo auðvitað leyfði ég henni að spyrja mig spjörunum úr.  Ertu ánægður með bílinn sem þú keyptir af Toyota umboðinu?  Já, já sagði ég.  Ertu ánægður með þjónustu þjónustudeildarinnar hjá Toyota ehf?  Þokkalega sáttur sagði ég nokkuð brattur.  Eftir rúmann klukkutíma kom síðasta spurningin.  Fannst þér þessi könnun of stutt, hæfilega löng eða alltof löng?  Ég var nú á því að þetta hefði verið svona 45min of löng könnun og kvaddi stúlkuna með þeim orðum.

Þar fór sólbaðið fyrir lítið svo ég klæddi mig í kuldagallann og fór út í frostið.  Á leiðinni í vinnuna sá ég tvo lögreglubíla sem höfðu stoppað umferðina til að veita einhverjum tiltal.  Hélt reyndar fyrst að um árekstur hefði verið að ræða en svo var ekki að sjá.  Þegar ég kom í vinnuna rann það enn og aftur upp fyrir mér hversu leiðinleg hún er.  Alltaf það sama, aftur og aftur.  Ég verð að finna einhverja lausn á þessu svo ég haldi sæmilegri geðheilsu út árið.  Þó þetta sé nánast verndaður vinnustaður þá þarf fólk að hugsa og standa sig.

Fyrir rúmum mánuði síðan réð ég nýjan aðstoðarmann fyrir þennan sem hætti í fyrra.  Það var kominn tími á þessa ráðningu en ég hafði misreiknað verkefnastöðuna svo ég þurfti að taka þann sem sótti um fyrstur.  Hann er ekki nema rúmlega 18 ára gamall með sítt krullað hár og strumpanærbuxur upp á mitt bak.  Þetta er víst tískan í dag hjá unga fólkinu.  Þar sem ég er svo góðhjartaður lét ég nærbuxunar hans ekki trufla mig.  

Þetta er voða góður strákur sem gerir það sem maður biður hann um en kannski ekki mikið meira.  Eftir mánaðar vinnu er hann ennþá að spyrja mig sömu spurninguna.  Á þetta að vera svona?  Já, já segi ég alveg rólegur.  Eftir að hafa verið með allskonar fólk í vinnu hefur maður tamið sér æðruleysi og að sætta sig við all margt.  En þetta hefur ekki alltaf verið svona hjá mér.  Fyrir 7-8 árum síðan hefði ég verið rólegur í tvær vikur en síðan farið að svara til baka og sagt "hvort ertu svona vitlaus eða gleyminn?" eða "ertu nýbúinn að klára lyfin þín?".

En ekki í dag.  Nú læt ég allt yfir mig ganga og endurtek rólega sömu hlutina aftur og aftur.  Alveg þangað til ég verð blár í framan eða jafnvel framsóknargrænn.  Það sem fer reyndar mest í taugarnar á mér er hversu svakalega fámáll hann er.  Hann bókstaflega segir ekkert og byrjar aldrei neinar samræður, hvorki við mig né aðra sem vinna með honum.   Ekki það að ég þurfi á löngum eintölum að halda frá starfsfólkinu en kannski meira enn eitt eða tvö orð yfir allan daginn. 

Í fyrra var frændi minn sem er á svipuðum aldri að vinna hjá mér í sama starfi og þessi strákur.  Hann sagði líka ekki neitt nema kannski tvo eða þrjú orð yfir allan daginn.  Báðir þessir strákar eru aldir upp fyrir framan sjónvarpið og í tölvuleikjum.  Svo var annar strákur í vinnu hjá mér sem hafði alist upp í sveit.  Hann var svo sem ekkert gáfaðri en átti ekki vandræðum með að tjá sig og halda uppi smá samræðum.  Hvað hann ætlaði að gera næsta sumar og allt um nýju kærustuna.  Hann hafði greinilega ekki fengið sama skammtinn af sjónvarpsglápi og troðfull pillubox af rítalíni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband