12.5.2008 | 11:25
ESB og nokkrar staðreyndir.
Hér koma nokkrar staðreyndir um ESB og hvers vegna það sé gott fyrir Ísland að ganga þar inn.
1) Tollar á allar erlendar matvörur leggjast af. Þetta þýðir fyrir íslensku þjóðina lægra vöruverð og betri mat handa smábörnum. Meiri hollustu og lægra verð fyrir fjölskyldur í landinu.
2) Alþingi fær meiri völd til að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd. Í staðin fyrir að taka við skipunum frá Brussel verður Alþingi Íslendinga leiðandi í setningu laga fyrir aðrar þjóðir innan ESB.
3) Betri stjórnsýsla og meira gagnsæi í allri ákvarðanatöku. Óhæfir íslenskir Alþingismenn fá færri tækifæri til að setja vond lög.
4) Við fáum stuðning frá ESB í baráttunni gegn hryðjuverkum og veggjakroti. Sérstakar hraðsveitir verða stofnaðar með friðarsérfræðingum til að láta gott af sér leiða.
5) Vændi og umhverfisvernd fá sérstakan sess í barátunni fyrir bættum og betri heimi. Ríki ESB leggja sitt af mörkunum til að berjast gegn mannsali og mengun.
Það er ljóst af þessi upptalningu að Ísland getur ekki lifað fyrir utan ESB. Við verðum að sækja um inngöngu strax því á morgun verður það kannski of seint.
Stuðningsmenn ESB höfðu betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- agny
- malacai
- kruttina
- axelthor
- duddi-bondi
- baldvinj
- bene
- kaffi
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- gattin
- baenamaer
- brandarar
- dora61
- ellyarmanns
- ea
- folkerfifl
- fridjon
- fridaeyland
- killjoker
- gislihjalmar
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- muggi69
- gudnym
- gullvagninn
- maeglika
- haukurn
- heidathord
- heimssyn
- gorgeir
- hordurj
- hrafnathing
- isleifure
- jensgud
- jonnnnni
- enoch
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- karisol
- krist
- kristinhrefna
- kjoneden
- minkurinn
- vonin
- maggib
- maggaelin
- vistarband
- marinogn
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- fullvalda
- seinars
- sigmarg
- siggisig
- sigurjonn
- sms
- soley
- steingerdur
- tomasha
- tommi
- vefritid
- vertu
- vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það verður aldrei of seint þeir þurfa á okkur, að hald ,en við ekki á þeim og þessi skrif er nú í fótbolta stíl
Íslands-Bersi, 12.5.2008 kl. 11:42
"1) Tollar á allar erlendar matvörur leggjast af. Þetta þýðir fyrir íslensku þjóðina lægra vöruverð og betri mat handa smábörnum. Meiri hollustu og lægra verð fyrir fjölskyldur í landinu."
Tollurinn lækkaði um helming í fyrra og hvernig kom það út fyrir neitendur í landinu? Jú matarverðið hækkaði og búðarmenn stungu peningnum í vasann.
"2) Alþingi fær meiri völd til að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd. Í staðin fyrir að taka við skipunum frá Brussel verður Alþingi Íslendinga leiðandi í setningu laga fyrir aðrar þjóðir innan ESB."
Alþingi getur ekki einu sinni komið góðum hugmyndum í framkvæmd hér. Ísland verður nánast áhrifalaust í ESB með 3 fulltrúa af 450. Margfalt minni áhrif en Frjálslyndir hafa nú hér á landi. Finnst þér áhrif Frjálslynda flokksins vera mikil hér og finnst þér þeir standa sig vel í að koma breytingum í gegn?
"3) Betri stjórnsýsla og meira gagnsæi í allri ákvarðanatöku. Óhæfir íslenskir Alþingismenn fá færri tækifæri til að setja vond lög."
Hrópandi ósamræmi við fullyrðingu númer tvö hjá þér. En það er rétt að þeir fá færri tækifæri til þess en jafnokar þeirra frá Brussel jafnframt fleiri tækifæri. Ef Ísland gengur í ESB þá er meira að segja óþarfi að hafa Alþingiskosningar hérna en það virðist vera óþarfi nú þegar enda enginn snillingur í neinu framboði.
"4) Við fáum stuðning frá ESB í baráttunni gegn hryðjuverkum og veggjakroti. Sérstakar hraðsveitir verða stofnaðar með friðarsérfræðingum til að láta gott af sér leiða."
Hryðjuverkahætta sem er sköpuð vegna stuðnings Íslands við glæparíki erlendis?
"5) Vændi og umhverfisvernd fá sérstakan sess í barátunni fyrir bættum og betri heimi. Ríki ESB leggja sitt af mörkunum til að berjast gegn mannsali og mengun."
Mannsal og mengun væri ekki vandamál hér ef fólk kynni að lifa eftir lögum náttúrunnar.
ESB=CCCP II
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 13:09
Tek undir með síðasta ræðumanni, evrópu umræða á Íslandi er gjörsamlega út í hött. Höfum ekkert þangað að gera og munum bara koma til með að styrkja stöðu þess á kostnað stöðu landsins.
Haraldur Pálsson, 12.5.2008 kl. 14:48
Nokkrir punktar í viðbót.
6) Íslenskar konur fá að kjósa til Evrópuþingsins. Þetta bætir allt fjölskyldulíf og gerir þær ástríkari.
7) Smábátasjómenn fá tækifæri til að mótmæla og bæta stöðu sína hjá sjávarútvegsnefnd ESB.
8) Íslenskir bankamenn og leikskólakennarar fá sérstakan ferðastyrk til að heimsækja starfssystkyni sín í Austur-Evrópu. Bjór og brennivín á góðu verði.
9) Aukið lýðræði og samráð við nærumhverfi ásamt aðhaldi á sveitarstjórnunarstiginnu. Alþingi og sveitarstjórnir um allt land fá tækifæri til að gera athugasemdir við ný lög frá Brussel nema annað sé tekið fram.
10) Lægri vextir, betri matur, fallegra fólk, sætari stelpur og meira kynlíf handa gömlu fólki ásamt betra veðri og grænna grasi ef við göngum í ESB.
Björn Heiðdal, 12.5.2008 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.