Dagbókin mánudagur, 28.4.2008

Vaknaði snemma til að senda Birni Bjarnasyni tölvupóst.  "Helvítis dóninn þinn og drullusokkur.  Megi hundrað pestir drepa þig og alla þína fjölskyldu."  Þegar hér var komið sögu og fúkyrðaflaumurinn rétt að byrja hringdi síminn.  Eftir stutt samtal hélt ég áfram og sá að þetta var alltof dónaleg byrjun á afmælisboðskorti mínu.  Ég breyttu þessu í eftirfarandi. "Kæri Björn,  þér er hér með boðið í afmælisveislu mína.  Mamma er búin að baka fjórar stórar kökur og eina litla.  Mér þætti vænt um að þú og konan gætu komið.  Afmælisgjafir vinsamlegast afþakkaðar en ef þú endilega vilt máttu gefa upphæð að eigin vali í söfnunarsjóð langveikra barna."

Svo sendi ég bréfið með því að ýta á ENTIR.  Var mættur í vinnuna korter fyrir átta.  Verkefni dagsins leystust fljótt og vel.  Nýi strákurinn frá Slóvakíu lofar góðu en þar sem hann talar hvorki íslensku né ensku gengu samskiptin brösulega.  Ég lék fyrir hann allt sem skipti máli og hann svaraði YES, Yes.  Þegar heim var komið fór ég rakleiðis í tölvuna.  Björn hafði svarað boðsbréfi mínu.  "Ég veit ekki afhverju þú ert að senda mér boðskort í afmælisveislu þína.  Mér vitanlega höfum við aldrei hist né þekkjumst nokkuð.  Ég verð að afþakka þetta boð og vona að veislan þín bíði ekki stórskaða fyrir vikið.  "

Mér leið illa yfir höfnun Bjössa.  Ég var búinn að gera mér miklar vonir um að hann kæmi og héldi uppi stuðinu.  En hann hlaut að hafa öðrum hnöppum að hneppa.  Leit svo á www.bjorn.is og sá þá nokkur bréf sem hann hafði líka fengið.  Bréfin voru mjög dónaleg og ekkert sérstaklega vel skrifuð.  Eitt bréfið hljóðaði svona: 

„Þú sem dómsmálaráðherra berð ótakmarkaða 'ABYRGÐ á lögregluaðgerum á suðurlandsvegi um klukkan 11 í morgun sjáðu sóma þinn i því að reka þessa lögreglumenn sem gáfu skipun um þessar aðgerðir.

EINIG SKALT ÞÚ SEGJA AF ÞÉR EMBÆTTI NÚ ÞEGAR!!!

Hilmar Bjarnason 050459-2179“

Ég bara átti ekki til orð yfir þessu bréfi.  Ef maðurinn heldur að Björn vilji frekar segja af sér en koma í afmælið mitt er hann greinilega ekki alveg í lagi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

L O L

Gullvagninn (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 13:13

2 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Góður

FLÓTTAMAÐURINN, 1.5.2008 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband