Ég elska þig Sóley.

Þegar ég mætti þér á leiðinni í Bónus og þú brostir ögn asnalega þó ekki til mín.  Það var þá sem ást kviknaði í brjóstum mínum.  Enda hafa allar kökurnar hlaðið nokkrum aukakílóum utan á mig.  En þú horfðir fram hjá því öllu.  Þú sást bara það sem þú vildir sjá.  Það var eins og þú horfðir inni í mig og sæir hvaða mann ég hef raunverulega að geyma.  Ekki þennan sem vill keyra yfir gamalmenni og mála bæinn bláan.  Heldur litla sæta strákinn sem vill öllum vel og gefur fátæku fólki peninga.

Þú varst í grárri kápu sem passaði einstaklega vel við hárgreiðsluna.  Baugarnir undir augunum minntu á undirskálar ef hreinlega ekki morgunverðarskálar með smá leifum af cocopuffs og mjólk.  Án þeirra værir þú eins og Gísli Marteinn, bara í kjól og með sítt hár.  Ég hætti að hugsa og hjartað tók kipp.  Eitt slag, tvö slög og þrjú slög.  Það var að líða yfir mig.  Ég datt í götuna og þú labbaðir framhjá án þess að líta við.  Fólk öskraði; Guð minn góður,hann er dáinn.  En þú hélst þínu striki, hertir örlítið á þér til að komast á fund.  

Þú hafðir opnað hjarta mitt og vissir að ekkert mundi stoppa það.  Ekki einu sinni kosningaósigur né skemmdir rúlluskautar með gati.  Sjálfsöryggið geislaði af þér þegar sjúkrabíllinn keyrði fram hjá.  Þú varst búin að gleyma okkar stuttu kynnum.  Inn um vinstra eyrað og út um það hægra eða er það kannski öfugt hjá fólki sem er vinstrisinnað.  Ég sakna þín Sóley og mun aldrei gleyma okkar stuttu kynnum.

 

 


mbl.is Sóley: Borgarstjóri afhjúpar skilningsleysi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla að vona að þú sért að grínast, því þetta er ekkert fyndið!

Sigrún Huld (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 21:58

2 identicon

hahahahahha...

Sóley er lélegur stjórnmálamaður, hún vill mannréttindastarf hjá borginni sem gengur ut a að berjast gegn karlmönnum.  Þakka fyrir að Sóley ráði engu enda fáir stjórnmálamenn jafn umdeildir og vitlausir og hún.  Það hefur hún afhjúpað oftar en einu sinni

Hallur (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:48

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Kæri Hallur,

Mér finnst þetta ekki málefnaleg athugasemd hjá þér.  Sóley er afskaplega dugleg og með fallegt en þó leyndardómsfullt bros.  Hún veit hvað hún vill en er samt tilbúin að hlusta á aðra með öðru eyranu.  Vinstri grænir þurfa fleiri svona stúlkur sem vilja og þora burt séð frá gáfum og holdafari. 

Björn Heiðdal, 28.4.2008 kl. 22:53

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, þetta er einmitt bráðfyndið hjá honum Birni, og eins og sönnum húmorista sæmir kann hann vel þá list að gera grín að sjálfum sér í leiðinni. Meira af slíku, Björn!

Jón Valur Jensson, 28.4.2008 kl. 23:27

5 identicon

yndisleg ástarsaga

Gullvagninn (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 09:16

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Sóley, Ómar litli meiðyrðamaður, Skúli hrydjuverkamadur og nokkrir fleiri hafa lokað á mín comment og jafnvel hent þeim út til að bjarga viðkvæmum sálum.   En ég get lofað því að allt sem ég hef sagt hefur verið vel meint!  Alveg satt.

Björn Heiðdal, 29.4.2008 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband