Íslenski ríkið fer á hausinn!

Svona hljómar fyrirsögnin á frétt sem birtist í Morgunblaðinu 1. apríl 2011.  Eftir botnlausar erlendar lántökur til að redda Jóni Ásgeiri, Glitni, Kauuutthibgn og fleiri bankaræningjum er ríkiskassinn tómur.  Margir héldu að þessi frétt væri bara enn eitt aprílgabbið en svo var því miður ekki.  Þrátt fyrir að Gísli Marteinn væri orðinn nýr fjármálaráðherra og Hannes Hólmsteinn sérlegur ráðgjafi hans þá tókst ekki að bjaga ríkiskassanum.

Það er búið að segja upp 50% af lögreglunni en til að mæta auknum áhyggjum almennings af vörubílstjórum og erlendum dópsölum hefur dómsmálaráðherra fengið leyfi fyrir 1100 manna óeirðalögrelgu með nýjustu græjum.  Búningarnir minna á venjulega hermannabúninga nema hvað þeir eru með mynd af bleikum grís á bakinu enda býður Bónus betur eins og fram kemur í texta fyrir neðan grísinn.

En gjaldþrot íslands vegna erlendra órúttina auðmanna með Jón Ásgeir, Björgúlf og Hannes Smárason í broddi fylkingar var nú ekki með öllu illt.  Í dag var nefnilega að ganga í gegn aðildarumsókn Íslands að ESB.  Við fengum alveg sérstaklega góðar móttökur þegar Ingibjörg Sólrún bankaði á dyr hjá Lykla Pétri í Brussel.  Við fáum að veiða allan fiskinn sem eftir er í sjónum og þurfum ekki að borga sérstakt andrúmsloftsgjald fyrr en á næsta ári. 

Eftir gjaldþrotið erum við líka orðin fátækasta þjóð Evrópu.  En við eigum líka tvo af 200 ríkustu mönnum veraldar sem er alveg sérstaklega góður árangur miðað við höfðatölu.   Þannig að í  öllum vandræðunum sem Geir, Halldór, Ingibjörg og Davíð eru búin að koma okkur í þá hafa a.m.k. tveir Íslendingar það mjög gott. 

Bónus býður betur!

 


mbl.is Varstu gabbaður í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

LOL - þetta er fyndið, en þó stefnum við einmitt í þessa átt

Gullvagninn (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband