17.5.2008 | 15:13
10 staðreyndir um ESB.
1) Tollar á allar erlendar matvörur leggjast af. Þetta þýðir fyrir íslensku þjóðina lægra vöruverð og betri mat handa smábörnum. Meiri hollustu og lægra verð fyrir fjölskyldur í landinu.
2) Alþingi fær meiri völd til að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd. Í staðin fyrir að taka við skipunum frá Brussel verður Alþingi Íslendinga leiðandi í setningu laga fyrir aðrar þjóðir innan ESB.
3) Betri stjórnsýsla og meira gagnsæi í allri ákvarðanatöku. Óhæfir íslenskir Alþingismenn fá færri tækifæri til að setja vond lög.
4) Við fáum stuðning frá ESB í baráttunni gegn hryðjuverkum og veggjakroti. Sérstakar hraðsveitir verða stofnaðar með friðarsérfræðingum til að láta gott af sér leiða.
5) Vændi og umhverfisvernd fá sérstakan sess í barátunni fyrir bættum og betri heimi. Ríki ESB leggja sitt af mörkunum til að berjast gegn mannsali og mengun.
6) Íslenskar konur fá að kjósa til Evrópuþingsins. Þetta bætir allt fjölskyldulíf og gerir þær ástríkari.
7) Smábátasjómenn fá tækifæri til að mótmæla og bæta stöðu sína hjá sjávarútvegsnefnd ESB.
8) Íslenskir bankamenn og leikskólakennarar fá sérstakan ferðastyrk til að heimsækja starfssystkyni sín í Austur-Evrópu. Bjór og brennivín á góðu verði.
9) Aukið lýðræði og samráð við nærumhverfi ásamt aðhaldi á sveitarstjórnunarstiginnu. Alþingi og sveitarstjórnir um allt land fá tækifæri til að gera athugasemdir við ný lög frá Brussel nema annað sé tekið fram.
10) Lægri vextir, betri matur, fallegra fólk, sætari stelpur og meira kynlíf handa gömlu fólki ásamt betra veðri og grænna grasi ef við göngum í ESB.
Geir: Ég vil ekki ganga í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- agny
- malacai
- kruttina
- axelthor
- duddi-bondi
- baldvinj
- bene
- kaffi
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- gattin
- baenamaer
- brandarar
- dora61
- ellyarmanns
- ea
- folkerfifl
- fridjon
- fridaeyland
- killjoker
- gislihjalmar
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- muggi69
- gudnym
- gullvagninn
- maeglika
- haukurn
- heidathord
- heimssyn
- gorgeir
- hordurj
- hrafnathing
- isleifure
- jensgud
- jonnnnni
- enoch
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- karisol
- krist
- kristinhrefna
- kjoneden
- minkurinn
- vonin
- maggib
- maggaelin
- vistarband
- marinogn
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- fullvalda
- seinars
- sigmarg
- siggisig
- sigurjonn
- sms
- soley
- steingerdur
- tomasha
- tommi
- vefritid
- vertu
- vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig væri að nefna gallana? Þeir eru tífalt fleiri.
Jó (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 15:33
Hjörtur J. Guðmundsson, 17.5.2008 kl. 15:47
Ég sé að einn af prestum ESBismans hefur ákveðið að skeiða fram á ritvöllinn.
1) Já er það? Og þurfum við að ganga í ESB til að fella niður tolla á matvælum? Ráðum við í dag, sem sjálfstæð þjóð, ekki því hvaða tolla við höfum? Þetta er soldið eins og að leggja til að saga af sér fótinn því maður er ósáttur við skóinn.
2) Þetta meikar nákvæmlega ekkert sens. Nefndu mér dæmi um hvernig einstaka þjóðþing eru leiðandi fyrir ESB lagasetningu. Og útskýrðu hvernig Alþingi "fær meiri völd til að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd." Hvað eru "góðar hugmyndir" að þínu mati?
3) Ertu í alvöru að leggja til að stjórnsýsla ESB sé gegnsærri en á Íslandi? Hvað í ósköpunum ertu að reykja??? Og þú heldur að við munum fá betri Alþingismenn (með betri hugmyndir) ef við förum í ESB. Af hverju?
4) Aðstoð ESB gegn veggjakroti? Hvernig þá? Er ESB með sérsveit sem berst gegn subbuskap innan sambandsins? Nú held ég að þú hafir bæði verið að reykja eitthvað OG drekka eitthvað glundur, slík er vitleysan.
5) Er það? Getum við ekki barist gegn þessu sjálf með lögum sem við setjum sjálf? Þarftu að saga af þér hinn fótinn líka?
Og nú hætti ég að lesa því ég sé að þú ert bara að djóka. Ég legg til, svona í ljósi þess að ekkert er að marka þennan lista, að þú segir að við munum líka fá betra veður ef við göngum í ESB, og að konur í VG verði allt í einu aðlaðandi og sexý.
Liberal, 17.5.2008 kl. 16:06
Þessar staðreyndir eru fengnar frá ýmsum vel meinandi stuðningsmönnum ESB hér í bloggheimum. Einnig skoðaði ég heimasíðu ESB um Lisbon samninginn svokallaða. Staðreyndirnar sem eru taldar upp í lið 10 eru að vísu alfarið komnar frá mér. T.d. er grasið grænna í Brussel en hjá okkur í Reykjavík, gamalt fólk í Bretlandi eða á Ítalíu stundar meira kynlíf en íslenskir jafnaldrar, stelpurnar eru fleiri og fallegri í Mílanó en í Bolungarvík, maturinn er betri í Frakklandi og veðrið er miklu betra allstaðar en hérna. Ég lýg engu!
Björn Heiðdal, 17.5.2008 kl. 16:56
Ég er ekki sjálfstæðismanneskja, ég er óflokksbundin, en ég tek ofan fyrir Geir. Hlustið þið á það sem hann er að segja, því það er sannleikur. Ég bjó í hjarta evrópu í 30 ár og er ný flutt aftur heim. Ég varð vitni að því þegar evrópa sameinaðist, landamærinn opnuðust og allt breyttist. Svo kom evran og rústaði restinni fyrir meðalmanninum. 11 milljón þjóðverja búa UNDIR fátækramörkum,,, í köldum íbúðum... 4 hvert barn í Berlín líður skort. TIL HAMINGJU EVRÓPA!!! Flott mál maður! Þetta er svipað í allri evrópu nema Lúxemburg sem er ennþá ríkt land.
Geir talaði úr mínum munni í kvöld. Við ERUM mjög sérstök þjóð. Viljum við selja okkur fyrir efnishyggju? Halló? Ég ráðlegg hverjum einasta íslending með skoðanir, að lesa ÖLL evrópulögin áður en þeir dæma Geir og hans staðreyndir. Síðan ættu þeir að lesa allt um Jón Sigurðsson heitinn. Nei ég hef ekki lesið öll evrópulögin en ég upplifði tonn af þeim. Rockhard reality!
Ég elska þetta land og dáist að þjóðinni með allann sinn dugnað, og þegar maður upplifir í hnotskurn hvað þetta evrópusamband er, þá þakkar maður fyrir að koma hingað heim og taka þátt í samhentu reddingarþjóðfélagi sem stendur sig eins og stórveldi. Það má margt betur fara hér á landi, en ég vona að ég þurfi aldrei aftur að upplifa að búa undir evrópubákninu. Að ég þurfi aldrei aftur að borða bara útlenskt kjöt eða grænmeti. Íslensk matvara er lostæti!
Ef þið bara vissuð hvað Ísland er mikil paradís. Ég bjó í 88 miljón manna þjóðfélagi og borgaði 6 sinnum meira í rafmagn og hita en ég borga hér á landi. Ég þakka Guði í hvert sinn sem ég drekk ískalt vatn úr krananum, því það er ekki búið að fara 7 sinnum í gegnum mannslíkamann. Mér finnst að þjóðin mætti taka sig aðeins á, og Geir mætti rassskella alla ríkisstjórnina opinberlega á Austurvelli :=)
anna (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.