Reva rafmagnsbílar.

Ég gerði mig líklegan til að spyrja yfirperlukafarann, Braga Þór, um ágæti þessara rafmagnsbíla sem hann er að flytja inn.  Þó fátt sé um svör ennþá og ekkert um spurningar þá hef ég komist að eftirfarandi.  Miðað við 300 km asktur á mánuði er ódyrara að keyra um á Lexus LS430 sem er 8 cyl, 290 hestafla stór smábíll.  Sem sagt allt tal um ódýrari rekstur á rafmagnsbílum er tóm steypa.  Reyndar ef þú keyrir 100.000 km á ári þá dæmið allt öðruvísi en ég efa að þessir Reva bílar dugi svo lengi.

Það er ódýrara að keyra og borga bensín á dýran lúxusbíl frá Japan en ódýrt "bílahjól" frá Indlandi.  Það er varla hægt að kalla þennan Reva bíl, bíl.  Svo er verðið algjör steypa.  2.500.000 krónur með öllu sem er ekki ódýrt né heillandi verð fyrir fátækar námsmeyjar í Vesturbænum.  Jón Ásgeir mundi ekki einu sinni tíma þessu.


mbl.is Minnkandi bensínsala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

revurinn rokkar því miður alls ekki, enda ekki á dagskránni að við ökum um ódýrt

Gullvagninn (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 09:38

2 identicon

Sæll.

Er nú ekki nett fáránlegt að nefna mig sérstaklega og "vísa í mig" þó þú segir hálfri setningu seinna að þú hafir ekki einu sinni spurt mig neins???

Eitthvað finnst mér nú líka svolítið týpískt fyrir svona tal að þú birtir engar tölur, heldur slengir bara fram einhverjum niðurstöðum.  Kannski ertu að gefa þér hluti eins og "w00t" sem segir t.d. að bíllinn sé bara 2ja manna (sem hann er ekki) og að rafhlöðurnar mengi gríðarlega (sem þær gera ekki)?

Ég er alltaf til í umræður sem byggja á einhverju vitrænu en ekki vísa óbeint í mig þegar við höfum aldrei hist og birtu nú endilega eitthvað sem hægt er að ræða!

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 18:16

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Bensínið kostar 180 krónur lítrin.  Lexus LS430 eyðir 15 ltr. á hundraði innanbæjar.  Það gera 45 lítra fyrir 300km og sinnum 180 kr eru 8100 kr.  8100 kr sinnum 12 eru 97.000 krónur á ári í bensín.

Þú þarft batterí til að keyra Reva!  Það kostar 273.000 kr í Noregi.  Miðað við það verð er hægt að keyra Lexusinn í tæp þrjú ár.  Miðað við þessar forsendur þarftu að keyra Reva á sama batteríinu í meira en þrjú ár til að kaupin borgi sig.  

En líftími batterís er kannski bara tvö ár!  Þá ertu ekki að fá mikið fyrir peninginn og ég ráðlegg þér eindregið að kaupa Lexus LS430 eða 460.

Björn Heiðdal, 29.7.2008 kl. 20:36

4 identicon

Sæll, Björn .

Eins og svo oft þegar fólk er að reyna að nota stærðfræðina til að klekkja á rafmagnsbílum ákveðurðu að gefa þér hluti sem eru kolrangir.

Í fyrsta lagi er út í hött að segja að þessi 273.000 króna kostnaður við rafhlöðurnar sé fyrir fyrstu 3 árin (en reyndar endast þær miklu lengur en það miðað við aksturinn sem þú ert að gefa þér, en meira um það hér að neðan). 

Þú færð rafhlöður með bílnum, og þegar þú skiptir ertu að gera það fyrir *næstu* þrjú ár. Kostnaðurinn fyrir nýja rafhlöðusettið er semsagt fyrir fyrstu 6 ár bílsins.

Ég veit svosem að þú átt eflaust eftir að snúa út úr þessu öllu, því þú ert ekki fyrsti og ekki hundraðasti maðurinn sem ég hef reynt að ræða þetta við. Þegar fólk er búið að ákveða að eitthvað sé handónýtt duga yfirleitt engin rök. 

En reynum nú samt.

Þú gefur þér akstursvegalengdir sem eru mjög stuttar og langt undir meðalakstri í Reykjavík. Ég ímynda mér að þetta hljóti að vera þinn prívat meðalakstur á mánuði, eða þá að þú hafir valið þessa 300 km tölu af því að þá fékkstu tölurnar til að ganga upp í þínum samanburði.

Ef þú ekur ekki nema 300 kílómetra á mánuði þarftu ekki að hlaða REVA bílinn þinn nema 6 sinnum í mánuði, af því full hleðsla kemur þér að meðaltali 50 kílómetra í íslenskri umferð.

Ef þú hleður bílinn ekki nema 6 sinnum í mánuði endast rafhlöðurnar í rúm 11 ár, því þær endast í um það bil 800 fullar hleðslur, sem þú vissir væntanlega ekki, því 2ja ára ending miðað við 300 km á mánuði er alveg fáránlegt.

Reiknum nú aftur, miðað við RÉTTAR tölur (en þínar akstursforsendur):

Kostnaður við að skipta um rafhlöðu á REVA bílnum eftir 11 ár: kr. 273.000. Þar með nærðu 22 árum af akstri.  Heildarrafmagnskostnaðurinn miðað við rafmagnsverð í dag yrðu þá kr. 61.776 fyrir 22 ár, eða kr. 2.808 á ári. Deilum einnig rafhlöðukostnaðinum með 22 og fáum þá 12.409 krónur.  Heildarkostnaðurinn á ári er því 15.217 krónur.

Ef þú keyrir Lexusinn þinn í 22 ár og allur bensínkostnaður helst óbreyttur (ekki beint líklegt) er bensínið að kosta þig kr. 2.134.000.

Miðað við þínar eigin forsendur er semsagt kr. 1.799.224 dýrara að keyra Lexusinn á líftíma þessa tvegga rafhlöðusetta. Þá tökum við ekki með í reikninginn neina smurningu, kertaskipti og allt það sem þú þarft að eyða í viðhald á Lexusinum en ekki rafmagnsbílnum.

Það er semsagt gaman að sjá að rafmagnið á rafmagnsbílinn í 22 ár er talsvert ódýrara en bensínið á Lexusinn í eitt ár.

Ég ráðlegg þér og öðrum eindregið að skoða kostina af alvöru og án fordóma og koma svo og reynsluaka þessum frábæra bíl sem REVA City Car er. 

Ég er ávallt til viðræðu í gegnum tölvupóstfangið perlukafarinn@perlukafarinn.is til að ræða þetta við þig og aðra áhugasama.

Kær kveðja,
Bragi.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 21:48

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Þetta er algjörlega rétt hjá þér.  Mitt dæmi er ekki raunhæft og ég vissi ekkert um nákvæmann endingartíma rafhlaðanna.

En þú kaupir ekki bíl vegna kerta eða olíuskipta.  Þú færð þér bíl sem höfðar til einhverra tilfinninga.  Mín tilfinning fyrir þessum "bíl" er einfaldlega að þetta er ódýr framleiðsla frá Indlandi sem er seld á okurverði hér á Íslandi(Noregi).

Það er alveg sama hvað bensínið/rafmagnið kostar þú þarft alltaf að borga bílinn til að byrja með.  Lækkaðu verðið um milljón og láttu golfmottur fylgja frítt með og ég skal verða jákvæðari.

Björn Heiðdal, 30.7.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband