5.4.2008 | 07:55
Alver til Reykjavíkur!
Spennandi kostur væri að fá eitt risastórt álver í staðin fyrir flugvöllinn. Með þessari staðsetningu mætti spara ferðir og uppihald ráðamanna sem virðast allir sem einn vera orðnir sérstaklega áhugasamir um ál og álpappír. Þegar Ingibjörgu Sólrúnu varð það ljóst að Ísland yrði aldrei stærsti útflytjandi á timbri og skeinipappír settu hún allt sitt traust á álið góða.
En hvers eiga Reykvíkingar að gjalda. Ég tel að við eigum líka rétt á álveri eins og Reyðarfjörður, Hafnarfjörður og Húsavík. Þegar flugvöllurinn fer skapast tómarúm sem þarf að fylla með eins fljótlegum og þægilegum hætti og völ er á. Það segir sig sjálft að ein risa bygging er miklu ódýrari í smiðum en margar litlar. Þetta skapar líka meiri atvinnu og gjaldeyri en t.d. fatabúðir, sjoppur eða íbúðir fyrir lamaða og fatlaða.
Allar samgöngur eru til fyrirmyndar og stutt í mörg auð hús sem hægt væri að nota fyrir erlenda farandverkamenn. Ekki þarf síðan að kvarta undan skorti á menningarlífi. Starfsfólk og makar geta óhrædd brugði sér í bæinn og fengið sér pulsu á Bæjarins bestu og skroppið í Þjóðleikhúsið á eftir. Seinna um kvöldið má láta pólsk glæpagengi lemja sig til óbóta og senda Birni Bjarnasyni tölvupóst og kvarta yfir fátæklegri löggæslu.
Álþingismenn fá líka eitthvað til að masa um rétt áður en við sameinumst Albaníu og göngum í ESB. En þegar Evran verður komin til landsins þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af flöktandi gengi eða háu matvælaverði. Við gætum kannski þurft að leggja íslenskan landbúnað niður en það er ekki svo mikil fórn fyrir þá sem þola ekki lambakjöt og mega ekki drekka mjólk. En mikið svakalega á Jón Ásgeir og Bónus eftir að lækka matarverðið við inngönguna. Honum klæjar í fingurna að fá að lækka verðið í búðunum sínum eða þannig.
Raforkan ræður stærð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- agny
- malacai
- kruttina
- axelthor
- duddi-bondi
- baldvinj
- bene
- kaffi
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- gattin
- baenamaer
- brandarar
- dora61
- ellyarmanns
- ea
- folkerfifl
- fridjon
- fridaeyland
- killjoker
- gislihjalmar
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- muggi69
- gudnym
- gullvagninn
- maeglika
- haukurn
- heidathord
- heimssyn
- gorgeir
- hordurj
- hrafnathing
- isleifure
- jensgud
- jonnnnni
- enoch
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- karisol
- krist
- kristinhrefna
- kjoneden
- minkurinn
- vonin
- maggib
- maggaelin
- vistarband
- marinogn
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- fullvalda
- seinars
- sigmarg
- siggisig
- sigurjonn
- sms
- soley
- steingerdur
- tomasha
- tommi
- vefritid
- vertu
- vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Álþingismenn Persónulega vildi ég setja álverin og önnur ógeð öll hér í Reykjavík. Þannig getur elítan spúð öllu sínu eitri á þéttbýliskjarna, jafnt útblástur sem efnaslóðir, og vakandi fólk flutt eitthvað í burtu, meðan þróunarkenning frímúrara vinnur sitt "great work".
Gullvagninn (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 09:02
Sammála! Og svo má ræsa fram salmonellusúpuógeðið í Kvosinni og byggja þar bílastæði á 2-3 hæðum svo starfsfólk álversins fái bílastæði og líka við hin sem illu heilli þurfum stundum að erinda í miðbænum og verðum þá alltaf fórnarlömb ofsókna bílastæðasjóðs á viðskiptavini miðbæjarins.
corvus corax, 5.4.2008 kl. 09:54
Ósköp eigið þið bágt greyin þarna í borg bleytunnar og sorans.
Eitt vil ég þó benda ykkur á að fluvöllurinn er þar sem hann er og verður þar um ókomna tíð eða meðan innanlandsflug verður stundað á Íslandi, svo það þarf ekkert að velta því fyrir sér hvað á að koma þar í staðinn.
Einnig vil benda ykkur á ef þið farið einhverntíma lengra frá 101 en upp í Grafarvog að virða fyrir ykkur útlit og umgengni í kringum álverin á Íslandi. Þar er allt til fyrirmyndar, en ekki rusl og drasl og niðunýdd hús út um allt eins og okkur er gjarnan sýnt í sjónvarpinu frá þessari svokallaðri höfuðborg okkar allra þegar það hentar.
Á Húsavík höfum við nægt landrými og eigum í viðræðum við einn ábyggilegasta álframleiðanda heims um að reisa hér framleiðslufyrirtæki til langs tíma.
Held að ykkur væri nær að taka til í eigin garði en að vera sýnöldrandi út í það sem aðrir eru að gera til atvinnuuppbyggingar í sínum heimahéruðum.
Kveðja frá Húsavík
Guðmundur Salómonsson
Gummi Salla (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 10:38
Það er ósanngjörn krafa Guðmundar að landsbyggðin sitji ein að góssinu. Við hér í hreinustu og skemmtilegustu höfuðborg landsins eigum einnig að njóta þeirra ávaxta sem álið getur fært okkur.
Eins og Gummi bendir réttilega á þá er ekki pláss fyrir fjúkandi rusl og drasl þegar búið verður að planta risa álveri í miðbæ Reykjavíkur. En mesti kosturinn við þetta Reykjavíkur álver verður að sjálfsögðu allur gjaldeyrinn sem kemur inn í landið í formi hráefniskaupa Alcóa, erlends starfsfólks, hins mikla hagnaðar og lágra skatta í ríkissjóð.
Svo mun svona álver hækka lóðaverð og gera okkur öll að betri manneskjum.
Björn Heiðdal, 5.4.2008 kl. 12:46
Þið greinilega hatað Húsavík. Þetta er eini möguleikinn til að halda byggð og bæta mannlífið. Ef við fáum ekki álver til Húsavíkur leggst byggðin af eins og hún leggur sig. Það tekur ekkert við og engin heilvita Húsvíkingur vill búa hérna. Svo hættið þessari vitleysu og samgleðjist okkur. Höfuðborgapakk með rassgatið upp í munni á næsta manni.
Húsavíkurrottan (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 12:52
Tek ekki undir með svokallaðri Húsavíkurrottu, sem ekki þorir að láta nafns síns getið.
Á Húsavík eru engar rottur og hafa aldrei verið ef undan er skilin ein sem komst í land 1968 og var aflífuð á bryggjunni.
Byggð á Húsavík leggst ekki af þó svo að Alcoa reisi ekki hér álver, það eru fleiri sem hingað vilja koma, en við veljum þann sem okkur hugnast best.
Björn. Ég vil benda þér á að við á Húsavík búum líka á Íslandi og því er gjaldeyrissköpun hjá okkur líka fyrir alla þjóðina.
Kveðja frá Húsavík
Guðmundur Salómonsson
Gummi Salla (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 15:21
Ég geri mér fulla grein fyrir því að við lifum ekki öll á skyrtuþvotti. En ef álver og mikil umhverfisspjöll á hálendinu er eina lausnin fyrir íslenska alþýðu og erlenda auðhringa þá er eins gott að pakka saman og flytja til Spánar. Að byggja auð Íslands á verksmiðjum sem erlendir aðilar eiga að öllu leyti og taka erlend lán til að virkja er dæmi um heimsku.
Botnlausa heimsku því íslenska krónan er verðlaus og þess vegna mun rekstur álversins ekki skila þeim tekjum sem Guðmundur vonast eftir. Veiking krónunnar um 30-50% þýðir einfaldlega að kartöflurækt og sveppatínsla skilar meiru í vasann hjá Guðmundi og öðrum Húsvíkingum.
Björn Heiðdal, 5.4.2008 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.